Jóhann Þór: Það verða gerðar breytingar á hópnum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2022 20:39 Jóhann Þór Ólafsson var ánægður með karakter Grindavíkurliðsins í kvöld og staðfesti að breytingar yrðu gerðar á leikmannahópi liðsins á næstunni. Vísir/Anton Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með stigin tvö sem hans menn náðu í gegn ÍR í kvöld. Hann sagði að breytingar á hópi liðsins væru framundan. „Varnarlega vorum við fínir lengst af. Þeir eru að vísu að hitta vel yfir 40% en við höldum þeim í 79 stigum. Svo lendum við í því líka að þeir setja einhver skot Randver ofan í, spjaldið ofan í og einhver svona mjög erfið skot. Fyrst og fremst er ég stoltur af mínu liði hvernig við þröngvuðum þetta í gegn,“ sagði Jóhann Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við tökum þessi tvö stig, frammistaðan allt í lagi. Sóknarlega erum við mjög stífir og þegar við fáum flæði og búum til góð skot þá hittum við ekki. Við settum stór skot undir restina þegar þess þurfti og þetta var flottur sigur.“ Í þriðja leikhluta náðu ÍR-ingar 11-0 áhlaupi og öll stemmning með þeim. Heimamenn virtust pirraðir en komu til baka fyrir lok fjórðungsins. „Mjög flottur karakter í þessu. Gaman að sjá líka að það voru fimm grindvískir strákar sem sneru þessu við og komu okkur aftur af stað. Flottur karakter og mikilvægur sigur.“ Tveir grískir leikmenn Grindavíkur léku lítil hlutverk í liðinu í kvöld. Gkay Skordilis lék í rúmar fimmtán mínútur og Evangelos Tzolos aðeins í tæpar fimm mínútur. Jóhann Þór sagði að breytinga væri að vænta á leikmannahópi Grindavíkur. „Það verða einhverjar breytingar, ég held að það sé í kortunum og svo sem löngu ákveðið. Það voru veikindi í vikunni og þar af leiðandi voru bara tíu til ellefu á æfingum þannig að ég komi hreint fram með það. Það verða gerðar breytingar á hópnum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. 27. október 2022 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
„Varnarlega vorum við fínir lengst af. Þeir eru að vísu að hitta vel yfir 40% en við höldum þeim í 79 stigum. Svo lendum við í því líka að þeir setja einhver skot Randver ofan í, spjaldið ofan í og einhver svona mjög erfið skot. Fyrst og fremst er ég stoltur af mínu liði hvernig við þröngvuðum þetta í gegn,“ sagði Jóhann Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Við tökum þessi tvö stig, frammistaðan allt í lagi. Sóknarlega erum við mjög stífir og þegar við fáum flæði og búum til góð skot þá hittum við ekki. Við settum stór skot undir restina þegar þess þurfti og þetta var flottur sigur.“ Í þriðja leikhluta náðu ÍR-ingar 11-0 áhlaupi og öll stemmning með þeim. Heimamenn virtust pirraðir en komu til baka fyrir lok fjórðungsins. „Mjög flottur karakter í þessu. Gaman að sjá líka að það voru fimm grindvískir strákar sem sneru þessu við og komu okkur aftur af stað. Flottur karakter og mikilvægur sigur.“ Tveir grískir leikmenn Grindavíkur léku lítil hlutverk í liðinu í kvöld. Gkay Skordilis lék í rúmar fimmtán mínútur og Evangelos Tzolos aðeins í tæpar fimm mínútur. Jóhann Þór sagði að breytinga væri að vænta á leikmannahópi Grindavíkur. „Það verða einhverjar breytingar, ég held að það sé í kortunum og svo sem löngu ákveðið. Það voru veikindi í vikunni og þar af leiðandi voru bara tíu til ellefu á æfingum þannig að ég komi hreint fram með það. Það verða gerðar breytingar á hópnum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. 27. október 2022 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 84-79 | Læti í Grindavík þegar heimamenn náðu í annan sigur tímabilsins Grindvíkingar unnu sinn annan sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu ÍR-inga í hörkuleik suður með sjó í Subway-deildinni kvöld. Lokatölur 84-79 í leik þar sem þjálfari og einn leikmaður ÍR voru reknir út úr húsi. 27. október 2022 21:10
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum