Skaut tvo til bana en var með sex hundruð skot: „Þetta hefði getað farið mun verr“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2022 12:09 Lögregluþjónar fyrir utan skólann í St. Louis. AP/Jeff Roberson Ungur maður sem skaut kennara og fimmtán ára stúlku til bana í St. Luis í Bandaríkjunum í vikunni var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og var með sex hundruð skot. Sjö nemendur særðust eða slösuðust einnig í árásinni áður en lögregluþjónar skutu hinn nítján ára gamla Orlando Harris til bana. „Þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Michael Sack, yfirmaður lögreglunnar í St. Louis á blaðamannafundi í gær. Harris útskrifaðist úr umræddum skóla í fyrra. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum að Harris hafi gengið um skólann og kallað: „Þið munið öll deyja!“. Þá segir ein stúlka í skólanum að hún hafi staðið andspænis Harris en byssa hans hefði staðið á sér og hún hefði getað hlaupið á brott. Harris skildi eftir miða sem Sack las upp fyrir blaðamenn í gærkvöldi. Þar skrifaði Harris um það að hann ætti enga vini, enga fjölskyldu eða kærustu og lifði einangruðu lífi. Lýsti hann sjálfur þeim aðstæðum sem „fullkomnu óveðri“ fyrir fjöldamorðingja. Eins og áður segir dóu tveir í árásinni. Þær Alexzandria Bell, sem var fimmtán ára gömul, og Jean Kuczka, sem var 61 árs. Fjölskylda Kcuzka segir hana hafa verið skotna þegar hún steig á milli árásarmannsins og nemenda sem hún var að kenna, eftir að Harris ruddist inn í kennslustofu hennar. Hún lést á sjúkrahúsi. Lögreglan segir að Bell hafi verið látin þegar hún fannst á gangi skólans. Sjö öryggisverðir vinna í umræddum skóla og eru útidyr hans ávallt læstar. Einn öryggisvarðanna sá Harris komast inn um eina hurðina og var lögreglan kölluð til. Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn en hurðin mun hafa verið læst. Fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang klukkan 9:15, fjórum mínútum eftir að tilkynningin barst. Klukkan 9:23 fannst Harris í skólanum þar sem hann hafði lokað sig inni í kennslustofu. Lögregluþjónar skiptust á skotum við hann og skutu hann til bana. Harris bar mikið magn skotfæra á sér.AP/Lögreglan í St. Louis. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
„Þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Michael Sack, yfirmaður lögreglunnar í St. Louis á blaðamannafundi í gær. Harris útskrifaðist úr umræddum skóla í fyrra. AP fréttaveitan hefur eftir vitnum að Harris hafi gengið um skólann og kallað: „Þið munið öll deyja!“. Þá segir ein stúlka í skólanum að hún hafi staðið andspænis Harris en byssa hans hefði staðið á sér og hún hefði getað hlaupið á brott. Harris skildi eftir miða sem Sack las upp fyrir blaðamenn í gærkvöldi. Þar skrifaði Harris um það að hann ætti enga vini, enga fjölskyldu eða kærustu og lifði einangruðu lífi. Lýsti hann sjálfur þeim aðstæðum sem „fullkomnu óveðri“ fyrir fjöldamorðingja. Eins og áður segir dóu tveir í árásinni. Þær Alexzandria Bell, sem var fimmtán ára gömul, og Jean Kuczka, sem var 61 árs. Fjölskylda Kcuzka segir hana hafa verið skotna þegar hún steig á milli árásarmannsins og nemenda sem hún var að kenna, eftir að Harris ruddist inn í kennslustofu hennar. Hún lést á sjúkrahúsi. Lögreglan segir að Bell hafi verið látin þegar hún fannst á gangi skólans. Sjö öryggisverðir vinna í umræddum skóla og eru útidyr hans ávallt læstar. Einn öryggisvarðanna sá Harris komast inn um eina hurðina og var lögreglan kölluð til. Ekki liggur fyrir hvernig hann komst inn en hurðin mun hafa verið læst. Fyrstu lögregluþjónarnir mættu á vettvang klukkan 9:15, fjórum mínútum eftir að tilkynningin barst. Klukkan 9:23 fannst Harris í skólanum þar sem hann hafði lokað sig inni í kennslustofu. Lögregluþjónar skiptust á skotum við hann og skutu hann til bana. Harris bar mikið magn skotfæra á sér.AP/Lögreglan í St. Louis.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira