Enskumælandi ráð Guðbrandur Einarsson skrifar 1. nóvember 2022 10:31 Fjöldi erlendra íbúa á Íslandi hefur farið vaxandi undanfarin ár og sömuleiðis fjöldi ferðamanna sem sækir Ísland heim. Í mörgum sveitarfélögum eru erlendir íbúar nú orðnir á bilinu 25-50% og ekkert bendir til þess að þessar tölur muni lækka i náinni framtíð, slík er þörfin fyrir erlent vinnuafl. Þessum nýju íbúum gengur misvel að aðlagast samfélaginu. Mörgum gengur illa að ná tökum á íslenskunni og það getur gert það að verkum að fólk einangri sig eða haldi sig bara með þeim sem tala þeirra eigið tungumál. Slík hópaskipting getur hvorki verið þessum íbúum né samfélaginu til góðs. Þrátt fyrir að nauðsynlegt sé fyrir þá sem ætla að setjast hér að ná tökum á íslenskunni þá er hægt að grípa til ýmissa annara ráða til þess að hjálpa fólki að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Á ferðum mínum um Suðurkjördæmi verður maður margs vísari og m.a. því að sveitarfélögin er mörg hver farin að bregðast við þessari stöðu. Í Mýrdalshreppi, þar sem helmingur íbúa er með erlent ríkisfang, hefur verið komið á fót enskumælandi ráði sem í sitja sjö íbúar með erlent ríkisfang. Með þessu vilja Mýrdælingar koma til móts við þennan hóp og skapa íbúum með erlent ríkisfang möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki síður að samfélagið fái að njóta þeirrar þekkingar og hæfni sem þessi hópur býr yfir. Frábært skref sem gerir þessum hópi auðveldara með að aðlagast sínu samfélagi.Með þessu er verið að valdefla þessa nýju íbúa og fá þá til þátttöku en einnig að aðlaga okkur sem fyrir eru að breyttum veruleika. Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mýrdalshreppur Viðreisn Innflytjendamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi erlendra íbúa á Íslandi hefur farið vaxandi undanfarin ár og sömuleiðis fjöldi ferðamanna sem sækir Ísland heim. Í mörgum sveitarfélögum eru erlendir íbúar nú orðnir á bilinu 25-50% og ekkert bendir til þess að þessar tölur muni lækka i náinni framtíð, slík er þörfin fyrir erlent vinnuafl. Þessum nýju íbúum gengur misvel að aðlagast samfélaginu. Mörgum gengur illa að ná tökum á íslenskunni og það getur gert það að verkum að fólk einangri sig eða haldi sig bara með þeim sem tala þeirra eigið tungumál. Slík hópaskipting getur hvorki verið þessum íbúum né samfélaginu til góðs. Þrátt fyrir að nauðsynlegt sé fyrir þá sem ætla að setjast hér að ná tökum á íslenskunni þá er hægt að grípa til ýmissa annara ráða til þess að hjálpa fólki að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Á ferðum mínum um Suðurkjördæmi verður maður margs vísari og m.a. því að sveitarfélögin er mörg hver farin að bregðast við þessari stöðu. Í Mýrdalshreppi, þar sem helmingur íbúa er með erlent ríkisfang, hefur verið komið á fót enskumælandi ráði sem í sitja sjö íbúar með erlent ríkisfang. Með þessu vilja Mýrdælingar koma til móts við þennan hóp og skapa íbúum með erlent ríkisfang möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki síður að samfélagið fái að njóta þeirrar þekkingar og hæfni sem þessi hópur býr yfir. Frábært skref sem gerir þessum hópi auðveldara með að aðlagast sínu samfélagi.Með þessu er verið að valdefla þessa nýju íbúa og fá þá til þátttöku en einnig að aðlaga okkur sem fyrir eru að breyttum veruleika. Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar