Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2022 08:00 Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. Fiskistofa svipti í vikunni dragnótabátinn Onni HU-36 í eigu útgerðarinnar Stakkfells veiðileyfi í átta vikur. Við eftirlit með flygildum hafi áhöfn Onna orðið uppvís að brottkasti í þrígang þann 12. október í fyrra. Það mesta þegar allt að tvö tonn hafi farið í hafið. Ekki hafi verið rétt skráð í afladagbók. Hitt skipti hafi svo verið um mánuði síðar þegar áhöfn hafi hent tólf kolum fyrir borð. Stýrimaður á Onna segir að bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að sleppa öllum aflanum í fyrra skiptið. „Við fáum þarna ágætis hol þegar við byrjum að hífa upp og taka inn pokann. Þá slitnar pokasterturinn, pokinn húrrar í sjóinn og við missum gilsinn og allt í gegnum blokkina,“ segir Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Hann segir að krani eða bóma sem hefði getað bjargað málum hafi ekki heldur nýst við björgun aflans. Talsmenn útgerðarinnar segja bilun í tækjabúnaði ástæðu brottkastsins.Vísir „Svo við tökum þá ákvörðun þarna meðan fiskurinn er enn þá lifandi að við opnum og sleppum fiskunum niður. Það er enginn haki um borð þannig að við gátum ekkert hakað það sem flaut þó þarna smá stund,“ segir Þorfinnur Ómar. Stefnan hafi svo verið tekin heim á leið. „Þegar við komum svo í land þá taka á móti okkur alveg fjöldinn allur af lögreglumönnum, Fiskistofa og við erum kallaðir til yfirheyrslu.“ Hann segist hafa talið að Fiskistofa hafi tekið útskýringar um tækjabilun gildar þegar þeir komu í land. Um síðara brotið segir Ómar að það hafi verið smáfiskar sem skoluðust lifandi út. Hann segir sviptinguna mikið áfall fyrir útgerðina „Sem er ekki stærra batterí en þetta hefur ekkert fjármagn til að kaupa lögfræðinga í fleiri mánuði og ár til að slást við Fiskistofu. Því miður. Svo getum við horft upp á togara eins og Kleifabergið sem varð uppvíst að brottkasti fyrir stuttu síðan og þeir bara töluðu við ráðherra og þurftu aldrei að taka út sviptinguna sína.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Fiskistofa svipti í vikunni dragnótabátinn Onni HU-36 í eigu útgerðarinnar Stakkfells veiðileyfi í átta vikur. Við eftirlit með flygildum hafi áhöfn Onna orðið uppvís að brottkasti í þrígang þann 12. október í fyrra. Það mesta þegar allt að tvö tonn hafi farið í hafið. Ekki hafi verið rétt skráð í afladagbók. Hitt skipti hafi svo verið um mánuði síðar þegar áhöfn hafi hent tólf kolum fyrir borð. Stýrimaður á Onna segir að bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að sleppa öllum aflanum í fyrra skiptið. „Við fáum þarna ágætis hol þegar við byrjum að hífa upp og taka inn pokann. Þá slitnar pokasterturinn, pokinn húrrar í sjóinn og við missum gilsinn og allt í gegnum blokkina,“ segir Þorfinnur Ómar Unason, stýrimaður á Onni og talsmaður Stakkfells. Hann segir að krani eða bóma sem hefði getað bjargað málum hafi ekki heldur nýst við björgun aflans. Talsmenn útgerðarinnar segja bilun í tækjabúnaði ástæðu brottkastsins.Vísir „Svo við tökum þá ákvörðun þarna meðan fiskurinn er enn þá lifandi að við opnum og sleppum fiskunum niður. Það er enginn haki um borð þannig að við gátum ekkert hakað það sem flaut þó þarna smá stund,“ segir Þorfinnur Ómar. Stefnan hafi svo verið tekin heim á leið. „Þegar við komum svo í land þá taka á móti okkur alveg fjöldinn allur af lögreglumönnum, Fiskistofa og við erum kallaðir til yfirheyrslu.“ Hann segist hafa talið að Fiskistofa hafi tekið útskýringar um tækjabilun gildar þegar þeir komu í land. Um síðara brotið segir Ómar að það hafi verið smáfiskar sem skoluðust lifandi út. Hann segir sviptinguna mikið áfall fyrir útgerðina „Sem er ekki stærra batterí en þetta hefur ekkert fjármagn til að kaupa lögfræðinga í fleiri mánuði og ár til að slást við Fiskistofu. Því miður. Svo getum við horft upp á togara eins og Kleifabergið sem varð uppvíst að brottkasti fyrir stuttu síðan og þeir bara töluðu við ráðherra og þurftu aldrei að taka út sviptinguna sína.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43