Neanderdalsfjölskylda finnst í fyrsta sinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. október 2022 14:00 Þrettán Neanderdalsmenn fundust í Síberíu. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Mike Kemp Vísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjölskyldu Neanderdalsmanna á einum og sama staðnum. Uppgötvunin veitir meiri upplýsingar en nokkru sinni fyrr um samfélag þessa nána ættingja nútímamannsins. Feðgin og frændsystkin þeirra fundust í sama hellinum Á meðal þeirra 13 Neanderdalsmanna sem fundust í tveimur hellum í sunnanverðri Síberíu voru faðir og unglingsdóttir hans og tveir ættingjar feðginanna, barn og fullorðin kona. Greint er frá fundinum og niðurstöðum dna-rannsókna á fólkinu í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Nature. Teymi vísindamanna undir forystu Svante Pääbo, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, rannsakaði genamengi þessara 13 Neanderdalsmanna og bar þau saman við aðra 18 Neanderdalsmenn sem fundist hafa hér og þar í gegnum tíðina. Voru flest uppi á sama tíma Niðurstöðurnar sýna að 13-menningarnir voru margir uppi á svipuðum tíma sem gerir fundinn enn merkilegri en ella og gefur betri mynd af samfélagi Neanderdalsmanna en áður hefur verið til. Vísindamennirnir segja þetta tímamótafund, þetta sé í fyrsta sinn sem segja má að náðst hafi fjölskyldumynd af Neanderdalsmönnum. Samfélög Neanderdalsmanna voru afar fámenn Rannsóknirnar benda til þess að samfélög Neanderdalsmanna hafi verið óvenju fámenn, rétt um 10 til 30 einstaklingar. Það hefur líklega leitt til mikillar skyldleikaræktunar sem hefur átt sinn þátt í að Neanderdalsmaðurinn dó út fyrir um 40.000 árum, en talið er að þessar leifar séu um 54.000 ára gamlar. Rannsóknin sýnir að erfðamengi hvatbera sem berst frá móður til barns var mun fjölbreyttara en Y-litningurinn sem feður gefa. Þetta staðfestir að í Neanderdalssamfélögum yfirgáfu konur fjölskyldur sínar til að fara og búa með öðrum hópum og eignast börn, en karlarnir héldu kyrru fyrir. Þannig virðist sem forfeður, eða í öllu falli formæður okkar, hafi með einhverjum hætti vitað að það væri nauðsynlegt, til að viðhalda kynstofninum og draga úr skyldleikaræktun. Vonast til að finna fleiri ættingja Auk þess fundust í hellunum dýrabein og þúsundir steinverkfæra. Einungis er búið að rannsaka um þriðjung þessa hellasvæðis, og því eru menn vongóðir um að enn fleiri Neanderdalsmenn finnist á næstunni, hugsanlega jafnvel móðir unglingsstúlkunnar sem fannst þarna ásamt föður sínum. Fornminjar Vísindi Rússland Tengdar fréttir Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Feðgin og frændsystkin þeirra fundust í sama hellinum Á meðal þeirra 13 Neanderdalsmanna sem fundust í tveimur hellum í sunnanverðri Síberíu voru faðir og unglingsdóttir hans og tveir ættingjar feðginanna, barn og fullorðin kona. Greint er frá fundinum og niðurstöðum dna-rannsókna á fólkinu í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Nature. Teymi vísindamanna undir forystu Svante Pääbo, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, rannsakaði genamengi þessara 13 Neanderdalsmanna og bar þau saman við aðra 18 Neanderdalsmenn sem fundist hafa hér og þar í gegnum tíðina. Voru flest uppi á sama tíma Niðurstöðurnar sýna að 13-menningarnir voru margir uppi á svipuðum tíma sem gerir fundinn enn merkilegri en ella og gefur betri mynd af samfélagi Neanderdalsmanna en áður hefur verið til. Vísindamennirnir segja þetta tímamótafund, þetta sé í fyrsta sinn sem segja má að náðst hafi fjölskyldumynd af Neanderdalsmönnum. Samfélög Neanderdalsmanna voru afar fámenn Rannsóknirnar benda til þess að samfélög Neanderdalsmanna hafi verið óvenju fámenn, rétt um 10 til 30 einstaklingar. Það hefur líklega leitt til mikillar skyldleikaræktunar sem hefur átt sinn þátt í að Neanderdalsmaðurinn dó út fyrir um 40.000 árum, en talið er að þessar leifar séu um 54.000 ára gamlar. Rannsóknin sýnir að erfðamengi hvatbera sem berst frá móður til barns var mun fjölbreyttara en Y-litningurinn sem feður gefa. Þetta staðfestir að í Neanderdalssamfélögum yfirgáfu konur fjölskyldur sínar til að fara og búa með öðrum hópum og eignast börn, en karlarnir héldu kyrru fyrir. Þannig virðist sem forfeður, eða í öllu falli formæður okkar, hafi með einhverjum hætti vitað að það væri nauðsynlegt, til að viðhalda kynstofninum og draga úr skyldleikaræktun. Vonast til að finna fleiri ættingja Auk þess fundust í hellunum dýrabein og þúsundir steinverkfæra. Einungis er búið að rannsaka um þriðjung þessa hellasvæðis, og því eru menn vongóðir um að enn fleiri Neanderdalsmenn finnist á næstunni, hugsanlega jafnvel móðir unglingsstúlkunnar sem fannst þarna ásamt föður sínum.
Fornminjar Vísindi Rússland Tengdar fréttir Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38 Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Hlýtur Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á genamengi útdauðra manntegunda Sænski erfðafræðingurinn Svante Pääbo hlýtur Nóbelsverðlaunin í lífefnafræði og læknisfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á erfðamengi útdauðra manntegunda og þróun mannsins. 3. október 2022 09:38
Gátu rakið um tvö prósent af erfðamengi hvers Íslendings til Neanderdalsmanna Ekki bera allir sömu búta erfðamengis hinnar fornu manntegundar. 22. apríl 2020 17:34