Kvart, kukl og kveinstafir MAST Árni Stefán Árnason skrifar 2. nóvember 2022 11:31 Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. Hún telur okkur dýraverndarsinna óvægna. Því er mótmælt. Hún metur það svo að viðbrögð hennar séu fréttnæm. Það eru þau svo sannarlega fyrir fréttamenn fyrir hverja væri vert, að skoða af hverju dýraverndarsinnar gagnrýna MAST. Auðvelt er að leiða blm. og aðra í sannleikann um það og skal hér getið af handahófi nokkura alvarlegra dæma, sem höfundur hefur m.a. komið að. 1. Brúneggjamálið. Höfundur vakti fyrstur athygli á því eftir heimsókn til eggjaframleiðandans þáverandi. Málið var sent í allar opinberar áttir en ekkert var aðhafst í mörg á þangað til RÚV fjallaði um málið og starfseminni var lokað. 2. Hvolpaframleiðsla á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur og margir fl. fjölluðu árum saman um málið. Að lokum neyddist MAST til að loka starfseminni, mörgum árum of seint. 3. Brúarreykir Kúabóndi var sviptur leyfi til mjólkurframleiðslu af því hann var talinn sóði. Öll mjólkin stóðst hins vegar ætíð mælingar og gæðakröfur þó að aðbúnaður hafi verið gamaldags og leitt til sóðaskapar. 4. Ill meðferð hunda í Kópavogi Mörg ár tók að losa hund undan illri meðferð í Kópavogi. Honum var að lokum stolið um hábjartan dag af dýraverndarsinnar og þakkaði hundaeftirlit svæðisins ,,þjófinum" fyrir gott verk. Hundurinn lifir enn í dag góðu lífi. 5. Hreindýr í vanda á austfjörðum Mörg ár var kvartað yfir þvi að girðingar lægju lausar út um allt á austfjörðum, sem tarfar voru að flækjast í og drepast kvalarfullum dauðdaga á fengitíma. Ekkert var aðhafst af MAST. Engin skriður komst á málið fyrr en höfundur kallaði út dýraverndarsinna sem fór í hóp austur og byrjuðu að týna upp þess girðingargarma. Verra var að dýraverndarsinnarnar máttu þola að sjá hálfétinn hreindýrshræ út um allt þrælföst í ryðguðum girðingum og höfðu greinilega mátt þola hörmungarbarráttu við dauðann 5. Blóðmeraníðið Höfundur vakti fyrstur á Íslandi athygli á þessari þjóðarskömm Íslendinga. MAST hélt uppi vörnum og heldur ennþá. Málið fór fyrir þingið fyrir tilstuðlan höfundar en þingmenn ákváðu að dýraníð í blóðmerahaldi væri réttlætanlegt enda heldur það áfram með sama hætti og áður. 6. Búrfuglar í Holtagörðum MAST uppgötvaði að skógarmítill væri í fugli í sóttkví fugla sem taldi á fjórða hundrað fugla. Ég ásamt færustu erlendu sérfræðingum vorum kallaðir til til að bjarga lífi fuglanna, sem MAST hugðist aflífa og var MAST sett út í horn. Skógarmítill var landlægur og hættu laus var staðfest í fréttaskýringaþættinum Kveik nokkrum mánuðum eftir að málið hófst. MAST þóttist vita betur þrátt fyrir ítarleg rök erlendis frá og kall þaðan um að aflífa ekki fuglana. 7. Vörslusvipting hunda Miðaldra maður í Hafnarfirði, sem býr við bág kjör og óvenjulegan lífstíl var sviptur hundum sínum og sakaður um kynferðislega áreitni við þá. Málið var að lokum fellt niður af lögreglu, vísað frá enda þóttu engin tilefni, af gögnum málsins að ráða, að halda því áfram. MAST hafði ekki tekist að sýna fram á þær ávirðingar, sem á hendur mannsins voru bornar. MAST hefur ekki skilað hundunum þó maðurinn kalli sárlega eftir þeim. Margir mánuður eru liðnir og MAST svarar með skætingi. Sá hluti nú í farvegi, að endurheimta hundana. Þetta er eitt af fáum en alvarlegum dæmum um það hvar MAST hefur beinlínis átt hlutdeild í að kvelja og fara illa með dýr og menn með aðgerðarleysi sínu, svo mánuðum skipti. Ef dr. forstjóri MAST heldur að dýraverndarsinnar láti mál af framangreindum toga malla í kerfinu árum saman þá skilur hún ekki hlutverk dýraverndar og þeirra, sem láta sig hana varða Úrtölur dr. Hrannar um ferla stofnunarinnar eru marklausar því ferlar stofnunarinnar eru til þess fallnir að viðhalda illri meðferð dýra. Það hef ég nú rökstutt og frekari skýringa er ekki þörf. Höfundur er dýraverndalögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Árni Stefán Árnason Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir. Hún telur okkur dýraverndarsinna óvægna. Því er mótmælt. Hún metur það svo að viðbrögð hennar séu fréttnæm. Það eru þau svo sannarlega fyrir fréttamenn fyrir hverja væri vert, að skoða af hverju dýraverndarsinnar gagnrýna MAST. Auðvelt er að leiða blm. og aðra í sannleikann um það og skal hér getið af handahófi nokkura alvarlegra dæma, sem höfundur hefur m.a. komið að. 1. Brúneggjamálið. Höfundur vakti fyrstur athygli á því eftir heimsókn til eggjaframleiðandans þáverandi. Málið var sent í allar opinberar áttir en ekkert var aðhafst í mörg á þangað til RÚV fjallaði um málið og starfseminni var lokað. 2. Hvolpaframleiðsla á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur og margir fl. fjölluðu árum saman um málið. Að lokum neyddist MAST til að loka starfseminni, mörgum árum of seint. 3. Brúarreykir Kúabóndi var sviptur leyfi til mjólkurframleiðslu af því hann var talinn sóði. Öll mjólkin stóðst hins vegar ætíð mælingar og gæðakröfur þó að aðbúnaður hafi verið gamaldags og leitt til sóðaskapar. 4. Ill meðferð hunda í Kópavogi Mörg ár tók að losa hund undan illri meðferð í Kópavogi. Honum var að lokum stolið um hábjartan dag af dýraverndarsinnar og þakkaði hundaeftirlit svæðisins ,,þjófinum" fyrir gott verk. Hundurinn lifir enn í dag góðu lífi. 5. Hreindýr í vanda á austfjörðum Mörg ár var kvartað yfir þvi að girðingar lægju lausar út um allt á austfjörðum, sem tarfar voru að flækjast í og drepast kvalarfullum dauðdaga á fengitíma. Ekkert var aðhafst af MAST. Engin skriður komst á málið fyrr en höfundur kallaði út dýraverndarsinna sem fór í hóp austur og byrjuðu að týna upp þess girðingargarma. Verra var að dýraverndarsinnarnar máttu þola að sjá hálfétinn hreindýrshræ út um allt þrælföst í ryðguðum girðingum og höfðu greinilega mátt þola hörmungarbarráttu við dauðann 5. Blóðmeraníðið Höfundur vakti fyrstur á Íslandi athygli á þessari þjóðarskömm Íslendinga. MAST hélt uppi vörnum og heldur ennþá. Málið fór fyrir þingið fyrir tilstuðlan höfundar en þingmenn ákváðu að dýraníð í blóðmerahaldi væri réttlætanlegt enda heldur það áfram með sama hætti og áður. 6. Búrfuglar í Holtagörðum MAST uppgötvaði að skógarmítill væri í fugli í sóttkví fugla sem taldi á fjórða hundrað fugla. Ég ásamt færustu erlendu sérfræðingum vorum kallaðir til til að bjarga lífi fuglanna, sem MAST hugðist aflífa og var MAST sett út í horn. Skógarmítill var landlægur og hættu laus var staðfest í fréttaskýringaþættinum Kveik nokkrum mánuðum eftir að málið hófst. MAST þóttist vita betur þrátt fyrir ítarleg rök erlendis frá og kall þaðan um að aflífa ekki fuglana. 7. Vörslusvipting hunda Miðaldra maður í Hafnarfirði, sem býr við bág kjör og óvenjulegan lífstíl var sviptur hundum sínum og sakaður um kynferðislega áreitni við þá. Málið var að lokum fellt niður af lögreglu, vísað frá enda þóttu engin tilefni, af gögnum málsins að ráða, að halda því áfram. MAST hafði ekki tekist að sýna fram á þær ávirðingar, sem á hendur mannsins voru bornar. MAST hefur ekki skilað hundunum þó maðurinn kalli sárlega eftir þeim. Margir mánuður eru liðnir og MAST svarar með skætingi. Sá hluti nú í farvegi, að endurheimta hundana. Þetta er eitt af fáum en alvarlegum dæmum um það hvar MAST hefur beinlínis átt hlutdeild í að kvelja og fara illa með dýr og menn með aðgerðarleysi sínu, svo mánuðum skipti. Ef dr. forstjóri MAST heldur að dýraverndarsinnar láti mál af framangreindum toga malla í kerfinu árum saman þá skilur hún ekki hlutverk dýraverndar og þeirra, sem láta sig hana varða Úrtölur dr. Hrannar um ferla stofnunarinnar eru marklausar því ferlar stofnunarinnar eru til þess fallnir að viðhalda illri meðferð dýra. Það hef ég nú rökstutt og frekari skýringa er ekki þörf. Höfundur er dýraverndalögfræðingur.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun