Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, formaður Eddu, kynnti nýja stjórn og það sem framundan er á starfsárinu. Félagið var endurvakið þann 19. September síðastliðinn eftir að hafa legið í dvala um nokkurra ára skeið.

Bleikur október var þema viðburðarins og hélt Halla Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagins erindi og minnti konur á mikilvægi þess að fara í skimun gegn krabbameini.
Hvítvínskonan mætti og skálaði við konurnar og gaf þeim góð ráð hvernig skal slá í gegn sem áhrifavaldar.

Hér að neðan má sjá myndir frá viðburðinum:











