Klay rekinn úr húsi í fyrsta skipti þegar meistararnir brenndu sig á Sólunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 11:31 Devin Booker spilaði frábæra vörn gegn Klay Thompson í nótt. NBA Hinn 32 ára gamli Klay Thompson var í nótt rekinn af velli þegar meistarar Golden State Warriors máttu þola stórt tap gegn Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta. Fyrir leikinn hafði hann aldrei verið rekinn af velli. Sólirnar frá Phoenix og stríðsmennirnir mættust í leik sem vitað var að yrði spennandi enda um að ræða lið sem ætla sér stóra hluti. Bæði höfðu unnið tvo leiki og tapað einum fyrir leikinn í nótt. Heimamenn í Phoenix byrjuðu mun betur en mjótt var á munum í hálfleik, staðan þá 72-66 Sólunum í vil. Í þriðja leikhluta fór hins vegar að halla undan fæti hjá meisturunum. Thompson og Devin Booker fengu báðir tæknivillu eftir að þeim lenti saman. Thompson var vægast sagt ósáttur með ákvörðun dómaranna og lét þá heyra það í kjölfarið. D-Book and Klay have some words pic.twitter.com/SWcPhjXklB— Bleacher Report (@BleacherReport) October 26, 2022 Í verðlaun fékk hann aðra tæknivillu og var því sendur í sturtu. Dómararnir héldu áfram að útdeila tæknivillum eftir að Thompson var sendur í sturtu en liðsfélagi hans Draymond Green fékk eina slíka sem og þjálfari liðsins, Steve Kerr. Þeir Deandre Ayton og Chris Paul, leikmenn Suns, fengu einnig tæknivillu. Stríðsmennirnir voru heillum horfnir í síðari hálfleiks unnu Sólirnar sannfærandi 29 stiga sigur, lokatölur 134-105. Booker var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig á meðan Stephan Curry var stigahæstur í liði meistaranna með 21 stig. Devin Booker balled out in the Phoenix win tonight:34 PTS7 AST3 STL pic.twitter.com/ZAirS6bMnF— NBA (@NBA) October 26, 2022 Í öðrum leikjum næturinnar ber helst að nefna tveggja stiga sigur New Orleans Pelicans á Dallas Mavericks, lokatölur 113-111. Pelicans voru án bæði Zion Williamsson og Barandon Ingram en það kom ekki að sök þar sem Trey Murphy III steig upp og skoraði 22 stig. Luka Dončić skoraði 37 stig í liði Dalls. Þá vann Washington Wizards auðveldan sigur á Detroit Pistons, 120-99, á meðan Oklahoma City Thunder vann einkar óvæntan sigur á Los Angeles Clippers, 108-94. Körfubolti NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Sólirnar frá Phoenix og stríðsmennirnir mættust í leik sem vitað var að yrði spennandi enda um að ræða lið sem ætla sér stóra hluti. Bæði höfðu unnið tvo leiki og tapað einum fyrir leikinn í nótt. Heimamenn í Phoenix byrjuðu mun betur en mjótt var á munum í hálfleik, staðan þá 72-66 Sólunum í vil. Í þriðja leikhluta fór hins vegar að halla undan fæti hjá meisturunum. Thompson og Devin Booker fengu báðir tæknivillu eftir að þeim lenti saman. Thompson var vægast sagt ósáttur með ákvörðun dómaranna og lét þá heyra það í kjölfarið. D-Book and Klay have some words pic.twitter.com/SWcPhjXklB— Bleacher Report (@BleacherReport) October 26, 2022 Í verðlaun fékk hann aðra tæknivillu og var því sendur í sturtu. Dómararnir héldu áfram að útdeila tæknivillum eftir að Thompson var sendur í sturtu en liðsfélagi hans Draymond Green fékk eina slíka sem og þjálfari liðsins, Steve Kerr. Þeir Deandre Ayton og Chris Paul, leikmenn Suns, fengu einnig tæknivillu. Stríðsmennirnir voru heillum horfnir í síðari hálfleiks unnu Sólirnar sannfærandi 29 stiga sigur, lokatölur 134-105. Booker var stigahæstur í liði heimamanna með 34 stig á meðan Stephan Curry var stigahæstur í liði meistaranna með 21 stig. Devin Booker balled out in the Phoenix win tonight:34 PTS7 AST3 STL pic.twitter.com/ZAirS6bMnF— NBA (@NBA) October 26, 2022 Í öðrum leikjum næturinnar ber helst að nefna tveggja stiga sigur New Orleans Pelicans á Dallas Mavericks, lokatölur 113-111. Pelicans voru án bæði Zion Williamsson og Barandon Ingram en það kom ekki að sök þar sem Trey Murphy III steig upp og skoraði 22 stig. Luka Dončić skoraði 37 stig í liði Dalls. Þá vann Washington Wizards auðveldan sigur á Detroit Pistons, 120-99, á meðan Oklahoma City Thunder vann einkar óvæntan sigur á Los Angeles Clippers, 108-94.
Körfubolti NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira