Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2022 08:00 Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. Fiskistofa svipti í vikunni dragnótabátinn Onni HU-36 í eigu útgerðarinnar Stakkfells veiðileyfi í átta vikur. Við eftirlit með flygildum hafi áhöfn Onna orðið uppvís að brottkasti í þrígang þann 12. október í fyrra. Það mesta þegar allt að tvö tonn hafi farið í hafið. Ekki hafi verið rétt skráð í afladagbók. Hitt skipti hafi svo verið um mánuði síðar þegar áhöfn hafi hent tólf kolum fyrir borð. Stýrimaður á Onna segir að bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að sleppa öllum aflanum í fyrra skiptið. „Við fáum þarna ágætis hol þegar við byrjum að hífa upp og taka inn pokann. Þá slitnar pokasterturinn, pokinn húrrar í sjóinn og við missum gilsinn og allt í gegnum blokkina,“ segir Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Hann segir að krani eða bóma sem hefði getað bjargað málum hafi ekki heldur nýst við björgun aflans. Talsmenn útgerðarinnar segja bilun í tækjabúnaði ástæðu brottkastsins.Vísir „Svo við tökum þá ákvörðun þarna meðan fiskurinn er enn þá lifandi að við opnum og sleppum fiskunum niður. Það er enginn haki um borð þannig að við gátum ekkert hakað það sem flaut þó þarna smá stund,“ segir Þorfinnur Ómar. Stefnan hafi svo verið tekin heim á leið. „Þegar við komum svo í land þá taka á móti okkur alveg fjöldinn allur af lögreglumönnum, Fiskistofa og við erum kallaðir til yfirheyrslu.“ Hann segist hafa talið að Fiskistofa hafi tekið útskýringar um tækjabilun gildar þegar þeir komu í land. Um síðara brotið segir Ómar að það hafi verið smáfiskar sem skoluðust lifandi út. Hann segir sviptinguna mikið áfall fyrir útgerðina „Sem er ekki stærra batterí en þetta hefur ekkert fjármagn til að kaupa lögfræðinga í fleiri mánuði og ár til að slást við Fiskistofu. Því miður. Svo getum við horft upp á togara eins og Kleifabergið sem varð uppvíst að brottkasti fyrir stuttu síðan og þeir bara töluðu við ráðherra og þurftu aldrei að taka út sviptinguna sína.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Fiskistofa svipti í vikunni dragnótabátinn Onni HU-36 í eigu útgerðarinnar Stakkfells veiðileyfi í átta vikur. Við eftirlit með flygildum hafi áhöfn Onna orðið uppvís að brottkasti í þrígang þann 12. október í fyrra. Það mesta þegar allt að tvö tonn hafi farið í hafið. Ekki hafi verið rétt skráð í afladagbók. Hitt skipti hafi svo verið um mánuði síðar þegar áhöfn hafi hent tólf kolum fyrir borð. Stýrimaður á Onna segir að bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að sleppa öllum aflanum í fyrra skiptið. „Við fáum þarna ágætis hol þegar við byrjum að hífa upp og taka inn pokann. Þá slitnar pokasterturinn, pokinn húrrar í sjóinn og við missum gilsinn og allt í gegnum blokkina,“ segir Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Hann segir að krani eða bóma sem hefði getað bjargað málum hafi ekki heldur nýst við björgun aflans. Talsmenn útgerðarinnar segja bilun í tækjabúnaði ástæðu brottkastsins.Vísir „Svo við tökum þá ákvörðun þarna meðan fiskurinn er enn þá lifandi að við opnum og sleppum fiskunum niður. Það er enginn haki um borð þannig að við gátum ekkert hakað það sem flaut þó þarna smá stund,“ segir Þorfinnur Ómar. Stefnan hafi svo verið tekin heim á leið. „Þegar við komum svo í land þá taka á móti okkur alveg fjöldinn allur af lögreglumönnum, Fiskistofa og við erum kallaðir til yfirheyrslu.“ Hann segist hafa talið að Fiskistofa hafi tekið útskýringar um tækjabilun gildar þegar þeir komu í land. Um síðara brotið segir Ómar að það hafi verið smáfiskar sem skoluðust lifandi út. Hann segir sviptinguna mikið áfall fyrir útgerðina „Sem er ekki stærra batterí en þetta hefur ekkert fjármagn til að kaupa lögfræðinga í fleiri mánuði og ár til að slást við Fiskistofu. Því miður. Svo getum við horft upp á togara eins og Kleifabergið sem varð uppvíst að brottkasti fyrir stuttu síðan og þeir bara töluðu við ráðherra og þurftu aldrei að taka út sviptinguna sína.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43