Elsti fanginn í Guantanamo látinn laus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 21:57 Aðstæður sem fangar mega sæta í Guantanamo Bay eru ekki góðar. Chris Hondros/Getty Elsti fangi sem setið hefur inni í hinu alræmda Guantanamo Bay-fangelsi, sem Bandaríkjastjórn starfrækir á Kúbu, hefur verið látinn laus. Hinn 75 ára Saifullah Paracha frá Pakistan var handtekinn í Tælandi árið 2003, grunaður um að hafa tengsl við Al Kaída hryðjuverkasamtökin. Hann var meðal annars talinn hafa tengst Osama bin Laden, sem var leiðtogi samtakanna þangað til hann var felldur í aðgerðum Bandaríkjahers í Pakistan árið 2011. Eftir að hafa verið handekinn í júlí 2003 sat Paracha í 14 mánuði í bandarísku herfangelsi í Afganistan. Eftir það var hann fluttur í Guantanamo Bay, hvar margir grunaðir hryðjuverkamenn hafa setið inni. Fangelsið er alræmt fyrir slæmar aðstæður og mýmargar ásakanir um gróf mannréttindabrot innan veggja þess hafa komið fram. Lögmaður Paracha hefur verið afar gagnrýninn á hve langan tíma tók að sleppa honum, en meira en ár leið frá því að samþykki fékkst fyrir lausn hans og þar til honum var sleppt til heimalands síns. „Hann var vanur að humma við mig Eagles-lagið Hotel California, þar sem þú getur tékkað þig út hvenær sem þú vilt, en færð aldrei að fara,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir lögmanninum, Clive Stafford-Smith. Saifullah Piracha var sleppt í gær og er hann snúinn aftur til Pakistan.Getty Hann segist eiga von á því að fleiri föngum verði sleppt á næstunni. „Fjórir minna skjólstæðinga sitja enn þar inni, en búið er að samþykkja að láta þá alla lausa,“ sagði Stafford-Smith og sagði málið „vandræðalegt fyrir Bandaríkin.“ Heldur hefur fækkað í fangelsinu á undanförnum árum, sem eitt sinn hýsti hundruð fanga. Nú eru þeir 35, en nokkur pressa er á Joe Biden Bandaríkjaforseta að loka fangelsinu, líkt og hann hefur sjálfur lýst yfir áhuga á að gera. Barack Obama, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2017 sagðist einnig ætla að gera það. Joe Biden var varaforseti í forsetatíð Obama. Bandaríkin Kúba Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Hinn 75 ára Saifullah Paracha frá Pakistan var handtekinn í Tælandi árið 2003, grunaður um að hafa tengsl við Al Kaída hryðjuverkasamtökin. Hann var meðal annars talinn hafa tengst Osama bin Laden, sem var leiðtogi samtakanna þangað til hann var felldur í aðgerðum Bandaríkjahers í Pakistan árið 2011. Eftir að hafa verið handekinn í júlí 2003 sat Paracha í 14 mánuði í bandarísku herfangelsi í Afganistan. Eftir það var hann fluttur í Guantanamo Bay, hvar margir grunaðir hryðjuverkamenn hafa setið inni. Fangelsið er alræmt fyrir slæmar aðstæður og mýmargar ásakanir um gróf mannréttindabrot innan veggja þess hafa komið fram. Lögmaður Paracha hefur verið afar gagnrýninn á hve langan tíma tók að sleppa honum, en meira en ár leið frá því að samþykki fékkst fyrir lausn hans og þar til honum var sleppt til heimalands síns. „Hann var vanur að humma við mig Eagles-lagið Hotel California, þar sem þú getur tékkað þig út hvenær sem þú vilt, en færð aldrei að fara,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir lögmanninum, Clive Stafford-Smith. Saifullah Piracha var sleppt í gær og er hann snúinn aftur til Pakistan.Getty Hann segist eiga von á því að fleiri föngum verði sleppt á næstunni. „Fjórir minna skjólstæðinga sitja enn þar inni, en búið er að samþykkja að láta þá alla lausa,“ sagði Stafford-Smith og sagði málið „vandræðalegt fyrir Bandaríkin.“ Heldur hefur fækkað í fangelsinu á undanförnum árum, sem eitt sinn hýsti hundruð fanga. Nú eru þeir 35, en nokkur pressa er á Joe Biden Bandaríkjaforseta að loka fangelsinu, líkt og hann hefur sjálfur lýst yfir áhuga á að gera. Barack Obama, sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 2009 til 2017 sagðist einnig ætla að gera það. Joe Biden var varaforseti í forsetatíð Obama.
Bandaríkin Kúba Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira