Stelpurnar hans Þóris „étnar lifandi“ Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2022 08:01 Þórir Hergeirsson og norska liðið eru ríkjandi heims- og Evrópumeistarar en steinlágu gegn Hollandi í gær. Nora Mörk átti þó góðan leik. EPA/Domenech Castello Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, mátti þola sitt stærsta tap í 249 leikjum þegar liðið steinlá gegn Hollandi í vináttulandsleik í gær, 33-24. Meira en ellefu ár eru síðan liðið tapaði með svo miklum mun. „Þær eru búnar að ráðast á og leika sér að Noregi,“ sagði Bent Svele, sérfræðingur TV 2, í beinni útsendingu frá leiknum. „Það er verið að éta okkur lifandi,“ bætti lýsandinn Harald Bredeli við þegar Noregur var lentur tíu mörkum undir í seinni hálfleik. „Það var gott að fá þessa vekjaraklukku,“ sagði Þórir eftir leikinn. Noregur er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst hjá liðinu eftir slétta viku og á Noregur titil að verja eftir gullverðlaunin 2020. Tapið í gær gaf þó ekki góð fyrirheit en Holland skoraði 18 mörk í fyrri hálfleiknum og var vörn og markvarsla norska liðsins hreinlega í molum. Í miðja norsku vörnina vantaði parið sem lék þar þegar liðið varð heimsmeistari í fyrra. Kari Brattset Dale er ólétt og Maren Aardahl gat ekki verið með í gær vegna vöðvameiðsla. „Spiluðum illa í öllum þáttum leiksins“ Það jákvæða fyrir Þóri er kannski helst að Nora Mörk var frábær í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og virðist komin á fulla ferð eftir vöðvameiðsli í haust. „Við spiluðum einfaldlega illa í öllum þáttum leiksins,“ sagði Mörk við TV 2 en hún fylgdist með seinni hálfleik af bekknum. Hún segist ekki áhyggjufull fyrir EM þrátt fyrir tapið. „En við eigum að sýna betri frammistöðu.“ Noregur mætir Danmörku á morgun og Brasilíu á sunnudag, í síðustu leikjum sínum fyrir EM. Noregur spilar svo við Króatíu næsta föstudag í fyrsta leik á EM, og er einnig í riðli með Sviss og Ungverjalandi. Í milliriðli bíða svo þrjú af þessum liðum: Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía og Serbía. Tvö lið komast svo áfram í undanúrslit. Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira
„Þær eru búnar að ráðast á og leika sér að Noregi,“ sagði Bent Svele, sérfræðingur TV 2, í beinni útsendingu frá leiknum. „Það er verið að éta okkur lifandi,“ bætti lýsandinn Harald Bredeli við þegar Noregur var lentur tíu mörkum undir í seinni hálfleik. „Það var gott að fá þessa vekjaraklukku,“ sagði Þórir eftir leikinn. Noregur er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem hefst hjá liðinu eftir slétta viku og á Noregur titil að verja eftir gullverðlaunin 2020. Tapið í gær gaf þó ekki góð fyrirheit en Holland skoraði 18 mörk í fyrri hálfleiknum og var vörn og markvarsla norska liðsins hreinlega í molum. Í miðja norsku vörnina vantaði parið sem lék þar þegar liðið varð heimsmeistari í fyrra. Kari Brattset Dale er ólétt og Maren Aardahl gat ekki verið með í gær vegna vöðvameiðsla. „Spiluðum illa í öllum þáttum leiksins“ Það jákvæða fyrir Þóri er kannski helst að Nora Mörk var frábær í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og virðist komin á fulla ferð eftir vöðvameiðsli í haust. „Við spiluðum einfaldlega illa í öllum þáttum leiksins,“ sagði Mörk við TV 2 en hún fylgdist með seinni hálfleik af bekknum. Hún segist ekki áhyggjufull fyrir EM þrátt fyrir tapið. „En við eigum að sýna betri frammistöðu.“ Noregur mætir Danmörku á morgun og Brasilíu á sunnudag, í síðustu leikjum sínum fyrir EM. Noregur spilar svo við Króatíu næsta föstudag í fyrsta leik á EM, og er einnig í riðli með Sviss og Ungverjalandi. Í milliriðli bíða svo þrjú af þessum liðum: Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía og Serbía. Tvö lið komast svo áfram í undanúrslit.
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira