Marí með barn sitt í kerru þegar hann var stunginn Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2022 09:01 Pablo Marí er á sjúkrahúsi en ekki í lífshættu. Getty/Nicolo Campo Knattspyrnumaðurinn Pablo Marí gengst undir aðgerð í dag eftir að maður stakk hann með hnífi í verslunarmiðstöð á Ítalíu í gær, þar sem einn maður lést og fleiri særðust. Marí er leikmaður Arsenal en að láni hjá Monza hjá Ítalíu í vetur. Þessi 29 ára gamli varnarmaður var í verslunarferð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, með konu sinni og syni sem sat í kerru, þegar 46 ára gamall maður réðist aftan að Marí og stakk hann með hnífi. Marí var stunginn í bakið en er ekki lífshættulega slasaður. Hann mun þó gangast undir aðgerð samkvæmt Sky Sports til að fyrirbyggja varanleg meiðsli. Adriano Galliani, framkvæmdastjóri Monza, segir það hafa bjargað lífi Marí hve hávaxinn hann sé. „Í dag var ég heppinn en ég sá manneskju deyja fyrir framan mig,“ sagði Marí sem sá þegar árásarmaðurinn stakk aðra manneskju í hálsinn. Alls réðist maðurinn á sex manneskjur. Our thoughts are with Pablo Mari and the other victims of today's dreadful incident in Italy.We have been in contact with Pablo s agent who has told us he s in hospital and is not seriously hurt.— Arsenal (@Arsenal) October 27, 2022 Arsenal sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld vegna málsins: „Við erum öll í áfalli yfir sorgarfréttunum um hnífaárás á Ítalíu, sem varð til þess að hópur fólks endaði á sjúkrahúsi og þar á meðal miðvörðurinn okkar sem er að láni, Pablo Marí. Við höfum rætt við umboðsmann Pablos sem sagði okkur að hann væri á sjúkrahúsi og ekki alvarlega meiddur. Hugur okkar er hjá Pablo og öðrum fórnarlömbum þessa sorglega atburðar.“ Ítalski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Einn látinn og leikmaður Arsenal meðal særðra eftir hnífaárás í verslunarmiðstöð Pablo Marí, leikmaður Arsenal sem nú er á láni hjá ítalska félaginu Monza, var stunginn þegar maður gekk berserksgang í verslunarmiðstöð á Ítalíu fyrr í kvöld. Leikmaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en í það minnsta einn er látinn eftir árásina. 27. október 2022 19:43 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Marí er leikmaður Arsenal en að láni hjá Monza hjá Ítalíu í vetur. Þessi 29 ára gamli varnarmaður var í verslunarferð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, með konu sinni og syni sem sat í kerru, þegar 46 ára gamall maður réðist aftan að Marí og stakk hann með hnífi. Marí var stunginn í bakið en er ekki lífshættulega slasaður. Hann mun þó gangast undir aðgerð samkvæmt Sky Sports til að fyrirbyggja varanleg meiðsli. Adriano Galliani, framkvæmdastjóri Monza, segir það hafa bjargað lífi Marí hve hávaxinn hann sé. „Í dag var ég heppinn en ég sá manneskju deyja fyrir framan mig,“ sagði Marí sem sá þegar árásarmaðurinn stakk aðra manneskju í hálsinn. Alls réðist maðurinn á sex manneskjur. Our thoughts are with Pablo Mari and the other victims of today's dreadful incident in Italy.We have been in contact with Pablo s agent who has told us he s in hospital and is not seriously hurt.— Arsenal (@Arsenal) October 27, 2022 Arsenal sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld vegna málsins: „Við erum öll í áfalli yfir sorgarfréttunum um hnífaárás á Ítalíu, sem varð til þess að hópur fólks endaði á sjúkrahúsi og þar á meðal miðvörðurinn okkar sem er að láni, Pablo Marí. Við höfum rætt við umboðsmann Pablos sem sagði okkur að hann væri á sjúkrahúsi og ekki alvarlega meiddur. Hugur okkar er hjá Pablo og öðrum fórnarlömbum þessa sorglega atburðar.“
Ítalski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Einn látinn og leikmaður Arsenal meðal særðra eftir hnífaárás í verslunarmiðstöð Pablo Marí, leikmaður Arsenal sem nú er á láni hjá ítalska félaginu Monza, var stunginn þegar maður gekk berserksgang í verslunarmiðstöð á Ítalíu fyrr í kvöld. Leikmaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en í það minnsta einn er látinn eftir árásina. 27. október 2022 19:43 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Einn látinn og leikmaður Arsenal meðal særðra eftir hnífaárás í verslunarmiðstöð Pablo Marí, leikmaður Arsenal sem nú er á láni hjá ítalska félaginu Monza, var stunginn þegar maður gekk berserksgang í verslunarmiðstöð á Ítalíu fyrr í kvöld. Leikmaðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en í það minnsta einn er látinn eftir árásina. 27. október 2022 19:43