„Virðingin sem að Snorri hefur fengið er bara ekki næg“ Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 12:31 Snorri Steinn Guðjónsson og aðstoðarmaður hans, Óskar Bjarni Óskarsson, hafa gert stórkostlega hluti á Hlíðarenda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson dásamaði Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara meistara Vals, eftir að liðið vann Ferencváros í fyrsta leik í Evrópudeildinni. Arnar Daði og Theodór Ingi Pálmason fóru yfir málin með Stefáni Árna Pálssyni eftir leik, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hrósuðu Snorra Steini sérstaklega, ekki bara fyrir sigurinn frækna í gærkvöld heldur vegna þess frábæra liðs sem hann hefur mótað. „Þetta er allt annað en við höfum séð í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór og bætti við: „Þessi hraði og ekki bara að spila svona hratt heldur að ráða við það og hvernig þeir útfæra það. Líka þessi agressívi varnarleikur. Það sem þeir gerðu er nákvæmlega sama taktík og þegar þeir rústuðu Íslandsmótinu í fyrra. Það að fara hérna á móti toppklassa evrópsku liði, og pakka því saman, er risastórt fyrir Snorra Stein líka.“ Umræðuna um Snorra eftir leik má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Daði lofaði Snorra Stein í hástert Arnar Daði sagði fólk einfaldlega þurfa að fara að átta sig betur á því hvað Snorri Steinn væri búinn að afreka á Hlíðarenda, eftir að hann sneri heim sumarið 2017: „Hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta“ „Virðingin sem að Snorri Steinn hefur fengið undanfarnar vikur, mánuði og jafnvel árið hún er bara ekki næg. Fólkið sem fylgist með þessu, íþróttafréttamenn, það verður bara að viðurkenna það. Þetta sem hann er búinn að búa til er nákvæmlega sama lið ár, eftir ár, eftir ár. Það er ekkert eðlilega erfitt að halda standardinum svona háum, ár eftir ár. Hafa fókusinn, viljann, trúna og geðveikina í að vinna hvern einasta titil sem er í boði. Horfið bara á körfuboltann, fótboltann og handboltann síðustu tíu ár. Það er alltaf eitthvað lið sem að vinnur kannski tvo titla en sofnar svo á verðinum. Valur er búinn að vinna sjö titla í röð, standa sig fáránlega vel í Áskorendakeppni Evrópu og eru nú komnir á næststærsta svið í Evrópu og byrja svona,“ sagði Arnar Daði og hélt áfram: „Þetta snýst ekki bara um þennan sigur. Liðið sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, er fáránlegt. Þetta er einn besti þjálfari á landinu, ekki bara í handbolta. Þið verðið að gúggla þetta og skoða tölfræðina. Það sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, bara meikar ekki sens. Það má ekki gleyma því að hann tók við Val og það gekk ekki neitt fyrstu árin. Þetta tók bara sinn tíma. Hann trúði á það sem hann ætlaði að gera og hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta,“ sagði Arnar Daði. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni í vetur eru sýndir á Stöð 2 Sport. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Arnar Daði og Theodór Ingi Pálmason fóru yfir málin með Stefáni Árna Pálssyni eftir leik, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þeir hrósuðu Snorra Steini sérstaklega, ekki bara fyrir sigurinn frækna í gærkvöld heldur vegna þess frábæra liðs sem hann hefur mótað. „Þetta er allt annað en við höfum séð í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór og bætti við: „Þessi hraði og ekki bara að spila svona hratt heldur að ráða við það og hvernig þeir útfæra það. Líka þessi agressívi varnarleikur. Það sem þeir gerðu er nákvæmlega sama taktík og þegar þeir rústuðu Íslandsmótinu í fyrra. Það að fara hérna á móti toppklassa evrópsku liði, og pakka því saman, er risastórt fyrir Snorra Stein líka.“ Umræðuna um Snorra eftir leik má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar Daði lofaði Snorra Stein í hástert Arnar Daði sagði fólk einfaldlega þurfa að fara að átta sig betur á því hvað Snorri Steinn væri búinn að afreka á Hlíðarenda, eftir að hann sneri heim sumarið 2017: „Hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta“ „Virðingin sem að Snorri Steinn hefur fengið undanfarnar vikur, mánuði og jafnvel árið hún er bara ekki næg. Fólkið sem fylgist með þessu, íþróttafréttamenn, það verður bara að viðurkenna það. Þetta sem hann er búinn að búa til er nákvæmlega sama lið ár, eftir ár, eftir ár. Það er ekkert eðlilega erfitt að halda standardinum svona háum, ár eftir ár. Hafa fókusinn, viljann, trúna og geðveikina í að vinna hvern einasta titil sem er í boði. Horfið bara á körfuboltann, fótboltann og handboltann síðustu tíu ár. Það er alltaf eitthvað lið sem að vinnur kannski tvo titla en sofnar svo á verðinum. Valur er búinn að vinna sjö titla í röð, standa sig fáránlega vel í Áskorendakeppni Evrópu og eru nú komnir á næststærsta svið í Evrópu og byrja svona,“ sagði Arnar Daði og hélt áfram: „Þetta snýst ekki bara um þennan sigur. Liðið sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, er fáránlegt. Þetta er einn besti þjálfari á landinu, ekki bara í handbolta. Þið verðið að gúggla þetta og skoða tölfræðina. Það sem hann er búinn að búa til, upp á sitt einsdæmi, bara meikar ekki sens. Það má ekki gleyma því að hann tók við Val og það gekk ekki neitt fyrstu árin. Þetta tók bara sinn tíma. Hann trúði á það sem hann ætlaði að gera og hann er að gjörbreyta íslenskum handbolta,“ sagði Arnar Daði. Allir leikir Vals í Evrópudeildinni í vetur eru sýndir á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira