Styrkur metans aldrei aukist eins mikið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 15:01 Hrísgrjónaakrar í Kína. Vísbendingar eru um að stór hluti aukningar í styrk metans í fyrra hafi verið vegna losunar frá slíkri ræktun. Grjónin eru ræktuð í vatni. Metan losnar þegar lífrænt efni rotnar í vatni. Vísir/Getty Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar metans í andrúmslofti jarðar hefur aldrei aukist jafna mikið og í fyrra frá því að mælingar hófust. Styrkur þriggja helstu gróðurhúsalofttegundanna í lofthjúpnum náði methæðum árið 2021. Í fyrra var styrkur metans í lofthjúpnum 1.908 hlutar af milljarði (ppb) sem er 262% hærra en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára nam 18 ppb en 15 ppb á milli 2019 og 2020. Styrkur lofttegundarinnar hefur farið vaxandi með auknum hraða frá 2007 en aukningin á milli ára árið 2020 og 2021 var sú mesta frá því að kerfisbundnar mælingar hófust árið 1983. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en jafnframt mun skammlífari í lofthjúpnum. Erfiðara er sagt að rekja uppruna metanlosunar en koltvísýrings. Það losnar meðal annars þegar lífrænt efni rotnar í vatni og búfé ropar og prumpar. Ekki er ljóst hvers vegna stykur metans jókst svo mjög en talið er orsakirnar séu bæði líffræðilegar og afleiðingar athafna manna, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um gróðurhúsalofttegundir sem gerð var opinber í dag. Vísbendingar eru um að stærsti hluti aukningarinnar sé af líffræðilegum uppruna, eins og frá votlendi og hrísgrjónaökrum. Hugsanlegt er talið að það gæti verið svörun við hnattrænni hlýnun sem þegar hefur átt sér stað. Þegar loftslagið hlýnar rotnar lífrænt efni hraðar. Því getur metanlosun aukist ef votlendi í hitabeltinu verða votari og hlýrri. Einnig er talið mögulegt að aukningin kunni að skýrast af náttúrulegum breytileika á milli ára. Bæði árið 2020 og 2021 einkenndust af veðurfyrirbrigðinu La niña í Kyrrahafi en það er tengt við aukna úrkomu í hitabeltinu. Hafa áhyggjur af getu kolefnisgeymslna til að taka við áfram Koltvísýringur, áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin, náði einnig nýjum hæðum í lofthjúpnum í fyrra. Þá mældist styrkur hans að jafnaði 415,7 hlutar af milljón (ppm), 149% meira en fyrir iðnbyltingu. Síðast er talið að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hafi verið svo hár fyrir milljónum ára á plíósentímanum. Þá aukningu má fyrst og fremst rekja til bruna á jarðefnaeldsneyti og sementframleiðslu manna. Losun koltvísýrings hefur tekið stökk eftir fordæmalausan samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Frá 2011 til 2020 er áætlað að um 48% koltvísýringsins hafi safnast fyrir í lofthjúpnum, 26% í sjónum þar sem hann veldur súrnun og 29% hefur verið bundinn á landi. WMO lýsir áhyggjum af því að svonefndar kolefnisgeymslur á landi og í hafinu geti ekki tekið endalaust við í framtíðinni og dregið úr hlýnun. Sum staðar á jörðinni séu kolefnisgeymslur á landi þegar byrjaðar að losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Nituroxíð er þriðja áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin en hún á sér bæði uppsprettur í náttúrunni og í athöfnum manna. Lofttegundin losnar meðal annars frá hafinu, úr jarðvegi, við bruna á lífmassa, frá áburðarnotkun í landbúnaði og frá ýmis konar iðnaði. Styrkur þess nam 334,5 hlutum af milljarði í fyrra, um 124% meira en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára í fyrra er sögð aðeins meiri en áranna á undan og hærri en meðalaukning undanfarinna tíu ára. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Í fyrra var styrkur metans í lofthjúpnum 1.908 hlutar af milljarði (ppb) sem er 262% hærra en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára nam 18 ppb en 15 ppb á milli 2019 og 2020. Styrkur lofttegundarinnar hefur farið vaxandi með auknum hraða frá 2007 en aukningin á milli ára árið 2020 og 2021 var sú mesta frá því að kerfisbundnar mælingar hófust árið 1983. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en jafnframt mun skammlífari í lofthjúpnum. Erfiðara er sagt að rekja uppruna metanlosunar en koltvísýrings. Það losnar meðal annars þegar lífrænt efni rotnar í vatni og búfé ropar og prumpar. Ekki er ljóst hvers vegna stykur metans jókst svo mjög en talið er orsakirnar séu bæði líffræðilegar og afleiðingar athafna manna, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um gróðurhúsalofttegundir sem gerð var opinber í dag. Vísbendingar eru um að stærsti hluti aukningarinnar sé af líffræðilegum uppruna, eins og frá votlendi og hrísgrjónaökrum. Hugsanlegt er talið að það gæti verið svörun við hnattrænni hlýnun sem þegar hefur átt sér stað. Þegar loftslagið hlýnar rotnar lífrænt efni hraðar. Því getur metanlosun aukist ef votlendi í hitabeltinu verða votari og hlýrri. Einnig er talið mögulegt að aukningin kunni að skýrast af náttúrulegum breytileika á milli ára. Bæði árið 2020 og 2021 einkenndust af veðurfyrirbrigðinu La niña í Kyrrahafi en það er tengt við aukna úrkomu í hitabeltinu. Hafa áhyggjur af getu kolefnisgeymslna til að taka við áfram Koltvísýringur, áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin, náði einnig nýjum hæðum í lofthjúpnum í fyrra. Þá mældist styrkur hans að jafnaði 415,7 hlutar af milljón (ppm), 149% meira en fyrir iðnbyltingu. Síðast er talið að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hafi verið svo hár fyrir milljónum ára á plíósentímanum. Þá aukningu má fyrst og fremst rekja til bruna á jarðefnaeldsneyti og sementframleiðslu manna. Losun koltvísýrings hefur tekið stökk eftir fordæmalausan samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Frá 2011 til 2020 er áætlað að um 48% koltvísýringsins hafi safnast fyrir í lofthjúpnum, 26% í sjónum þar sem hann veldur súrnun og 29% hefur verið bundinn á landi. WMO lýsir áhyggjum af því að svonefndar kolefnisgeymslur á landi og í hafinu geti ekki tekið endalaust við í framtíðinni og dregið úr hlýnun. Sum staðar á jörðinni séu kolefnisgeymslur á landi þegar byrjaðar að losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Nituroxíð er þriðja áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin en hún á sér bæði uppsprettur í náttúrunni og í athöfnum manna. Lofttegundin losnar meðal annars frá hafinu, úr jarðvegi, við bruna á lífmassa, frá áburðarnotkun í landbúnaði og frá ýmis konar iðnaði. Styrkur þess nam 334,5 hlutum af milljarði í fyrra, um 124% meira en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára í fyrra er sögð aðeins meiri en áranna á undan og hærri en meðalaukning undanfarinna tíu ára.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira