Sjáðu mörkin sem felldu Leikni, héldu veikri von ÍA á lífi og þrennu Dags á Hlíðarenda Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. október 2022 12:01 Dagur Dan Þórhallsson skoraði tvö mörk beint úr aukaspyrnu. Vísir/Stöð 2 Sport Besta-deild karla bauð upp á sannkallaða markasúpu í gær þar sem hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í þremur leikjum. Leiknir tók á móti Keflavík í algjörum duga eða drepast leik fyrir heimamenn. Leikurinn fór þó fram í Árbænum á heimavelli Fylkis og það voru gestirnir frá Keflavík sem unnu stórsigur, 1-7. Niðurstaðan þýðir að Leiknesmenn eru fallnir úr deild þeirr bestu og munu því spila í Lengjudeildinni að ári. Keflvíkingar gátu hins v egar leyft sér að fagna þar sem sigurinn þýddi að liðið tryggði sér efsta sæti neðri hluta deildarinnar. Klippa: Mörkin úr Leiknir-Keflavík Á sama tíma tóku Skagamenn á móti Eyjamönnum á Akranesi. ÍA þurfti á sigri að halda til að halda tölfræðilegum möguleika sínum um að halda sæti sínu í Bestu-deildinni á lífi. Útlitið var svart fyrir Skagamenn því ÍBV náði tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik, en ÍA snéri taflinu við á seinustu mínútum leiksins og vann sterkan 3-2 sigur. Þrátt fyrir að liðið eigi enn tölfræðilegan möguleika á að halda sæti sínu í Bestu-deildinni verður það að teljast afar ólíklegt að það takist. Skagamenn þurfa að treysta því að FH tapi í dag, vinna svo FH í lokaumferðinni og vinna upp 22 marka mun í markatölu á sama tíma. Klippa: Mörkin úr ÍA-ÍBV Þá tóku Valsmenn á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Breiðabliks í gærkvöldi í leik sem skipti litlu sem engu máli. Leikurinn bar þess merki að ekkert væri undir og fór hægt af stað, en eftir rúmlega tuttugu mínútna leik opnuðust allar flóðgáttir. Dagur Dan Þórhallsson stal senunni þegar hann skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistarana og mörkin sem hann skoraði voru afar glæsileg. Lokatölur 2-5, Breiðablik í vil, í leik sem skipti litlu máli en varð að lokum hin mesta skemmtun. Klippa: Mörkin úr Valur-Breiðablik Besta deild karla Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF ÍA ÍBV Breiðablik Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Leiknir tók á móti Keflavík í algjörum duga eða drepast leik fyrir heimamenn. Leikurinn fór þó fram í Árbænum á heimavelli Fylkis og það voru gestirnir frá Keflavík sem unnu stórsigur, 1-7. Niðurstaðan þýðir að Leiknesmenn eru fallnir úr deild þeirr bestu og munu því spila í Lengjudeildinni að ári. Keflvíkingar gátu hins v egar leyft sér að fagna þar sem sigurinn þýddi að liðið tryggði sér efsta sæti neðri hluta deildarinnar. Klippa: Mörkin úr Leiknir-Keflavík Á sama tíma tóku Skagamenn á móti Eyjamönnum á Akranesi. ÍA þurfti á sigri að halda til að halda tölfræðilegum möguleika sínum um að halda sæti sínu í Bestu-deildinni á lífi. Útlitið var svart fyrir Skagamenn því ÍBV náði tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik, en ÍA snéri taflinu við á seinustu mínútum leiksins og vann sterkan 3-2 sigur. Þrátt fyrir að liðið eigi enn tölfræðilegan möguleika á að halda sæti sínu í Bestu-deildinni verður það að teljast afar ólíklegt að það takist. Skagamenn þurfa að treysta því að FH tapi í dag, vinna svo FH í lokaumferðinni og vinna upp 22 marka mun í markatölu á sama tíma. Klippa: Mörkin úr ÍA-ÍBV Þá tóku Valsmenn á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Breiðabliks í gærkvöldi í leik sem skipti litlu sem engu máli. Leikurinn bar þess merki að ekkert væri undir og fór hægt af stað, en eftir rúmlega tuttugu mínútna leik opnuðust allar flóðgáttir. Dagur Dan Þórhallsson stal senunni þegar hann skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistarana og mörkin sem hann skoraði voru afar glæsileg. Lokatölur 2-5, Breiðablik í vil, í leik sem skipti litlu máli en varð að lokum hin mesta skemmtun. Klippa: Mörkin úr Valur-Breiðablik
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF ÍA ÍBV Breiðablik Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira