FME gerir lægri eiginfjárkröfu til Kviku en hinna bankanna
![Marinó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku.](https://www.visir.is/i/990A9D90089D11F3B830048836EC14453ACD29AC71B1463EE6DF3A6194428C62_713x0.jpg)
Heildareiginfjárkrafa sem fjármálaeftirlit Seðlabankans gerir til Kviku verður nokkru lægri en krafan á stóru viðskiptabankana þrjá ef fram fer sem horfir. Munurinn liggur einkum í því að stóru viðskiptabankarnir þrír fá tveggja prósentustiga auka álag vegna þess að þeir eru taldir kerfislega mikilvægir. Kvika hækkaði verulega á hlutabréfamarkaði eftir tíðindin.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/1035C6468BCA991CD89CCD699984D9E6D82733AF8BDFE3D0F9C69DF651A5AA01_308x200.jpg)
Kvika fær fjórðung af markaðinum fyrir hverfandi litla greiðslu
Kvika banki greiðir hverfandi litla upphæð fyrir safn viðskiptasamninga, sem saman mynda um 25 prósenta hlutdeild á markaðinum fyrir færsluhirðingu hér á landi. Þetta má lesa úr tilkynningum Kviku og Samkeppniseftirlitsins sem voru sendar út í gær í tengslum við samþykki eftirlitsins á kaupum Rapyd á Valitor, dótturfélagi Arion banka.
![](https://www.visir.is/i/953092D6A8B3193B56336E2C9AA389ABC60C95DC7E461E64F19D3279C4E3A4C1_308x200.jpg)
Gengi bréfa Marels og Kviku hríðfellur eftir afkomuviðvaranir
Gengi hlutabréfa Marels og Kviku banka hefur lækkað mikið í verði í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun eftir að félögin sendu frá sér neikvæða afkomuviðvörun seint í gærkvöldi. Hagnaður félaganna á öðrum ársfjórðungi verður mun lægri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir vegna erfiðra markaðstæðna.
![](https://www.visir.is/i/CE0C52BF9D6537AA197C4AFF4CC2CDA485D0AFF0638753B9F8E10B04581D4469_308x200.jpg)
Kvika fær sömu einkunn og stóru bankarnir í fyrsta lánshæfismatinu
Forstjóri Kviku segir að ný lánshæfiseinkunn sem bankinn hefur fengið frá Moody´s muni gegna stóru hlutverki í að lækka fjármagnskostnað félagsins.