Meintar rannsóknir blóðmerahalds ekki til Rósa Líf Darradóttir skrifar 31. október 2022 10:31 Samkvæmt nýlegri reglugerð matvælaráðherra um blóðtöku úr fylfullum hryssum er áfram leyfilegt að taka 40 lítra af blóði úr hryssu yfir tveggja mánaða tímabil. Reglugerðin breytti engu um aðstæður hryssanna, byggir á takmörkuðum gögnum hagsmunaaðila og ekki er farið fram á ítarlegar rannsóknir á heilsu blóðtökuhryssa. Talsmenn blóðmerahalds og starfsfólk Matvælastofnunar (MAST) hafa ítrekað vísað til rannsókna um starfsemina. Rannsókna er sýna áttu að neikvæð áhrif blóðtökunnar á heilsu þessara hryssa væru engin. Í desember á síðasta ári var kallað eftir þeim rannsóknum. Það kom svo á daginn að engar slíkar rannsóknir eru til. Það sem meira er að blóðmagn íslenskra hrossa hefur verið ofmetið um 10 lítra. Engar mælingar á járni í blóði eru til fyrir þessar hryssur en járn er nauðsynlegt fyrir myndun blóðrauða og þar með rauðra blóðkorna. Vert er að nefna að járnþörf eykst á meðgöngu hvort sem um er ræða konur eða hryssur. Engar aðrar blóðefnamælingar er til, engin gögn um blóðþrýsting, hjartsláttar- eða öndunartíðni eftir blóðtöku. Engar þyngdarmælingar hafa verið gerðar, hvorki á hryssum né folöldum þeirra. Spendýr þola ekki að missa 15-20% af blóði sínu vikulega í átta skipti án þess að verða fyrir neikvæðum áhrifum eða líða illa og þjást. Enn síður fylfullar mjólkandi hryssur sem eru samkvæmt eðli málsins viðkvæmari en ella. Þetta hafa læknar og dýralæknir tekið undir. Ef þessar tölur eru settar í samhengi við manninn þá væri þetta líkt og að taka einn lítra af blóði vikulega úr þungaðri konu með barn á brjósti yfir tveggja mánaða tímabil. Undirrituð setti sig í samband við ástralskt fyrirtæki sem framleiðir mótefni við snákaeitri úr hrossablóði. Blóðið er tekið úr tömdum geldingum sem vega 700 kg. Teknir eru 3 lítrar í hverri blóðtöku og blóðtakan framkvæmd tvisvar á ári meðan hestarnir eru slævðir. Þarna er töluverður munur á, þarna er verið að taka minna en 6% af heildarblóðmagni tvisvar á ári úr tömdum geldingum fyrir lífsbjargandi lyf. Einu gögnin sem MAST og talsmenn blóðmerahalds bera fyrir sig eru mælingar gerðar af fyrirtækinu sem hagnast af blóðtökunni. Mælingarnar eru úr minna en 2% úrtaki og eru gerðar annað hvert ár. Það kemur á óvart að sjá hversu takmörkuð gögnin eru í ljósi þess að fagfólk MAST hefur haldið því fram að til sé öflugur gagnagrunnur sem eigi að sýna að heilsu þessara hryssa sé ekki ógnað. Hann er ekki til. Guðrún Sch. Thorsteinsson læknir og Jón Thorsteinsson stærðfræðingur rýndu í mælingar þessar. Þau benda á að þó að gögnin séu virkilega takmörkuð, megi samt úr þeim lesa að margar hryssur séu langt undir heilsusamlegum mörkum í blóðrauða. Þau leggja einnig til leiðir til úrbóta en grein þeirra má sem lesa má hér. MAST sem er eftirlitsaðili með velferð dýra hefur ekki svo vitað sé beðið um eða krafist óháðrar rannsóknar, heldur þvert á móti gefið lítið fyrir rökstuddar greinargerðir vísindamanna og fagfólks sem hefur bent á þörfina fyrir frekari rannsóknir. Ákvörðun ráðherra lögfestir þessa afar umdeildu starfsemi með nýlegri reglugerð. Eðlilegt hefði verið að sú lögfesting hvíldi á vísindalegum grunni en ekki ákefð hagsmunaaðila. Tillaga starfshóps ráðherra um að sannreyna mælingarnar tímabundið er einkar óburðugt svar við skorti rannsókna. Það gefur í skyn að mælingarnar eins og þær hafa farið fram séu fullnægjandi sem er fjarri lagi. Þegar litið er til þess að matvælaráðherra lagði áherslu á að markmið hennar væri að tryggja velferð blóðtökuhryssa er átakanlegt að lögfestingin breytir engu fyrir dýrin. Starfsemin er óbreytt fyrir og eftir lögfestingu. Það er lágmarkskrafa að fram fari óháð vísindarannsókn sem leiði staðreyndir í ljós og ákvarðanir séu byggðar á þeim staðreyndum. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri reglugerð matvælaráðherra um blóðtöku úr fylfullum hryssum er áfram leyfilegt að taka 40 lítra af blóði úr hryssu yfir tveggja mánaða tímabil. Reglugerðin breytti engu um aðstæður hryssanna, byggir á takmörkuðum gögnum hagsmunaaðila og ekki er farið fram á ítarlegar rannsóknir á heilsu blóðtökuhryssa. Talsmenn blóðmerahalds og starfsfólk Matvælastofnunar (MAST) hafa ítrekað vísað til rannsókna um starfsemina. Rannsókna er sýna áttu að neikvæð áhrif blóðtökunnar á heilsu þessara hryssa væru engin. Í desember á síðasta ári var kallað eftir þeim rannsóknum. Það kom svo á daginn að engar slíkar rannsóknir eru til. Það sem meira er að blóðmagn íslenskra hrossa hefur verið ofmetið um 10 lítra. Engar mælingar á járni í blóði eru til fyrir þessar hryssur en járn er nauðsynlegt fyrir myndun blóðrauða og þar með rauðra blóðkorna. Vert er að nefna að járnþörf eykst á meðgöngu hvort sem um er ræða konur eða hryssur. Engar aðrar blóðefnamælingar er til, engin gögn um blóðþrýsting, hjartsláttar- eða öndunartíðni eftir blóðtöku. Engar þyngdarmælingar hafa verið gerðar, hvorki á hryssum né folöldum þeirra. Spendýr þola ekki að missa 15-20% af blóði sínu vikulega í átta skipti án þess að verða fyrir neikvæðum áhrifum eða líða illa og þjást. Enn síður fylfullar mjólkandi hryssur sem eru samkvæmt eðli málsins viðkvæmari en ella. Þetta hafa læknar og dýralæknir tekið undir. Ef þessar tölur eru settar í samhengi við manninn þá væri þetta líkt og að taka einn lítra af blóði vikulega úr þungaðri konu með barn á brjósti yfir tveggja mánaða tímabil. Undirrituð setti sig í samband við ástralskt fyrirtæki sem framleiðir mótefni við snákaeitri úr hrossablóði. Blóðið er tekið úr tömdum geldingum sem vega 700 kg. Teknir eru 3 lítrar í hverri blóðtöku og blóðtakan framkvæmd tvisvar á ári meðan hestarnir eru slævðir. Þarna er töluverður munur á, þarna er verið að taka minna en 6% af heildarblóðmagni tvisvar á ári úr tömdum geldingum fyrir lífsbjargandi lyf. Einu gögnin sem MAST og talsmenn blóðmerahalds bera fyrir sig eru mælingar gerðar af fyrirtækinu sem hagnast af blóðtökunni. Mælingarnar eru úr minna en 2% úrtaki og eru gerðar annað hvert ár. Það kemur á óvart að sjá hversu takmörkuð gögnin eru í ljósi þess að fagfólk MAST hefur haldið því fram að til sé öflugur gagnagrunnur sem eigi að sýna að heilsu þessara hryssa sé ekki ógnað. Hann er ekki til. Guðrún Sch. Thorsteinsson læknir og Jón Thorsteinsson stærðfræðingur rýndu í mælingar þessar. Þau benda á að þó að gögnin séu virkilega takmörkuð, megi samt úr þeim lesa að margar hryssur séu langt undir heilsusamlegum mörkum í blóðrauða. Þau leggja einnig til leiðir til úrbóta en grein þeirra má sem lesa má hér. MAST sem er eftirlitsaðili með velferð dýra hefur ekki svo vitað sé beðið um eða krafist óháðrar rannsóknar, heldur þvert á móti gefið lítið fyrir rökstuddar greinargerðir vísindamanna og fagfólks sem hefur bent á þörfina fyrir frekari rannsóknir. Ákvörðun ráðherra lögfestir þessa afar umdeildu starfsemi með nýlegri reglugerð. Eðlilegt hefði verið að sú lögfesting hvíldi á vísindalegum grunni en ekki ákefð hagsmunaaðila. Tillaga starfshóps ráðherra um að sannreyna mælingarnar tímabundið er einkar óburðugt svar við skorti rannsókna. Það gefur í skyn að mælingarnar eins og þær hafa farið fram séu fullnægjandi sem er fjarri lagi. Þegar litið er til þess að matvælaráðherra lagði áherslu á að markmið hennar væri að tryggja velferð blóðtökuhryssa er átakanlegt að lögfestingin breytir engu fyrir dýrin. Starfsemin er óbreytt fyrir og eftir lögfestingu. Það er lágmarkskrafa að fram fari óháð vísindarannsókn sem leiði staðreyndir í ljós og ákvarðanir séu byggðar á þeim staðreyndum. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun