Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 12:25 Tiktok á miklum vinsældum að fagna víða um heim. Bandarísk stjórnvöld eru þó uggandi yfir kínverski eignarhaldi miðilsins. Vísir/Getty Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. Viðskiptatímaritið Forbes segir að gögn sem það hefur undir höndum sýni að innrieftirlitsdeild Bytedance, móðurfélags Tiktok, hafi ætlað sér að nota snjallforritið til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra borgara. Deildin rannsaki aðallega mögulegt misferli núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Í að minnsta kosti tveimur tilfellum höfðu Bandaríkjamennirnir sem hún ætlaði að fylgjast með aldrei unnið fyrir Bytedance. Óljóst er sagt hvort að gögnunum hafi á endanum verið safnað en ætlunin hafi verið að deildin, sem er staðsett í Beijing í Kína, nálgaðist staðsetningargögn úr snjalltækjum bandarísku notendanna. Forbes vill ekki gefa upp tilgang njósnanna til þess að vernda leynd heimildarmanna sinna. Hvorki Tiktok né Bytedance svaraði spurningum tímaritsins um hvort til hafi staðið að fylgjast með bandarískum embættismönnum, aðgerðarsinnum, blaðamönnum eða opinberum persónum. Tiktok er orðið einn vinsælasti samfélagsmiðill heims þrátt fyrir áhyggjur bandarískra stjórnvalda af því að forritið gæti ógnað þjóðaröryggi. Þau óttast að kínversk stjórnvöld komist í persónuupplýsingar bandarískra borgara sem samfélagsmiðillinn safnar í hrönnum. Með samkomulagi sem Tiktok vinnur að við bandaríska fjármálaráðuneytið er fyrirtækið sagt þurfa að tryggja að starfsmenn þess í Kína hafi ekki aðgang að vissum persónuupplýsingum um bandaríska notendur. TikTok Samfélagsmiðlar Kína Bandaríkin Tækni Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Viðskiptatímaritið Forbes segir að gögn sem það hefur undir höndum sýni að innrieftirlitsdeild Bytedance, móðurfélags Tiktok, hafi ætlað sér að nota snjallforritið til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra borgara. Deildin rannsaki aðallega mögulegt misferli núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins. Í að minnsta kosti tveimur tilfellum höfðu Bandaríkjamennirnir sem hún ætlaði að fylgjast með aldrei unnið fyrir Bytedance. Óljóst er sagt hvort að gögnunum hafi á endanum verið safnað en ætlunin hafi verið að deildin, sem er staðsett í Beijing í Kína, nálgaðist staðsetningargögn úr snjalltækjum bandarísku notendanna. Forbes vill ekki gefa upp tilgang njósnanna til þess að vernda leynd heimildarmanna sinna. Hvorki Tiktok né Bytedance svaraði spurningum tímaritsins um hvort til hafi staðið að fylgjast með bandarískum embættismönnum, aðgerðarsinnum, blaðamönnum eða opinberum persónum. Tiktok er orðið einn vinsælasti samfélagsmiðill heims þrátt fyrir áhyggjur bandarískra stjórnvalda af því að forritið gæti ógnað þjóðaröryggi. Þau óttast að kínversk stjórnvöld komist í persónuupplýsingar bandarískra borgara sem samfélagsmiðillinn safnar í hrönnum. Með samkomulagi sem Tiktok vinnur að við bandaríska fjármálaráðuneytið er fyrirtækið sagt þurfa að tryggja að starfsmenn þess í Kína hafi ekki aðgang að vissum persónuupplýsingum um bandaríska notendur.
TikTok Samfélagsmiðlar Kína Bandaríkin Tækni Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira