„Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. október 2022 21:16 Baráttuhugur er í Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Vísir/Vilhelm Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. „Okkur í samninganefnd Eflingar finnst þetta sanngjarnar og raunsæjar kröfur. Við byggjum þarna á fyrirmynd lífskjarasamningsins, förum fram á krónutöluhækkanir. Nálgun okkar ver verka- og láglaunafólk gegn áhrifum verðbólgunnar og tryggir hlutdeild þess í hagvextinum sem vinna þeirra sannarlega skapar. Og vegna þess að við förum fram á krónutöluhækkanir þá spornum við líka gegn launaskriði í efri stigum samfélagsins. Það var algjör einhugur um þessa nálgun,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir samningsnefndina vera stolta og glaða með kröfugerðina og nálgun hennar vera skynsamlega og rétta. Eflingarfólk snúi hjólum atvinnulífsins „Við höfum fulla trú á því að niðurstaðan verði okkur í hag. Eflingarfólk er ómissandi fólk í íslensku samfélagi. Það er sannarlega vinna þeirra sem keyrir hér hjól atvinnulífsins. Topparnir í þessu samfélagi hafa tekið til sín gríðarlega fjármuni en fyrirtækin skila gríðarlegum hagnaði. Það er ekkert annað en eðlilegt og réttlátt að komið sé til móts við þessar kröfur. Hún segist hafa fulla trú á því að með samstöðu og raunverulegum baráttuvilja Eflingarfólks muni það ná alla leið í komandi kjarabaráttu. Útilokar ekki að ganga til liðs við Ragnar Þór og Vilhjálm Að lokum segist hún ekki útiloka að Efling gangi til liðs við bandalag Landssambands verslunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands. „Ég er í mjög góðum samskiptum við bæði Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson. Svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Okkur í samninganefnd Eflingar finnst þetta sanngjarnar og raunsæjar kröfur. Við byggjum þarna á fyrirmynd lífskjarasamningsins, förum fram á krónutöluhækkanir. Nálgun okkar ver verka- og láglaunafólk gegn áhrifum verðbólgunnar og tryggir hlutdeild þess í hagvextinum sem vinna þeirra sannarlega skapar. Og vegna þess að við förum fram á krónutöluhækkanir þá spornum við líka gegn launaskriði í efri stigum samfélagsins. Það var algjör einhugur um þessa nálgun,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir samningsnefndina vera stolta og glaða með kröfugerðina og nálgun hennar vera skynsamlega og rétta. Eflingarfólk snúi hjólum atvinnulífsins „Við höfum fulla trú á því að niðurstaðan verði okkur í hag. Eflingarfólk er ómissandi fólk í íslensku samfélagi. Það er sannarlega vinna þeirra sem keyrir hér hjól atvinnulífsins. Topparnir í þessu samfélagi hafa tekið til sín gríðarlega fjármuni en fyrirtækin skila gríðarlegum hagnaði. Það er ekkert annað en eðlilegt og réttlátt að komið sé til móts við þessar kröfur. Hún segist hafa fulla trú á því að með samstöðu og raunverulegum baráttuvilja Eflingarfólks muni það ná alla leið í komandi kjarabaráttu. Útilokar ekki að ganga til liðs við Ragnar Þór og Vilhjálm Að lokum segist hún ekki útiloka að Efling gangi til liðs við bandalag Landssambands verslunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands. „Ég er í mjög góðum samskiptum við bæði Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson. Svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.
Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16