Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 14:07 Landsbankahúsið setur sinn svip á miðbæ Akureyrar. Aðsend Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef útgerðarfyrirtækisins Samherja. Kaldbakur er fjárfestingafélag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja. Á vef Samherja segir að sjö tilboð hafi borist Landsbankanum í húsið, sem er á áberandi stað við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelsssyni og klárað af Bárði Ísleifssyni, hefur um áratugaskeið hýst starfsemi Landsbankans. Ætla að glæða húsið lífi til framtíðar Haft er Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, að félagið vilji leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekari lífi til framtíðar. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm „Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins,“ er haft eftir Eiríki, sem einnig er stjórnarformaður Samherja. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, að húsið hafi reynst Landsbankanum mjög vel en það hafi reynst of stórt fyrir núverandi starfsemi bankans á Akureyri. Starfsemi bankans verði fyrst um sinn áfram í húsinu en verið sé að leita að nýju húsnæði í bænum undir starfsemina. Samherjar safna Landsbankahúsum Þetta er ekki fyrsta Landsbankahúsið sem félag með tengsl við við Samherja fjárfestir í. Sigtún þróunarfélag, sem meðal annars er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020. Líkt og húsið á Akureyri var það einnig byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Þar er nú rekin svokölluð vinnustofa þar sem boðið er upp á skrifstofuaðstoðu sem einyrkjar, fyrirtæki og opinberar stofnanir geta nýtt sér. Á meðal þeirra fjárfestinga sem Kaldbakur hefur utan um eru eignarhlutir í Jarðborunum, Kælismiðjunni Frosti, Eignarhaldsfélaginu Snæfugli sem er á meðal stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar, og í flugfélaginu Niceair. Í árslok 2020 voru eignir félagsins bókfærðar á tæplega 6 milljarða króna og eigið féð nam 5,2 milljörðum. Akureyri Landsbankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Þetta kemur fram á vef útgerðarfyrirtækisins Samherja. Kaldbakur er fjárfestingafélag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja. Á vef Samherja segir að sjö tilboð hafi borist Landsbankanum í húsið, sem er á áberandi stað við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelsssyni og klárað af Bárði Ísleifssyni, hefur um áratugaskeið hýst starfsemi Landsbankans. Ætla að glæða húsið lífi til framtíðar Haft er Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, að félagið vilji leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekari lífi til framtíðar. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm „Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins,“ er haft eftir Eiríki, sem einnig er stjórnarformaður Samherja. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, að húsið hafi reynst Landsbankanum mjög vel en það hafi reynst of stórt fyrir núverandi starfsemi bankans á Akureyri. Starfsemi bankans verði fyrst um sinn áfram í húsinu en verið sé að leita að nýju húsnæði í bænum undir starfsemina. Samherjar safna Landsbankahúsum Þetta er ekki fyrsta Landsbankahúsið sem félag með tengsl við við Samherja fjárfestir í. Sigtún þróunarfélag, sem meðal annars er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020. Líkt og húsið á Akureyri var það einnig byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Þar er nú rekin svokölluð vinnustofa þar sem boðið er upp á skrifstofuaðstoðu sem einyrkjar, fyrirtæki og opinberar stofnanir geta nýtt sér. Á meðal þeirra fjárfestinga sem Kaldbakur hefur utan um eru eignarhlutir í Jarðborunum, Kælismiðjunni Frosti, Eignarhaldsfélaginu Snæfugli sem er á meðal stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar, og í flugfélaginu Niceair. Í árslok 2020 voru eignir félagsins bókfærðar á tæplega 6 milljarða króna og eigið féð nam 5,2 milljörðum.
Akureyri Landsbankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52