Er barnið þitt eitt af þeim heppnu? Ellen Alma Tryggvadóttir skrifar 26. október 2022 12:00 Þá er veturinn formlega hafinn og honum fylgir skammdegið. Þá er lítið um sólarljós... ekki að það hafi verið rosalega mikið um sól í sumar heldur. Án sólarinnar myndast ekki D-vítamín í líkamanum okkar. Það er því afar mikilvægt að taka inn D-vítamín fæðubótarefni, því það er lítið um það í fæðunni. D-vítamín er eina fæðubótarefnið sem okkur Íslendingum er ráðlagt að taka reglulega, því önnur vítamín, stein- og snefilefni ættum við að geta fengið úr fjölbreyttu fæði. D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir kalkbúskap líkamans og þar af leiðandi mikilvægt fyrir beinmyndun. Fjöldi nýlegra rannsókna benda þó til þess að D-vítamín gegni fleiri mikilvægum hlutverkum í líkamanum, eins og til dæmis í ónæmiskerfinu. Dagleg neysla D-vítamíns virðist sem dæmi geta dregið úr sýkingum í öndunarfærum. Skortur á D-vítamíni hefur verið tengdur við auknar líkur á ýmsum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og sykursýki I og II. Hvernig er það, tekur þú lýsi eða D-vítamín? Samkvæmt niðurstöðum nýjustu Landskönnunar á mataræði fullorðinna Íslendinga, tóku um 40% þátttakenda ekki D-vítamín. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, eins og að kannski hafa sumir aldrei vanið sig á það, fólk áttar sig kannski ekki á mikilvægi þess, aðrir hafa takmarkað heilsulæsi eða hafa hreinlega ekki efni á því. Á endanum ákveður fullorðið fólk sjálft hvort það taki inn þetta mikilvæga fæðubótarefni. En hvað með börnin? Lítil börn eru sem betur fer heppin og fá lýsi eða D-vítamín hjá dagmömmum og í leikskólanum. En þegar þau komast á skólaaldur, geta aðstandendur ekki gert ráð fyrir að börnunum sé boðið upp á það lengur. Börn eru upp á aðra komin varðandi inntöku á D-vítamín bætiefni og því eru það væntanlega bara heppnu börnin sem fá D-vítamín. Ef foreldri eða ábyrgðaraðili hefur ekki tök á að bjóða barni upp á reglulega inntöku D-vítamíns, hefur barnið engin önnur úrræði til þess. Þar sem afar stórt hlutfall fullorðinna á Íslandi virðist ekki taka inn D-vítamín bætiefni, er líklegt að börnum viðkomandi sé ekki boðið upp á það heldur.Nýleg íslensk rannsókn kannaði D-vítamínstöðu barna í grunnskólum Reykjavíkur. Mælingar voru gerðar hjá úrtaki barna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Styrkur D-vítamíns í blóði var skilgreindur sem ófullnægjandi (<50 nmól/L) í 60% tilvika. Þessi börn gætu talist óheppin, því rannsóknir erlendis, þar sem meðalstyrkur D-vítamíns var þó hærri en hér, hafa bent til þess að með því að hækka styrk D-vítamíns megi draga úr tíðni ýmissa sjúkdóma og þannig minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Í aðgerðaáætlun Lýðheilsustefnu ríkisins kemur fram að: „Mikilvægt er að öll börn fái næringarríka fæðu óháð efnahag foreldra. Hollur matur hefur áhrif á og eykur þroska, vellíðan, námsárangur og einbeitingu.“ D-vítamín er eina bætiefnið sem er hluti af fæðuráðleggingum Íslendinga og er það því eitt af því sem mikilvægt er að tryggja börnum óháð efnahag foreldra. Hvar eiga þá óheppnu börnin að fá D-vítamín? Höfundur er doktor í næringarfræði og starfar sem verkefnastjóri matarstefnu hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þá er veturinn formlega hafinn og honum fylgir skammdegið. Þá er lítið um sólarljós... ekki að það hafi verið rosalega mikið um sól í sumar heldur. Án sólarinnar myndast ekki D-vítamín í líkamanum okkar. Það er því afar mikilvægt að taka inn D-vítamín fæðubótarefni, því það er lítið um það í fæðunni. D-vítamín er eina fæðubótarefnið sem okkur Íslendingum er ráðlagt að taka reglulega, því önnur vítamín, stein- og snefilefni ættum við að geta fengið úr fjölbreyttu fæði. D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir kalkbúskap líkamans og þar af leiðandi mikilvægt fyrir beinmyndun. Fjöldi nýlegra rannsókna benda þó til þess að D-vítamín gegni fleiri mikilvægum hlutverkum í líkamanum, eins og til dæmis í ónæmiskerfinu. Dagleg neysla D-vítamíns virðist sem dæmi geta dregið úr sýkingum í öndunarfærum. Skortur á D-vítamíni hefur verið tengdur við auknar líkur á ýmsum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini og sykursýki I og II. Hvernig er það, tekur þú lýsi eða D-vítamín? Samkvæmt niðurstöðum nýjustu Landskönnunar á mataræði fullorðinna Íslendinga, tóku um 40% þátttakenda ekki D-vítamín. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því, eins og að kannski hafa sumir aldrei vanið sig á það, fólk áttar sig kannski ekki á mikilvægi þess, aðrir hafa takmarkað heilsulæsi eða hafa hreinlega ekki efni á því. Á endanum ákveður fullorðið fólk sjálft hvort það taki inn þetta mikilvæga fæðubótarefni. En hvað með börnin? Lítil börn eru sem betur fer heppin og fá lýsi eða D-vítamín hjá dagmömmum og í leikskólanum. En þegar þau komast á skólaaldur, geta aðstandendur ekki gert ráð fyrir að börnunum sé boðið upp á það lengur. Börn eru upp á aðra komin varðandi inntöku á D-vítamín bætiefni og því eru það væntanlega bara heppnu börnin sem fá D-vítamín. Ef foreldri eða ábyrgðaraðili hefur ekki tök á að bjóða barni upp á reglulega inntöku D-vítamíns, hefur barnið engin önnur úrræði til þess. Þar sem afar stórt hlutfall fullorðinna á Íslandi virðist ekki taka inn D-vítamín bætiefni, er líklegt að börnum viðkomandi sé ekki boðið upp á það heldur.Nýleg íslensk rannsókn kannaði D-vítamínstöðu barna í grunnskólum Reykjavíkur. Mælingar voru gerðar hjá úrtaki barna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Styrkur D-vítamíns í blóði var skilgreindur sem ófullnægjandi (<50 nmól/L) í 60% tilvika. Þessi börn gætu talist óheppin, því rannsóknir erlendis, þar sem meðalstyrkur D-vítamíns var þó hærri en hér, hafa bent til þess að með því að hækka styrk D-vítamíns megi draga úr tíðni ýmissa sjúkdóma og þannig minnka kostnað í heilbrigðiskerfinu. Í aðgerðaáætlun Lýðheilsustefnu ríkisins kemur fram að: „Mikilvægt er að öll börn fái næringarríka fæðu óháð efnahag foreldra. Hollur matur hefur áhrif á og eykur þroska, vellíðan, námsárangur og einbeitingu.“ D-vítamín er eina bætiefnið sem er hluti af fæðuráðleggingum Íslendinga og er það því eitt af því sem mikilvægt er að tryggja börnum óháð efnahag foreldra. Hvar eiga þá óheppnu börnin að fá D-vítamín? Höfundur er doktor í næringarfræði og starfar sem verkefnastjóri matarstefnu hjá Reykjavíkurborg.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun