Landsbankinn hagnast um 11,3 milljarða á árinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2022 12:51 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hagnaðist um 11,3 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins, þar af um 5,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem segir að hreinar þjónustutekjur bankans hafi aukist um 14,4 prósent á milli ára. Skýrist það af vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum að því er segir í tilkynningunni. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6 prósent og var 8,5 prósent á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu. Þar segir einnig að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 17,6 prósent, aðallega vegna stærra útlánasafns og hærra vaxtastigs. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 námu hreinar vaxtatekjur 33,6 milljörðum króna samanborið við 28,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður, sem er 17,6% hækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 7,9 milljörðum króna samanborið við 6,9 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 3,8 milljarða króna en voru jákvæðar um 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið 2021, segir í tilkynningunni. Heildareignir bankans jukust um 41,3 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.771 milljarði króna þann 30. september 2022. Útlán jukust um 108,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2022. Í lok september 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 968,0 milljarðar króna, samanborið við 900,1 milljarð króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 67,9 milljarða króna. „Þjónustutekjur bankans hafa vaxið umfram áætlanir, aðallega vegna meiri umsvifa og aukinnar markaðshlutdeildar, og vaxtatekjur bankans af stærra útlánasafni eru góðar. Um leið fer kostnaður lækkandi og hefur rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildartekjum aldrei verið lægri. Áfram leiða neikvæð áhrif vegna gengislækkunar á óskráðum hlutabréfum til þess að arðsemin á árinu er lægri en við stefnum að. Að þeim sveiflulið frátöldum er uppgjör bankans mjög gott og staða bankans sterk á öllum sviðum, er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans í tilkyningunni. Íslenskir bankar Neytendur Landsbankinn Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum þar sem segir að hreinar þjónustutekjur bankans hafi aukist um 14,4 prósent á milli ára. Skýrist það af vaxandi umsvifa í eignastýringu og markaðsviðskiptum að því er segir í tilkynningunni. Arðsemi eiginfjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,6 prósent og var 8,5 prósent á þriðja ársfjórðungi. Lækkun á gangvirði hlutabréfaeignar bankans hefur dregið úr arðsemi á árinu. Þar segir einnig að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 17,6 prósent, aðallega vegna stærra útlánasafns og hærra vaxtastigs. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 námu hreinar vaxtatekjur 33,6 milljörðum króna samanborið við 28,6 milljarða króna á sama tímabili árið áður, sem er 17,6% hækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 7,9 milljörðum króna samanborið við 6,9 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru neikvæðar um 3,8 milljarða króna en voru jákvæðar um 10,2 milljarða króna á sama tímabili árið 2021, segir í tilkynningunni. Heildareignir bankans jukust um 41,3 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.771 milljarði króna þann 30. september 2022. Útlán jukust um 108,9 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2022. Í lok september 2022 voru innlán frá viðskiptavinum 968,0 milljarðar króna, samanborið við 900,1 milljarð króna í árslok 2021, og höfðu því aukist um 67,9 milljarða króna. „Þjónustutekjur bankans hafa vaxið umfram áætlanir, aðallega vegna meiri umsvifa og aukinnar markaðshlutdeildar, og vaxtatekjur bankans af stærra útlánasafni eru góðar. Um leið fer kostnaður lækkandi og hefur rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildartekjum aldrei verið lægri. Áfram leiða neikvæð áhrif vegna gengislækkunar á óskráðum hlutabréfum til þess að arðsemin á árinu er lægri en við stefnum að. Að þeim sveiflulið frátöldum er uppgjör bankans mjög gott og staða bankans sterk á öllum sviðum, er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans í tilkyningunni.
Íslenskir bankar Neytendur Landsbankinn Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira