Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson skrifar 31. október 2022 07:01 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst nk. föstudag í Laugardalshöll. Ég býð mig fram í embætti ritara flokksins. Í því skyni að fylgja framboðinu eftir hef ég á undanförnum vikum ferðast víða um landið. Á þessum ferðalögum hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast öflugu fólki sem með óeigingjörnu framlagi hefur stuðlað að vexti og viðgangi sjálfstæðisstefnunnar. Umræðuefnin á fundunum hafa m.a. varðað hagnýt viðfangsefni, svo sem eins og hvernig hægt sé að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir starfsemi einstakra flokksfélaga, hvort taka skuli upp rafrænar atkvæðagreiðslur í prófkjörum og með hvaða hætti flokksskrifstofan í Reykjavík geti sem best þjónustað félög flokksins á landsbyggðinni. Hagnýt viðfangsefni í stjórnmálum er eitt, gildi og framtíðarsýn er annað. Mitt framboð lýtur ekki síst að því síðarnefnda, að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir ákveðin gildi sem allir í stuðningssveit flokksins geta samsamað sig við. En hver eru þessi gildi? Verum stolt af sjálfstæðisstefnunni Sjálfstæðisstefnan byggir á tveim meginþáttum. Í fyrsta lagi að frelsi einstaklingsins, til orðs og æðis, sé tryggt með sem bestum hætti. Í öðru lagi að stuðlað sé að jöfnum tækifærum fyrir alla. Nátengt síðarnefnda atriðinu er sú grunnforsenda sjálfstæðisstefnunnar að við saman, stétt með stétt, sköpum farsælt samfélag. Frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur sjálfstæðisstefnan haft töluverð áhrif á þróun samfélagsins enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst allra stjórnmálaflokka verið í ríkisstjórn. Og hver er útkoman af því? Samkvæmt öllum mælikvörðum er Ísland í fremstu röð ríkja heims, hér er t.d. mesta jafnrétti kynjanna, árið 2021 var Ísland í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóð í heimi, árið 2022 var Ísland í tíunda sæti á alþjóðlegum lista Yale-háskóla (e. EPI) yfir þau ríki sem hafa náð mestum árangri í umhverfismálum og um langt árabil hefur Ísland verið á meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt fyrir þennan árangur virðist volæði vinstri-sinnaðrar orðræðu taka afar mikið pláss í fjölmiðlum sem og eftir atvikum í skólakerfinu. Af ýmsum ástæðum er það orðin eðlileg orðræða að tala niður til stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þessi gegndarlausi áróður hefur haft áhrif á sjálfstraust þeirra sem styðja flokkinn. Þessu þarf að breyta og það gerist ekki nema að innra starf flokksins vaxi ásmeginn. Grundvallaratriði í þeim efnum er að stórefla upplýsingamiðlun flokksins. Ekki síst þarf að bæta samskipti forystu flokksins við grasrótina. Það er sannfæring mín að með því að valdefla grasrót Sjálfstæðisflokksins tekst okkar að innleiða menningu innan flokksins þar sem stolt flokksmanna af sjálfstæðisstefnunni sé í lykilhlutverki. Slík breyting væri til þess fallin að slá vopnin úr höndum andstæðinga flokksins. Hugrekki er allt sem þarf Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins þarf að finna að andi umhyggju stafi frá forystusveit flokksins og flokksskrifstofu. Hugrekki er einnig lífsnauðsynlegt. Það þarf nefnilega sterk bein að styðja við bakið á Sjálfstæðisflokknum og standa fyrir ábyrgri stjórnmálastefnu sem skilar árangri fyrir alla til lengri tíma litið. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst nk. föstudag í Laugardalshöll. Ég býð mig fram í embætti ritara flokksins. Í því skyni að fylgja framboðinu eftir hef ég á undanförnum vikum ferðast víða um landið. Á þessum ferðalögum hef ég notið þeirra forréttinda að kynnast öflugu fólki sem með óeigingjörnu framlagi hefur stuðlað að vexti og viðgangi sjálfstæðisstefnunnar. Umræðuefnin á fundunum hafa m.a. varðað hagnýt viðfangsefni, svo sem eins og hvernig hægt sé að renna styrkari fjárhagslegum stoðum undir starfsemi einstakra flokksfélaga, hvort taka skuli upp rafrænar atkvæðagreiðslur í prófkjörum og með hvaða hætti flokksskrifstofan í Reykjavík geti sem best þjónustað félög flokksins á landsbyggðinni. Hagnýt viðfangsefni í stjórnmálum er eitt, gildi og framtíðarsýn er annað. Mitt framboð lýtur ekki síst að því síðarnefnda, að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir ákveðin gildi sem allir í stuðningssveit flokksins geta samsamað sig við. En hver eru þessi gildi? Verum stolt af sjálfstæðisstefnunni Sjálfstæðisstefnan byggir á tveim meginþáttum. Í fyrsta lagi að frelsi einstaklingsins, til orðs og æðis, sé tryggt með sem bestum hætti. Í öðru lagi að stuðlað sé að jöfnum tækifærum fyrir alla. Nátengt síðarnefnda atriðinu er sú grunnforsenda sjálfstæðisstefnunnar að við saman, stétt með stétt, sköpum farsælt samfélag. Frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur sjálfstæðisstefnan haft töluverð áhrif á þróun samfélagsins enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst allra stjórnmálaflokka verið í ríkisstjórn. Og hver er útkoman af því? Samkvæmt öllum mælikvörðum er Ísland í fremstu röð ríkja heims, hér er t.d. mesta jafnrétti kynjanna, árið 2021 var Ísland í fjórða sæti yfir hamingjusömustu þjóð í heimi, árið 2022 var Ísland í tíunda sæti á alþjóðlegum lista Yale-háskóla (e. EPI) yfir þau ríki sem hafa náð mestum árangri í umhverfismálum og um langt árabil hefur Ísland verið á meðal ríkustu þjóða heims. Þrátt fyrir þennan árangur virðist volæði vinstri-sinnaðrar orðræðu taka afar mikið pláss í fjölmiðlum sem og eftir atvikum í skólakerfinu. Af ýmsum ástæðum er það orðin eðlileg orðræða að tala niður til stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þessi gegndarlausi áróður hefur haft áhrif á sjálfstraust þeirra sem styðja flokkinn. Þessu þarf að breyta og það gerist ekki nema að innra starf flokksins vaxi ásmeginn. Grundvallaratriði í þeim efnum er að stórefla upplýsingamiðlun flokksins. Ekki síst þarf að bæta samskipti forystu flokksins við grasrótina. Það er sannfæring mín að með því að valdefla grasrót Sjálfstæðisflokksins tekst okkar að innleiða menningu innan flokksins þar sem stolt flokksmanna af sjálfstæðisstefnunni sé í lykilhlutverki. Slík breyting væri til þess fallin að slá vopnin úr höndum andstæðinga flokksins. Hugrekki er allt sem þarf Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins þarf að finna að andi umhyggju stafi frá forystusveit flokksins og flokksskrifstofu. Hugrekki er einnig lífsnauðsynlegt. Það þarf nefnilega sterk bein að styðja við bakið á Sjálfstæðisflokknum og standa fyrir ábyrgri stjórnmálastefnu sem skilar árangri fyrir alla til lengri tíma litið. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun