Real á toppinn þrátt fyrir að misstíga sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 19:31 Það var hart barist í Madríd. Denis Doyle/Getty Images Spánarmeistarar Real Madríd náðu toppsæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á nýjan leik með 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Girona. Þó lærisveinar Carlo Ancelotti hafi komist á topp deildarinnar verður að segjast að liðið hafi stigið á bananahýði í dag. Leikur dagsins var markalaus framan af og virtust heimamenn eiga fá svör við varnarleik gestanna. Það var loks þegar tuttugu mínútur lifðu leiks sem Federico Valverde gaf fyrir markið þar sem Vinícius Júnior þurfti aðeins að renna boltanum yfir línuna og heimamenn komnir 1-0 yfir. Aðeins tíu mínútum síðar fór boltinn í hend Marco Asensio innan vítateigs og eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í skjánum á hliðarlínunni var vítaspyrna dæmd. Cristhian Stuani fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þegar venjulegum leiktíma var að ljúka kom Rodrygo boltanum í netið og heimamenn ærðust af fögnuði. Dómari leiksins dæmdi markið hins vegar af og skömmu síðar nældi Toni Kroos sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þar sem níu mínútum var bætt við þá voru heimamenn manni færri síðustu mínútur leiksins en það kom ekki að sök þar sem gestirnir ógnuðu lítið og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. HIGHLIGHTS: #RealMadridGirona 1-1 @realmadriden weren't able to keep up their winning streak with @CristhianStuani's equalising penalty denying the European champions of a win!#LaLigaSantander | #LaLigaHighlights pic.twitter.com/Kj2YxqRt2Z— LaLiga English (@LaLigaEN) October 30, 2022 Real fer með stiginu upp á topp deildarinnar með 32 stig en Barcelona er í öðru sæti með 31 stig. Bæði lið hafa leikið 12 leiki. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira
Leikur dagsins var markalaus framan af og virtust heimamenn eiga fá svör við varnarleik gestanna. Það var loks þegar tuttugu mínútur lifðu leiks sem Federico Valverde gaf fyrir markið þar sem Vinícius Júnior þurfti aðeins að renna boltanum yfir línuna og heimamenn komnir 1-0 yfir. Aðeins tíu mínútum síðar fór boltinn í hend Marco Asensio innan vítateigs og eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í skjánum á hliðarlínunni var vítaspyrna dæmd. Cristhian Stuani fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þegar venjulegum leiktíma var að ljúka kom Rodrygo boltanum í netið og heimamenn ærðust af fögnuði. Dómari leiksins dæmdi markið hins vegar af og skömmu síðar nældi Toni Kroos sér í sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þar sem níu mínútum var bætt við þá voru heimamenn manni færri síðustu mínútur leiksins en það kom ekki að sök þar sem gestirnir ógnuðu lítið og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. HIGHLIGHTS: #RealMadridGirona 1-1 @realmadriden weren't able to keep up their winning streak with @CristhianStuani's equalising penalty denying the European champions of a win!#LaLigaSantander | #LaLigaHighlights pic.twitter.com/Kj2YxqRt2Z— LaLiga English (@LaLigaEN) October 30, 2022 Real fer með stiginu upp á topp deildarinnar með 32 stig en Barcelona er í öðru sæti með 31 stig. Bæði lið hafa leikið 12 leiki.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira