Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 23:00 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. Guðlaugur boðaði til fundar í Valhöll í dag, þar sem hann tilkynnti formlega að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis formanns flokksins á landsfundi sem fer fram næstu helgi. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ljóst að Guðlaugur telji sig eiga mikla möguleika á að bera sigur úr býtum í formannsslagnum. Það sé ekki alltaf svo þegar fólk bjóði sig fram til forystu innan stjórnmálaflokka. „Mér fyndist ólíklegt að þetta væri táknrænt framboð, bara vegna þess eins að Guðlaugur Þór er búinn að vera svo lengi í pólitík. Þetta er ekki eins og sum framboð sem maður hefur séð, þar sem fólk er að reyna að vekja athygli á sér. Guðlaugur Þór þarf þess ekki,“ segir Eva. Lesa megi í orð Bjarna á fleiri en einn veg Bjarni Benediktsson hefur þá gefið það út að tapi hann formannsslagnum þýði það að hans tíma í pólitík verði lokið. Eva segir tvær leiðir helstar til að lesa í þau orð: „Ég held að það sé hægt að lesa í það með tvennum hætti. Ef hann tapar fyrir Guðlaugi þá gæti verið eðlileg krafa að nýr formaður tæki við forystuhlutverki innan ríkisstjórnarsamstarfsins,“ segir Eva, en bendir þó á að breytingar þar á geti verið gerðar í áföngum. „Það er líka hægt að skilja þetta með þeim hætti að hann sé að vekja athygli á því að mögulega sé ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi ef skipt verður um formann. Það er ekkert víst, og fer bara eftir því hvernig fólk myndi bregðast við því, innan hinna flokkanna,“ segir Eva. Sá fyrirvari geti þó annað hvort verið taktískur í aðdraganda formannskjörsins, eða það sé hreinlega rétt hjá Bjarna að breytingar í forystu flokksins myndu setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Eva bendir á að þegar ríkisstjórnarflokkar stokki upp í forystu sinni geri þeir það alla jafna nær kosningum en nú er raunin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagðist Bjarni hafa greint frá þessu til þess að deila því með fólki að hann væri tilbúinn að leggja allt undir í formannsslagnum. Ekki ávísun á stökk í fylgi Guðlaugur hefur talað fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að snúa vörn í sókn, eftir að hafa unnið „varnarsigra“ í kosningum upp á síðkastið. Flokkurinn þurfi að höfða til fleira fólks og auka við fylgi sitt. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn. Hann á alltaf að vera langstærsti flokkurinn,“ sagði Guðlaugur fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll fyrr í dag. Eva segir þó ekki sennilegt að uppstokkun á forystu flokksins ein og sér muni auka fylgi hans til muna, þó ný forysta geti aflað flokkinum einhvers aukins stuðnings. Breytingar sem hafi orðið á flokkakerfinu á síðustu árum, þá einkum fjölgun flokka á þingi, geri það hins vegar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá samskonar fylgi og fyrir efnahagshrunið 2008. „Það má skilja það á Guðlaugi að Sjálfstæðisflokkur með um það bil fjórðungs fylgi þurfi ekki að vera óbreytt til framtíðar, og að afla þurfi meira fylgis. En ég myndi, sem stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um flokkakerfið, segja: Við búum við breytt kerfi, og það er ekkert sem mun breytast á einni nóttu. Ég sé ekki að það verði nein umbylting á stöðu flokksins eins og hún er í dag,“ segir Eva. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Guðlaugur boðaði til fundar í Valhöll í dag, þar sem hann tilkynnti formlega að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis formanns flokksins á landsfundi sem fer fram næstu helgi. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ljóst að Guðlaugur telji sig eiga mikla möguleika á að bera sigur úr býtum í formannsslagnum. Það sé ekki alltaf svo þegar fólk bjóði sig fram til forystu innan stjórnmálaflokka. „Mér fyndist ólíklegt að þetta væri táknrænt framboð, bara vegna þess eins að Guðlaugur Þór er búinn að vera svo lengi í pólitík. Þetta er ekki eins og sum framboð sem maður hefur séð, þar sem fólk er að reyna að vekja athygli á sér. Guðlaugur Þór þarf þess ekki,“ segir Eva. Lesa megi í orð Bjarna á fleiri en einn veg Bjarni Benediktsson hefur þá gefið það út að tapi hann formannsslagnum þýði það að hans tíma í pólitík verði lokið. Eva segir tvær leiðir helstar til að lesa í þau orð: „Ég held að það sé hægt að lesa í það með tvennum hætti. Ef hann tapar fyrir Guðlaugi þá gæti verið eðlileg krafa að nýr formaður tæki við forystuhlutverki innan ríkisstjórnarsamstarfsins,“ segir Eva, en bendir þó á að breytingar þar á geti verið gerðar í áföngum. „Það er líka hægt að skilja þetta með þeim hætti að hann sé að vekja athygli á því að mögulega sé ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi ef skipt verður um formann. Það er ekkert víst, og fer bara eftir því hvernig fólk myndi bregðast við því, innan hinna flokkanna,“ segir Eva. Sá fyrirvari geti þó annað hvort verið taktískur í aðdraganda formannskjörsins, eða það sé hreinlega rétt hjá Bjarna að breytingar í forystu flokksins myndu setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Eva bendir á að þegar ríkisstjórnarflokkar stokki upp í forystu sinni geri þeir það alla jafna nær kosningum en nú er raunin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagðist Bjarni hafa greint frá þessu til þess að deila því með fólki að hann væri tilbúinn að leggja allt undir í formannsslagnum. Ekki ávísun á stökk í fylgi Guðlaugur hefur talað fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að snúa vörn í sókn, eftir að hafa unnið „varnarsigra“ í kosningum upp á síðkastið. Flokkurinn þurfi að höfða til fleira fólks og auka við fylgi sitt. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn. Hann á alltaf að vera langstærsti flokkurinn,“ sagði Guðlaugur fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll fyrr í dag. Eva segir þó ekki sennilegt að uppstokkun á forystu flokksins ein og sér muni auka fylgi hans til muna, þó ný forysta geti aflað flokkinum einhvers aukins stuðnings. Breytingar sem hafi orðið á flokkakerfinu á síðustu árum, þá einkum fjölgun flokka á þingi, geri það hins vegar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá samskonar fylgi og fyrir efnahagshrunið 2008. „Það má skilja það á Guðlaugi að Sjálfstæðisflokkur með um það bil fjórðungs fylgi þurfi ekki að vera óbreytt til framtíðar, og að afla þurfi meira fylgis. En ég myndi, sem stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um flokkakerfið, segja: Við búum við breytt kerfi, og það er ekkert sem mun breytast á einni nóttu. Ég sé ekki að það verði nein umbylting á stöðu flokksins eins og hún er í dag,“ segir Eva.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent