Styrkur metans aldrei aukist eins mikið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2022 15:01 Hrísgrjónaakrar í Kína. Vísbendingar eru um að stór hluti aukningar í styrk metans í fyrra hafi verið vegna losunar frá slíkri ræktun. Grjónin eru ræktuð í vatni. Metan losnar þegar lífrænt efni rotnar í vatni. Vísir/Getty Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar metans í andrúmslofti jarðar hefur aldrei aukist jafna mikið og í fyrra frá því að mælingar hófust. Styrkur þriggja helstu gróðurhúsalofttegundanna í lofthjúpnum náði methæðum árið 2021. Í fyrra var styrkur metans í lofthjúpnum 1.908 hlutar af milljarði (ppb) sem er 262% hærra en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára nam 18 ppb en 15 ppb á milli 2019 og 2020. Styrkur lofttegundarinnar hefur farið vaxandi með auknum hraða frá 2007 en aukningin á milli ára árið 2020 og 2021 var sú mesta frá því að kerfisbundnar mælingar hófust árið 1983. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en jafnframt mun skammlífari í lofthjúpnum. Erfiðara er sagt að rekja uppruna metanlosunar en koltvísýrings. Það losnar meðal annars þegar lífrænt efni rotnar í vatni og búfé ropar og prumpar. Ekki er ljóst hvers vegna stykur metans jókst svo mjög en talið er orsakirnar séu bæði líffræðilegar og afleiðingar athafna manna, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um gróðurhúsalofttegundir sem gerð var opinber í dag. Vísbendingar eru um að stærsti hluti aukningarinnar sé af líffræðilegum uppruna, eins og frá votlendi og hrísgrjónaökrum. Hugsanlegt er talið að það gæti verið svörun við hnattrænni hlýnun sem þegar hefur átt sér stað. Þegar loftslagið hlýnar rotnar lífrænt efni hraðar. Því getur metanlosun aukist ef votlendi í hitabeltinu verða votari og hlýrri. Einnig er talið mögulegt að aukningin kunni að skýrast af náttúrulegum breytileika á milli ára. Bæði árið 2020 og 2021 einkenndust af veðurfyrirbrigðinu La niña í Kyrrahafi en það er tengt við aukna úrkomu í hitabeltinu. Hafa áhyggjur af getu kolefnisgeymslna til að taka við áfram Koltvísýringur, áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin, náði einnig nýjum hæðum í lofthjúpnum í fyrra. Þá mældist styrkur hans að jafnaði 415,7 hlutar af milljón (ppm), 149% meira en fyrir iðnbyltingu. Síðast er talið að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hafi verið svo hár fyrir milljónum ára á plíósentímanum. Þá aukningu má fyrst og fremst rekja til bruna á jarðefnaeldsneyti og sementframleiðslu manna. Losun koltvísýrings hefur tekið stökk eftir fordæmalausan samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Frá 2011 til 2020 er áætlað að um 48% koltvísýringsins hafi safnast fyrir í lofthjúpnum, 26% í sjónum þar sem hann veldur súrnun og 29% hefur verið bundinn á landi. WMO lýsir áhyggjum af því að svonefndar kolefnisgeymslur á landi og í hafinu geti ekki tekið endalaust við í framtíðinni og dregið úr hlýnun. Sum staðar á jörðinni séu kolefnisgeymslur á landi þegar byrjaðar að losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Nituroxíð er þriðja áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin en hún á sér bæði uppsprettur í náttúrunni og í athöfnum manna. Lofttegundin losnar meðal annars frá hafinu, úr jarðvegi, við bruna á lífmassa, frá áburðarnotkun í landbúnaði og frá ýmis konar iðnaði. Styrkur þess nam 334,5 hlutum af milljarði í fyrra, um 124% meira en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára í fyrra er sögð aðeins meiri en áranna á undan og hærri en meðalaukning undanfarinna tíu ára. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Í fyrra var styrkur metans í lofthjúpnum 1.908 hlutar af milljarði (ppb) sem er 262% hærra en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára nam 18 ppb en 15 ppb á milli 2019 og 2020. Styrkur lofttegundarinnar hefur farið vaxandi með auknum hraða frá 2007 en aukningin á milli ára árið 2020 og 2021 var sú mesta frá því að kerfisbundnar mælingar hófust árið 1983. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en jafnframt mun skammlífari í lofthjúpnum. Erfiðara er sagt að rekja uppruna metanlosunar en koltvísýrings. Það losnar meðal annars þegar lífrænt efni rotnar í vatni og búfé ropar og prumpar. Ekki er ljóst hvers vegna stykur metans jókst svo mjög en talið er orsakirnar séu bæði líffræðilegar og afleiðingar athafna manna, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um gróðurhúsalofttegundir sem gerð var opinber í dag. Vísbendingar eru um að stærsti hluti aukningarinnar sé af líffræðilegum uppruna, eins og frá votlendi og hrísgrjónaökrum. Hugsanlegt er talið að það gæti verið svörun við hnattrænni hlýnun sem þegar hefur átt sér stað. Þegar loftslagið hlýnar rotnar lífrænt efni hraðar. Því getur metanlosun aukist ef votlendi í hitabeltinu verða votari og hlýrri. Einnig er talið mögulegt að aukningin kunni að skýrast af náttúrulegum breytileika á milli ára. Bæði árið 2020 og 2021 einkenndust af veðurfyrirbrigðinu La niña í Kyrrahafi en það er tengt við aukna úrkomu í hitabeltinu. Hafa áhyggjur af getu kolefnisgeymslna til að taka við áfram Koltvísýringur, áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin, náði einnig nýjum hæðum í lofthjúpnum í fyrra. Þá mældist styrkur hans að jafnaði 415,7 hlutar af milljón (ppm), 149% meira en fyrir iðnbyltingu. Síðast er talið að styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar hafi verið svo hár fyrir milljónum ára á plíósentímanum. Þá aukningu má fyrst og fremst rekja til bruna á jarðefnaeldsneyti og sementframleiðslu manna. Losun koltvísýrings hefur tekið stökk eftir fordæmalausan samdrátt í kórónuveirufaraldrinum. Frá 2011 til 2020 er áætlað að um 48% koltvísýringsins hafi safnast fyrir í lofthjúpnum, 26% í sjónum þar sem hann veldur súrnun og 29% hefur verið bundinn á landi. WMO lýsir áhyggjum af því að svonefndar kolefnisgeymslur á landi og í hafinu geti ekki tekið endalaust við í framtíðinni og dregið úr hlýnun. Sum staðar á jörðinni séu kolefnisgeymslur á landi þegar byrjaðar að losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Nituroxíð er þriðja áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin en hún á sér bæði uppsprettur í náttúrunni og í athöfnum manna. Lofttegundin losnar meðal annars frá hafinu, úr jarðvegi, við bruna á lífmassa, frá áburðarnotkun í landbúnaði og frá ýmis konar iðnaði. Styrkur þess nam 334,5 hlutum af milljarði í fyrra, um 124% meira en áður en iðnbyltingin hófst. Aukningin á milli ára í fyrra er sögð aðeins meiri en áranna á undan og hærri en meðalaukning undanfarinna tíu ára.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira