Innlent

Gert ráð fyrir Þór og flutninga­skipinu til hafnar um klukkan níu

Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa
Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning um eld um borð í erlendu flutningaskipi undan ströndum Íslands.
Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning um eld um borð í erlendu flutningaskipi undan ströndum Íslands. LHG

Varðskipið Þór er nú á leið til hafnar í Reykjavík með flutningaskipið EF AVA í togi eftir að eldur kom upp í vélarrými skipsins síðdegis í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er Þór nú staddur í Faxaflóa og er gert ráð fyrir honum og flutningaskipinu til Reykjavíkur um klukkan níu fyrir hádegi. Dráttarbátar munu taka við flutningaskipinu þegar Þór nálgast land og draga það til hafnar. Siglingin gangi vel. 

Sprenging varð í vélarrýminu án þess þó að eldur kæmi upp en vegna þess var í fyrstu um mikið viðbragð að ræða af hálfu Landhelgisgæslunnar og voru tvær þyrlur sendar á vettvang til aðstoðar og voru reykkafarar um borð.

Þegar í ljós kom áhöfnin hafði náð tökum á ástandinu og enginn eldur hafði kviknað var dregið úr viðbúnaði en varðskipið sent að vélarvana skipinu, sem er 7.500 tonn og var á leið hingað til lands.

Taug var komið fyrir og dregur Þór nú skipið til Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Sendu tvær þyrlur eftir sprengingu um borð í flutningaskipi

Landhelgisgæslunni barst í dag tilkynning um eld um borð í erlendu flutningaskipi undan ströndum Íslands. Áhafnir tveggja þyrla, varðskipsins Þórs og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum voru kallaðar út á mesta forgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×