„Við erum að stækka sem félag“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 29. október 2022 16:15 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA er gríðarlega sáttur við tímabil sinna manna. Vísir „Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning. Við erum gríðarlega ánægðir og stoltir í dag,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA ánægður eftir 2-0 sigur á Valsmönnum á KA vellinum í dag. Sigurinn gulltryggði KA annað sæti deildarinnar. „Við unnum gott lið í dag. Það breytist mikið við rauða spjaldið, þar klúðrum við í raun færi en hann ver boltann með hendinni og þar með rautt spjald. Við það breytist leikurinn og við sigldum þessu heim, allt KA fólk í bænum er gríðarlega ánægt með annað sætið.“ KA byrjaði leikinn passíft og voru Valsmenn sterkari til að byrja með. „Það var ekki viljandi. Valur er bara mjög gott lið og héldu boltanum vel, við vorum ekki nógu grimmir á móti þeim og þeir náðu að sækja á okkur. Mér finnst við búnir að vera passífir í síðustu leikjum, það er búið að vera að plaga liðið þó án þess að lið séu að ná að skapa sér mikið á móti okkur.“ Það var fagnað vel eftir leik og tóku leikmenn meðal annars lagið Angels með stuðningsfólki eftir leik. „Þetta er lag sem við tökum alltaf saman inn í klefa, leyfum krökkum að koma inn og syngja með okkur og við ákváðum að taka þetta saman með okkar fólki þar sem þetta var síðasti leikurinn og þetta fólk er búið að styðja okkur í allt sumar. Það er mikið búið að vera að gerast á KA svæðinu, það var verið að byggja stúku fyrir okkur og mikið að sjálfboðaliðum búið að aðstoða við það og okkur langar að gefa til baka.“ KA endar fimm stigum fyrir ofan Víking Reykjavík. „Það var markmiðið eftir að ég tók við að enda fyrir ofan Víking Reykjavík og ná þessu öðru sæti og það tókst. Fólk getur kannski farið að átta sig á því að það eru fleiri lið en Víkingur og Breiðablik í þessari deild, tvö frábær lið en við erum búnir að standa okkur gríðarlega vel. Allt frá því að við byrjuðum sumarið þegar Arnar Grétarsson var hér og svo tók ég við. Teymið og allt í kringum þetta er búið að vera frábært, allir að leggja hönd á plóg. Við erum að stækka sem félag, við erum að fara fá ennþá betri aðstöðu og ætlum okkur bara meiri hluti á næsta tímabili.“ KA var fyrir mótið spáð neðarlega eða í 7, 8 og 9 sæti af miðlum. „Við erum mun sterkari en það, við erum búnir að vera að vinna í ákveðnum atriðum núna í tvö ár og erum bara komnir lengra. Við töldum okkur fyrir tímabilið vera sterkari en það og við vissum að við ættum möguleika á að vera ofarlega en það þýðir ekkert endilega að það takist alltaf en það tókst hjá okkur og mér finnst við eiga það fullkomlega skilið. Ég er gríðarlega ánægður og stoltur af strákunum.“ Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði með KA lengst af móti og endaði með 17 mörk og þar með varð hann markakóngur þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðustu leikina af mótinu, ásamt því hafa margir leikmenn verið að stíga upp hjá KA. „Það er alltaf þannig að þegar lið eru góð að þá eru alltaf einhverjir sem skína aðeins meira og Nökkvi stóð sig ótrúlega vel í sumar. Við seljum hann fyrir úrslitakeppnina en samt höldum við dampi. Við missum tvo stráka í meiðsli út tímabilið á móti Breiðablik en samt höldum við áfram, við fengum enga leikmenn inn en okkar strákar stóðu sig ótrúlega vel. Það sýnir bara hvað KA hjartað er sterkt í þessum hóp.“ KA Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira
„Við unnum gott lið í dag. Það breytist mikið við rauða spjaldið, þar klúðrum við í raun færi en hann ver boltann með hendinni og þar með rautt spjald. Við það breytist leikurinn og við sigldum þessu heim, allt KA fólk í bænum er gríðarlega ánægt með annað sætið.“ KA byrjaði leikinn passíft og voru Valsmenn sterkari til að byrja með. „Það var ekki viljandi. Valur er bara mjög gott lið og héldu boltanum vel, við vorum ekki nógu grimmir á móti þeim og þeir náðu að sækja á okkur. Mér finnst við búnir að vera passífir í síðustu leikjum, það er búið að vera að plaga liðið þó án þess að lið séu að ná að skapa sér mikið á móti okkur.“ Það var fagnað vel eftir leik og tóku leikmenn meðal annars lagið Angels með stuðningsfólki eftir leik. „Þetta er lag sem við tökum alltaf saman inn í klefa, leyfum krökkum að koma inn og syngja með okkur og við ákváðum að taka þetta saman með okkar fólki þar sem þetta var síðasti leikurinn og þetta fólk er búið að styðja okkur í allt sumar. Það er mikið búið að vera að gerast á KA svæðinu, það var verið að byggja stúku fyrir okkur og mikið að sjálfboðaliðum búið að aðstoða við það og okkur langar að gefa til baka.“ KA endar fimm stigum fyrir ofan Víking Reykjavík. „Það var markmiðið eftir að ég tók við að enda fyrir ofan Víking Reykjavík og ná þessu öðru sæti og það tókst. Fólk getur kannski farið að átta sig á því að það eru fleiri lið en Víkingur og Breiðablik í þessari deild, tvö frábær lið en við erum búnir að standa okkur gríðarlega vel. Allt frá því að við byrjuðum sumarið þegar Arnar Grétarsson var hér og svo tók ég við. Teymið og allt í kringum þetta er búið að vera frábært, allir að leggja hönd á plóg. Við erum að stækka sem félag, við erum að fara fá ennþá betri aðstöðu og ætlum okkur bara meiri hluti á næsta tímabili.“ KA var fyrir mótið spáð neðarlega eða í 7, 8 og 9 sæti af miðlum. „Við erum mun sterkari en það, við erum búnir að vera að vinna í ákveðnum atriðum núna í tvö ár og erum bara komnir lengra. Við töldum okkur fyrir tímabilið vera sterkari en það og við vissum að við ættum möguleika á að vera ofarlega en það þýðir ekkert endilega að það takist alltaf en það tókst hjá okkur og mér finnst við eiga það fullkomlega skilið. Ég er gríðarlega ánægður og stoltur af strákunum.“ Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði með KA lengst af móti og endaði með 17 mörk og þar með varð hann markakóngur þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðustu leikina af mótinu, ásamt því hafa margir leikmenn verið að stíga upp hjá KA. „Það er alltaf þannig að þegar lið eru góð að þá eru alltaf einhverjir sem skína aðeins meira og Nökkvi stóð sig ótrúlega vel í sumar. Við seljum hann fyrir úrslitakeppnina en samt höldum við dampi. Við missum tvo stráka í meiðsli út tímabilið á móti Breiðablik en samt höldum við áfram, við fengum enga leikmenn inn en okkar strákar stóðu sig ótrúlega vel. Það sýnir bara hvað KA hjartað er sterkt í þessum hóp.“
KA Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira