Brim fjárfestir í Polar Seafood í Danmörku fyrir 12 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2022 13:01 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfum í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S fyrir 625 milljónum danskra króna, um 12 milljarða íslenskra króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að hlutabréf hafi keypt af félögum í eigu Helge Nielsen, Bent Norman Petersen og Louise Schov Petersen í gegnum nýstofnað danskt eignarhaldsfélag sem er að fullu í eigu Brim hf. Kaupverðið þar sé 245 milljónir danskra króna en að auki hafi Brim hf. skráð sig fyrir nýjum hlutum í félaginu að fjárhæð 380 milljónir danskra króna. Heildarkaupverðið sem Brim greiðir sé því 625 milljónir danskra króna. „Að öllum fyrirvörum uppfylltum, mun Brim hf. eignast 50% hlutafjár í Polar Seafood Danmark og aðrir eftirstandandi hlutir verða í eigu Polar Seafood Greenland A/S. Samningurinn er háður hefðbundnum skilyrðum fyrir þessum viðskiptum, eins og samþykki viðkomandi yfirvalda. Polar Seafood Denmark A/S er sölufyrirtæki, vinnsluaðili og útflytjandi hágæða villtra sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. Ársvelta ársins 2021 var 3.792 mDKK og hagnaður eftir skatta var 229 mDKK. Brim hf. er skráð fyrirtæki á Nasdaq Iceland. Félagið hefur samþætta starfsemi í fiskveiðum, vinnslu og markaðssetningu og sölu erlendis sem stuðlar að hagkvæmari framleiðslu og tryggir óhefta leið aflans til kaupanda. Við fullnustu samningsins mun Helge Nielsen láta af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Polar Seafood Denmark A/S og Henrik Leth sem hefur starfað sem stjórnarformaður, mun taka við af honum sem framkvæmdastjóri félagsins (PSD),“ segir í tilkynningunni. Vel þekk og með langa sögu Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brim hf., að Polar Seafood Denmark A/S sé vel þekkt fyrirtæki með langa sögu í sölu sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. „Reksturinn er traustur og starfsfólkið hefur víðtæka reynslu af því að þjóna alþjóðlegum mörkuðum með sjávarafurðir. Stofnun samstarfs við Polar Seafood Danmörku er jákvætt skref og mun styrkja sölunet okkar á sjávarfangi úr Norður-Atlantshafi,“ segir Guðmundur. Sjávarútvegur Brim Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Danmörk Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að hlutabréf hafi keypt af félögum í eigu Helge Nielsen, Bent Norman Petersen og Louise Schov Petersen í gegnum nýstofnað danskt eignarhaldsfélag sem er að fullu í eigu Brim hf. Kaupverðið þar sé 245 milljónir danskra króna en að auki hafi Brim hf. skráð sig fyrir nýjum hlutum í félaginu að fjárhæð 380 milljónir danskra króna. Heildarkaupverðið sem Brim greiðir sé því 625 milljónir danskra króna. „Að öllum fyrirvörum uppfylltum, mun Brim hf. eignast 50% hlutafjár í Polar Seafood Danmark og aðrir eftirstandandi hlutir verða í eigu Polar Seafood Greenland A/S. Samningurinn er háður hefðbundnum skilyrðum fyrir þessum viðskiptum, eins og samþykki viðkomandi yfirvalda. Polar Seafood Denmark A/S er sölufyrirtæki, vinnsluaðili og útflytjandi hágæða villtra sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. Ársvelta ársins 2021 var 3.792 mDKK og hagnaður eftir skatta var 229 mDKK. Brim hf. er skráð fyrirtæki á Nasdaq Iceland. Félagið hefur samþætta starfsemi í fiskveiðum, vinnslu og markaðssetningu og sölu erlendis sem stuðlar að hagkvæmari framleiðslu og tryggir óhefta leið aflans til kaupanda. Við fullnustu samningsins mun Helge Nielsen láta af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Polar Seafood Denmark A/S og Henrik Leth sem hefur starfað sem stjórnarformaður, mun taka við af honum sem framkvæmdastjóri félagsins (PSD),“ segir í tilkynningunni. Vel þekk og með langa sögu Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brim hf., að Polar Seafood Denmark A/S sé vel þekkt fyrirtæki með langa sögu í sölu sjávarafurða úr Norður-Atlantshafi. „Reksturinn er traustur og starfsfólkið hefur víðtæka reynslu af því að þjóna alþjóðlegum mörkuðum með sjávarafurðir. Stofnun samstarfs við Polar Seafood Danmörku er jákvætt skref og mun styrkja sölunet okkar á sjávarfangi úr Norður-Atlantshafi,“ segir Guðmundur.
Sjávarútvegur Brim Kauphöllin Kaup og sala fyrirtækja Danmörk Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira