Telur Ísland geta orðið leiðandi í matarsjálfbærni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2022 09:01 Um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er á Íslandi er framleidd hérlendis. Sérfræðingur í sjálfbærni segir nauðsynlegt að Íslendingar líti í eigin matarkistu og telur landið geta orðið leiðandi í sjálfbærri matvælaframleiðslu. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins skilaði nýlega skýrslu um stöðu neyðarbirgða á landinu. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir stöðu matvælabirgða, lyfja- og lækningatækjabirgða, eldsneytisbirgða á landinu. Fram kemur í skýrslunni að fæðuöryggi á Íslandi sé háð innflutningi matvæla og innlendri matvælaframleiðslu. Innlend framleiðsla sé hins vegar mjög háð innflutningi aðfanga, svo sem eldsneytis, fóðurs, sáðvöru og áburðar. Þar segir jafnframt að huga þurfi að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu. En hvað getur hinn almenni neytandi gert til að vera sjálfbærari í sinni matvælaneyslu? „Ég held með því að einbeita sér að því sem vex hérna, hvort sem það er að safna mat eða með sjálfsþurftarbúskap en einnig hvað varðar markaðssetningu,“ segir Rob Kinneen og nefnir þar sem dæmi hvað Íslendingar hafa náð langt í gróðurhúsarækt. Marg líkt með íslenskri matarmenningu og matarmenningu frumbyggja Aðgengi að matvælum allan ársins hring og frá öllum heimshornum hafi breytt matvælaumhverfinu að hans mati. „Það þarf að einbeita sér að því sem er tiltækt hér og nú og fagna því eftir árstíðum,“ segir Rob. Rob er af frumbyggjaættum frá Alaska og hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að aukinni sjálfbærni í matvælaneyslu. Margt sé líkt með Íslandi og Alaska hvað það varðar. „Ég sé mikil líkindi. Lítill íbúafjöldi, mikið rými. Það sem er spennandi fyrir mig eru sérkenni matarins, persónuleiki matarmenningarinnarsem er hér nú þegar.“ Framleiðum aðeins helming matvöru sem neytt er Margir hafa eflaust fundið fyrir áhrifum hækkandi hrávöruverðs erlendis undanfarna mánuði. Það hefur meðal annars haft áhrif á verð matarkörfunnar hér en íslensk matvara er þó en dýrari en erlend. Fréttastofa brá sér í matvöruverslun og tíndi saman matvæli, sem hægt var að finna bæði úr innlendri og erlendri framleiðslu. Í körfunum tveimur var talsvert af grænmeti, brauð, ostur og hafrar. Verðmunurinn á körfunum var tæpar þúsund krónur. Sú erlenda kostaði 5.928 krónur en sú íslenska 6.720. Ísland framleiðir í dag um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er. Um 96 prósent mjólkurvara, 91 prósent kjöts, 10 prósent grænmetis og ávaxta, aðeins eitt prósent korns, 44 prósent kartafla og 36 prósent fisks. Rob segir nýusköpun nauðsynlega í matvælaframleiðslu. „Hvað tækni varðar held ég að Ísland gæti orðið leiðandi þar. Ég held að þetta gæti verið nýsköpun sem þið gætuð fagnað og sýnt hvernig eigi að gera þetta.“ Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins skilaði nýlega skýrslu um stöðu neyðarbirgða á landinu. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir stöðu matvælabirgða, lyfja- og lækningatækjabirgða, eldsneytisbirgða á landinu. Fram kemur í skýrslunni að fæðuöryggi á Íslandi sé háð innflutningi matvæla og innlendri matvælaframleiðslu. Innlend framleiðsla sé hins vegar mjög háð innflutningi aðfanga, svo sem eldsneytis, fóðurs, sáðvöru og áburðar. Þar segir jafnframt að huga þurfi að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu. En hvað getur hinn almenni neytandi gert til að vera sjálfbærari í sinni matvælaneyslu? „Ég held með því að einbeita sér að því sem vex hérna, hvort sem það er að safna mat eða með sjálfsþurftarbúskap en einnig hvað varðar markaðssetningu,“ segir Rob Kinneen og nefnir þar sem dæmi hvað Íslendingar hafa náð langt í gróðurhúsarækt. Marg líkt með íslenskri matarmenningu og matarmenningu frumbyggja Aðgengi að matvælum allan ársins hring og frá öllum heimshornum hafi breytt matvælaumhverfinu að hans mati. „Það þarf að einbeita sér að því sem er tiltækt hér og nú og fagna því eftir árstíðum,“ segir Rob. Rob er af frumbyggjaættum frá Alaska og hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að aukinni sjálfbærni í matvælaneyslu. Margt sé líkt með Íslandi og Alaska hvað það varðar. „Ég sé mikil líkindi. Lítill íbúafjöldi, mikið rými. Það sem er spennandi fyrir mig eru sérkenni matarins, persónuleiki matarmenningarinnarsem er hér nú þegar.“ Framleiðum aðeins helming matvöru sem neytt er Margir hafa eflaust fundið fyrir áhrifum hækkandi hrávöruverðs erlendis undanfarna mánuði. Það hefur meðal annars haft áhrif á verð matarkörfunnar hér en íslensk matvara er þó en dýrari en erlend. Fréttastofa brá sér í matvöruverslun og tíndi saman matvæli, sem hægt var að finna bæði úr innlendri og erlendri framleiðslu. Í körfunum tveimur var talsvert af grænmeti, brauð, ostur og hafrar. Verðmunurinn á körfunum var tæpar þúsund krónur. Sú erlenda kostaði 5.928 krónur en sú íslenska 6.720. Ísland framleiðir í dag um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er. Um 96 prósent mjólkurvara, 91 prósent kjöts, 10 prósent grænmetis og ávaxta, aðeins eitt prósent korns, 44 prósent kartafla og 36 prósent fisks. Rob segir nýusköpun nauðsynlega í matvælaframleiðslu. „Hvað tækni varðar held ég að Ísland gæti orðið leiðandi þar. Ég held að þetta gæti verið nýsköpun sem þið gætuð fagnað og sýnt hvernig eigi að gera þetta.“
Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira