Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2022 13:16 Sólveig Anna segir algjöra einingu ríkja um kröfugerðina hjá samninganefnd Eflingarfélaga. Skjáskot/Vísir Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. „Hækkunin verði krónutöluhækkun sem leggist jafnt á öll laun í þrepum, að fyrirmynd Lífskjarasamninganna. Hækkunin tryggir aukinn kaupmátt launa sem eru undir meðallaunum miðað við núverandi verðbólgu og verðbólguspár, auk þess að verja kaupmátt meðallauna,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ekki útilokað að Efling gangi í bandalag Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um slíkt. Í tilkynningunni segir að hækkununum sé meðal annars ætlað að leiðrétta það ástand „að laun verka- og láglaunafólks dugi ekki til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum“. Enn fremur segir að með hækkununum sé hlutdeild láglaunafólks tryggð og spornað gegn launaskriði í efri lögum samfélagsins. Þá er talað um jákvæðan árangur af krónutöluhækkunum á samningstíma Lífskjarasamningsins. „Áróðursmaskína auðvaldseigenda“ „Líkt og ætíð þegar kjarasamningagerð stendur fyrir dyrum hefur áróðursmaskína auðmagnseigenda hafið störf. Líkt og ætíð er boðskapurinn sá að greiðsla mannsæmandi launa til verkafólks sé stórhættuleg samfélaginu, ef ekki hreinlega brot á náttúrulögmálum. Rykið hefur verið dustað af kreddunni um að laun séu meginorsök verðbólgu,“ segir í kröfugerðinni. „Hljómur þessa málflutnings hefur alltaf verið holur en þó aldrei verið falskari en nú. Verkafólk ber hvorki ábyrgð á stríðsátökum, heimsfaraldri né ákvörðunum fyrirtækja um að hækka vöruverð til neytenda.“ „Verkefni næstu þriggja ára er skýrt í okkar huga. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut að ná fram kjarabótum fyrir félagsfólk Eflingar. Það þarf að verja launin okkar gegn verðhækkunum á lífsnauðsynjum og það þarf að vinda ofan af hallarekstri á heimilum láglunafólks. Leið krónutöluhækkana hefur sannað sig sem besta leiðin að þessum markmiðum. Algjör eining var meðal samninganefndar Eflingarfélaga um kröfugerðina,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Fyrsti fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er áformaður á föstudag. Tengd skjöl Krofugerd_Eflingar_2022_til_SAPDF217KBSækja skjal Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Hækkunin verði krónutöluhækkun sem leggist jafnt á öll laun í þrepum, að fyrirmynd Lífskjarasamninganna. Hækkunin tryggir aukinn kaupmátt launa sem eru undir meðallaunum miðað við núverandi verðbólgu og verðbólguspár, auk þess að verja kaupmátt meðallauna,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ekki útilokað að Efling gangi í bandalag Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um slíkt. Í tilkynningunni segir að hækkununum sé meðal annars ætlað að leiðrétta það ástand „að laun verka- og láglaunafólks dugi ekki til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum“. Enn fremur segir að með hækkununum sé hlutdeild láglaunafólks tryggð og spornað gegn launaskriði í efri lögum samfélagsins. Þá er talað um jákvæðan árangur af krónutöluhækkunum á samningstíma Lífskjarasamningsins. „Áróðursmaskína auðvaldseigenda“ „Líkt og ætíð þegar kjarasamningagerð stendur fyrir dyrum hefur áróðursmaskína auðmagnseigenda hafið störf. Líkt og ætíð er boðskapurinn sá að greiðsla mannsæmandi launa til verkafólks sé stórhættuleg samfélaginu, ef ekki hreinlega brot á náttúrulögmálum. Rykið hefur verið dustað af kreddunni um að laun séu meginorsök verðbólgu,“ segir í kröfugerðinni. „Hljómur þessa málflutnings hefur alltaf verið holur en þó aldrei verið falskari en nú. Verkafólk ber hvorki ábyrgð á stríðsátökum, heimsfaraldri né ákvörðunum fyrirtækja um að hækka vöruverð til neytenda.“ „Verkefni næstu þriggja ára er skýrt í okkar huga. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut að ná fram kjarabótum fyrir félagsfólk Eflingar. Það þarf að verja launin okkar gegn verðhækkunum á lífsnauðsynjum og það þarf að vinda ofan af hallarekstri á heimilum láglunafólks. Leið krónutöluhækkana hefur sannað sig sem besta leiðin að þessum markmiðum. Algjör eining var meðal samninganefndar Eflingarfélaga um kröfugerðina,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Fyrsti fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er áformaður á föstudag. Tengd skjöl Krofugerd_Eflingar_2022_til_SAPDF217KBSækja skjal
Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira