Að gefa fágæta og forna gjöf sem nýtist alla daga ársins í öllum veðrum Eva María Jónsdóttir skrifar 26. október 2022 08:31 Þeir eru margir sem vilja búa á Íslandi, hér er oft rigning og rok en hér ríkir sæmilegur friður og hefur svo verið um langt skeið. Að taka myndarlega á móti fólki sem kemur til landsins til að vinna eða mennta sig ætti að vera okkur öllum mikið metnaðarmál. Seint á síðustu öld fór undirrituð sem skiptistúdent til Frakklands í eitt skólaár. Minnisstætt er hvað mótttökurnar voru hlýlegar því mér bauðst (að því er virtist sjálfkrafa) að læra frönsku frá fyrstu dögum dvalarinnar í landinu, mér að kostnaðarlausu, um nokkurra vikna skeið til að mér gengi betur að aðlagast samfélaginu. Frakkar voru heldur tregir til að tala ensku við aðkomufólk á þessum árum og þetta var þeirra leið til að auka samskiptamöguleika þeirra sem höfðu annað móðurmál en frönsku og hvetja þá til dáða á velli franskrar tungu. Víst er að það er allra hagur að hingað komi fleiri vinnandi hendur og fólk sem vill lifa við frið hvort sem sólin skín eða vindar næða. En ef fólk fær ekki allt jöfn tækifæri til að læra það tungumál sem hér er opinbert er ekki von á að það upplifi sig velkomið að öllu leyti. Það má ekki verða tilviljanakennt hver fær að læra og hver verður útundan. Atvinnulífið þarf að taka höndum saman við stéttarfélög, stjórnvöld og menntastofnanir og leysa þessa hlið móttöku farsællega í eitt skipti fyrir öll. Víst er verkefnið nokkuð flókið en nú höfum við reynslu af framförum á sviði máltækni þar sem atvinnulífið og opinberir aðilar hafa þegar sameinast um máltækniáætlun (2018-2022) með eftirtektarverðum árangri. Er hægt að byggja á þeirri reynslu við að hrinda íslenskukennsluáætlun starfandi fólks í framkvæmd? Mikilvægt er að umrætt átak verði að veruleika í þeim anda að nýir íbúar fái þá dýrmætu gjöf við komuna til landsins, að læra gamalt og fágætt tungumál sem auk þess geymir einstakan fornan bókmenntaarf og veitir lykil að íslenskum samfélagi. Þessi gjöf sýnir bæði virðingu fyrir íslenskunni og þeim sem hingað koma til að taka þátt í samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva María Jónsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Þeir eru margir sem vilja búa á Íslandi, hér er oft rigning og rok en hér ríkir sæmilegur friður og hefur svo verið um langt skeið. Að taka myndarlega á móti fólki sem kemur til landsins til að vinna eða mennta sig ætti að vera okkur öllum mikið metnaðarmál. Seint á síðustu öld fór undirrituð sem skiptistúdent til Frakklands í eitt skólaár. Minnisstætt er hvað mótttökurnar voru hlýlegar því mér bauðst (að því er virtist sjálfkrafa) að læra frönsku frá fyrstu dögum dvalarinnar í landinu, mér að kostnaðarlausu, um nokkurra vikna skeið til að mér gengi betur að aðlagast samfélaginu. Frakkar voru heldur tregir til að tala ensku við aðkomufólk á þessum árum og þetta var þeirra leið til að auka samskiptamöguleika þeirra sem höfðu annað móðurmál en frönsku og hvetja þá til dáða á velli franskrar tungu. Víst er að það er allra hagur að hingað komi fleiri vinnandi hendur og fólk sem vill lifa við frið hvort sem sólin skín eða vindar næða. En ef fólk fær ekki allt jöfn tækifæri til að læra það tungumál sem hér er opinbert er ekki von á að það upplifi sig velkomið að öllu leyti. Það má ekki verða tilviljanakennt hver fær að læra og hver verður útundan. Atvinnulífið þarf að taka höndum saman við stéttarfélög, stjórnvöld og menntastofnanir og leysa þessa hlið móttöku farsællega í eitt skipti fyrir öll. Víst er verkefnið nokkuð flókið en nú höfum við reynslu af framförum á sviði máltækni þar sem atvinnulífið og opinberir aðilar hafa þegar sameinast um máltækniáætlun (2018-2022) með eftirtektarverðum árangri. Er hægt að byggja á þeirri reynslu við að hrinda íslenskukennsluáætlun starfandi fólks í framkvæmd? Mikilvægt er að umrætt átak verði að veruleika í þeim anda að nýir íbúar fái þá dýrmætu gjöf við komuna til landsins, að læra gamalt og fágætt tungumál sem auk þess geymir einstakan fornan bókmenntaarf og veitir lykil að íslenskum samfélagi. Þessi gjöf sýnir bæði virðingu fyrir íslenskunni og þeim sem hingað koma til að taka þátt í samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Höfundur er varaformaður Íslenskrar málnefndar.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun