„Plan Bjarni er alltaf að vinna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 19:30 Bjarni Benediktsson segist hvorki kvíða fyrir né kvarta undan því að fá mótframboð til embættis formanns. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir tímasetningu framboðs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra, til formanns Sjálfstæðisflokksins koma sér nokkuð á óvart. Hann segist þó hvorki kvíða fyrir né kvarta undan því að fá mótframboð. Guðlaugur Þór tilkynnti um að hann hygðist fara fram gegn Bjarna í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við Bjarna um formannsslaginn fram undan. Þar var hann fyrst spurður hvort ákvörðun Guðlaugs hefði komið á óvart. „Bæði og. Annars vegar kemur það auðvitað ekki á óvart að það séu oddvitar sem hafi mikinn metnað til þess að fá eigin frama í flokknum. Hins vegar kemur tímasetningin mjög á óvart, eitt ár inn í kjörtímabilið, Sjálfstæðisflokkurinn í mjög sterkri stöðu í ríkisstjórn og mörg verkefni sem við höfum öll í höndunum. Ef við viljum vinna flokknum mikið gagn, þá þurfum við að snúa bökum saman,“ sagði Bjarni. Fjöldi fólks var saman kominn í Valhöll í dag til að hlýða á Guðlaug og var mikið fagnað þegar hann greindi frá því að hann hygðist gefa kost á sér til formennsku í flokknum. Guðlaugur talaði um að enginn ætti betri vini og stuðningsmenn og hann sjálfur. Sjálfur segist Bjarni einnig með mjög gott bakland. „Ég hef verið að fá mikið af skilaboðum, hef verið í sambandi við fólk og það er gríðarlega mikill hugur í mínu fólki að sækja fram, tryggja áfram stöðugleika í landinu, stöðugleika hjá Sjálfstæðisflokknum, að forystan hafi sterkt umboð, það skiptir máli fyrir forystuna að hafa sterkt umboð til þess að sitja í ríkisstjórn og gera málamiðlanir. Það skiptir líka máli út á við og eykur trúverðugleika flokksins í heild. Ég er bara brattur og er að fara í kosningu sem ég kvíði ekkert undan og kvarta ekkert yfir heldur.“ Lítill málefnalegur ágreiningur Bjarni var einnig spurður hvort framboð Guðlaugs til formanns væri til marks um klofning innan Sjálfstæðisflokksins, og sagðist hann vona að svo væri ekki. Vonir stæðu til að hægt væri að taka málefnalega umræðu í aðdraganda formannskjörsins. „Það hefur samt sem áður lítið komið fram um sjálf málefnin. Hérna erum við tveir að takast á. Við höfum setið saman á þingi síðan 2003, ekki mörg málefni uppi á borðum til að takast á um heldur meira einhvers konar áferðarmál. Ég mun ræða um mína framtíðarsýn, ég er fullur af eldmóði til þess að halda áfram að skila árangri. Ég held að besta leiðin fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að fá aukinn stuðning sé að skila árangri fyrir fólkið í landinu og það er það sem ég hef verið að gera.“ Tilbúinn að leggja allt undir Fyrr í dag sagði Bjarni afdráttarlaust frá því að ef hann lyti í lægra haldi fyrir Guðlaugi myndi hann hætta í stjórnmálum. Þrátt fyrir það segist hann þó bjartsýnn á sigurinn. „Þetta skiptir mig máli. Ég er líka tilbúinn til þess að leggja allt undir og ég vildi bara deila því með fólki, ef þannig myndi fara.“ Þegar Bjarni var svo spurður hvort hann hefði íhugað hvað hann myndi taka sér fyrir hendur ef formannsslagurinn tapaðist og hvort hann væri með einhverskonar „plan B“ sagði hann svo ekki vera. „Plan B væri gott nafn fyrir mig, svona „plan Bjarni.“ En plan Bjarni er alltaf að vinna.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi. 30. október 2022 13:11 „Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 30. október 2022 11:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Guðlaugur Þór tilkynnti um að hann hygðist fara fram gegn Bjarna í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við Bjarna um formannsslaginn fram undan. Þar var hann fyrst spurður hvort ákvörðun Guðlaugs hefði komið á óvart. „Bæði og. Annars vegar kemur það auðvitað ekki á óvart að það séu oddvitar sem hafi mikinn metnað til þess að fá eigin frama í flokknum. Hins vegar kemur tímasetningin mjög á óvart, eitt ár inn í kjörtímabilið, Sjálfstæðisflokkurinn í mjög sterkri stöðu í ríkisstjórn og mörg verkefni sem við höfum öll í höndunum. Ef við viljum vinna flokknum mikið gagn, þá þurfum við að snúa bökum saman,“ sagði Bjarni. Fjöldi fólks var saman kominn í Valhöll í dag til að hlýða á Guðlaug og var mikið fagnað þegar hann greindi frá því að hann hygðist gefa kost á sér til formennsku í flokknum. Guðlaugur talaði um að enginn ætti betri vini og stuðningsmenn og hann sjálfur. Sjálfur segist Bjarni einnig með mjög gott bakland. „Ég hef verið að fá mikið af skilaboðum, hef verið í sambandi við fólk og það er gríðarlega mikill hugur í mínu fólki að sækja fram, tryggja áfram stöðugleika í landinu, stöðugleika hjá Sjálfstæðisflokknum, að forystan hafi sterkt umboð, það skiptir máli fyrir forystuna að hafa sterkt umboð til þess að sitja í ríkisstjórn og gera málamiðlanir. Það skiptir líka máli út á við og eykur trúverðugleika flokksins í heild. Ég er bara brattur og er að fara í kosningu sem ég kvíði ekkert undan og kvarta ekkert yfir heldur.“ Lítill málefnalegur ágreiningur Bjarni var einnig spurður hvort framboð Guðlaugs til formanns væri til marks um klofning innan Sjálfstæðisflokksins, og sagðist hann vona að svo væri ekki. Vonir stæðu til að hægt væri að taka málefnalega umræðu í aðdraganda formannskjörsins. „Það hefur samt sem áður lítið komið fram um sjálf málefnin. Hérna erum við tveir að takast á. Við höfum setið saman á þingi síðan 2003, ekki mörg málefni uppi á borðum til að takast á um heldur meira einhvers konar áferðarmál. Ég mun ræða um mína framtíðarsýn, ég er fullur af eldmóði til þess að halda áfram að skila árangri. Ég held að besta leiðin fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að fá aukinn stuðning sé að skila árangri fyrir fólkið í landinu og það er það sem ég hef verið að gera.“ Tilbúinn að leggja allt undir Fyrr í dag sagði Bjarni afdráttarlaust frá því að ef hann lyti í lægra haldi fyrir Guðlaugi myndi hann hætta í stjórnmálum. Þrátt fyrir það segist hann þó bjartsýnn á sigurinn. „Þetta skiptir mig máli. Ég er líka tilbúinn til þess að leggja allt undir og ég vildi bara deila því með fólki, ef þannig myndi fara.“ Þegar Bjarni var svo spurður hvort hann hefði íhugað hvað hann myndi taka sér fyrir hendur ef formannsslagurinn tapaðist og hvort hann væri með einhverskonar „plan B“ sagði hann svo ekki vera. „Plan B væri gott nafn fyrir mig, svona „plan Bjarni.“ En plan Bjarni er alltaf að vinna.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi. 30. október 2022 13:11 „Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 30. október 2022 11:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi. 30. október 2022 13:11
„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 30. október 2022 11:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?