Telur Ísland geta orðið leiðandi í matarsjálfbærni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2022 09:01 Um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er á Íslandi er framleidd hérlendis. Sérfræðingur í sjálfbærni segir nauðsynlegt að Íslendingar líti í eigin matarkistu og telur landið geta orðið leiðandi í sjálfbærri matvælaframleiðslu. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins skilaði nýlega skýrslu um stöðu neyðarbirgða á landinu. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir stöðu matvælabirgða, lyfja- og lækningatækjabirgða, eldsneytisbirgða á landinu. Fram kemur í skýrslunni að fæðuöryggi á Íslandi sé háð innflutningi matvæla og innlendri matvælaframleiðslu. Innlend framleiðsla sé hins vegar mjög háð innflutningi aðfanga, svo sem eldsneytis, fóðurs, sáðvöru og áburðar. Þar segir jafnframt að huga þurfi að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu. En hvað getur hinn almenni neytandi gert til að vera sjálfbærari í sinni matvælaneyslu? „Ég held með því að einbeita sér að því sem vex hérna, hvort sem það er að safna mat eða með sjálfsþurftarbúskap en einnig hvað varðar markaðssetningu,“ segir Rob Kinneen og nefnir þar sem dæmi hvað Íslendingar hafa náð langt í gróðurhúsarækt. Marg líkt með íslenskri matarmenningu og matarmenningu frumbyggja Aðgengi að matvælum allan ársins hring og frá öllum heimshornum hafi breytt matvælaumhverfinu að hans mati. „Það þarf að einbeita sér að því sem er tiltækt hér og nú og fagna því eftir árstíðum,“ segir Rob. Rob er af frumbyggjaættum frá Alaska og hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að aukinni sjálfbærni í matvælaneyslu. Margt sé líkt með Íslandi og Alaska hvað það varðar. „Ég sé mikil líkindi. Lítill íbúafjöldi, mikið rými. Það sem er spennandi fyrir mig eru sérkenni matarins, persónuleiki matarmenningarinnarsem er hér nú þegar.“ Framleiðum aðeins helming matvöru sem neytt er Margir hafa eflaust fundið fyrir áhrifum hækkandi hrávöruverðs erlendis undanfarna mánuði. Það hefur meðal annars haft áhrif á verð matarkörfunnar hér en íslensk matvara er þó en dýrari en erlend. Fréttastofa brá sér í matvöruverslun og tíndi saman matvæli, sem hægt var að finna bæði úr innlendri og erlendri framleiðslu. Í körfunum tveimur var talsvert af grænmeti, brauð, ostur og hafrar. Verðmunurinn á körfunum var tæpar þúsund krónur. Sú erlenda kostaði 5.928 krónur en sú íslenska 6.720. Ísland framleiðir í dag um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er. Um 96 prósent mjólkurvara, 91 prósent kjöts, 10 prósent grænmetis og ávaxta, aðeins eitt prósent korns, 44 prósent kartafla og 36 prósent fisks. Rob segir nýusköpun nauðsynlega í matvælaframleiðslu. „Hvað tækni varðar held ég að Ísland gæti orðið leiðandi þar. Ég held að þetta gæti verið nýsköpun sem þið gætuð fagnað og sýnt hvernig eigi að gera þetta.“ Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins skilaði nýlega skýrslu um stöðu neyðarbirgða á landinu. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir stöðu matvælabirgða, lyfja- og lækningatækjabirgða, eldsneytisbirgða á landinu. Fram kemur í skýrslunni að fæðuöryggi á Íslandi sé háð innflutningi matvæla og innlendri matvælaframleiðslu. Innlend framleiðsla sé hins vegar mjög háð innflutningi aðfanga, svo sem eldsneytis, fóðurs, sáðvöru og áburðar. Þar segir jafnframt að huga þurfi að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu. En hvað getur hinn almenni neytandi gert til að vera sjálfbærari í sinni matvælaneyslu? „Ég held með því að einbeita sér að því sem vex hérna, hvort sem það er að safna mat eða með sjálfsþurftarbúskap en einnig hvað varðar markaðssetningu,“ segir Rob Kinneen og nefnir þar sem dæmi hvað Íslendingar hafa náð langt í gróðurhúsarækt. Marg líkt með íslenskri matarmenningu og matarmenningu frumbyggja Aðgengi að matvælum allan ársins hring og frá öllum heimshornum hafi breytt matvælaumhverfinu að hans mati. „Það þarf að einbeita sér að því sem er tiltækt hér og nú og fagna því eftir árstíðum,“ segir Rob. Rob er af frumbyggjaættum frá Alaska og hefur á undanförnum árum beint sjónum sínum að aukinni sjálfbærni í matvælaneyslu. Margt sé líkt með Íslandi og Alaska hvað það varðar. „Ég sé mikil líkindi. Lítill íbúafjöldi, mikið rými. Það sem er spennandi fyrir mig eru sérkenni matarins, persónuleiki matarmenningarinnarsem er hér nú þegar.“ Framleiðum aðeins helming matvöru sem neytt er Margir hafa eflaust fundið fyrir áhrifum hækkandi hrávöruverðs erlendis undanfarna mánuði. Það hefur meðal annars haft áhrif á verð matarkörfunnar hér en íslensk matvara er þó en dýrari en erlend. Fréttastofa brá sér í matvöruverslun og tíndi saman matvæli, sem hægt var að finna bæði úr innlendri og erlendri framleiðslu. Í körfunum tveimur var talsvert af grænmeti, brauð, ostur og hafrar. Verðmunurinn á körfunum var tæpar þúsund krónur. Sú erlenda kostaði 5.928 krónur en sú íslenska 6.720. Ísland framleiðir í dag um 53 prósent allrar matvöru sem neytt er. Um 96 prósent mjólkurvara, 91 prósent kjöts, 10 prósent grænmetis og ávaxta, aðeins eitt prósent korns, 44 prósent kartafla og 36 prósent fisks. Rob segir nýusköpun nauðsynlega í matvælaframleiðslu. „Hvað tækni varðar held ég að Ísland gæti orðið leiðandi þar. Ég held að þetta gæti verið nýsköpun sem þið gætuð fagnað og sýnt hvernig eigi að gera þetta.“
Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira