Svona er ný Þjóðadeild stelpnanna okkar sem gætu komist á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 12:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins sem verður í A-deild fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem eitt af sextán bestu landsliðum Evrópu. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í efstu deild, A-deild, í nýrri Þjóðadeild sem UEFA hefur nú kynnt. Liðið er þar með eitt þeirra sem eiga möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. Um sannkallaða byltingu er að ræða varðandi keppni evrópskra kvennalandsliða í fótbolta sem hingað til hafa leikið í undankeppnum Evrópumóta og heimsmeistaramóta, í riðlum með liðum úr mismunandi styrkleikaflokkum. Þessar undankeppnir hafa nú verið aflagðar og mun hin nýja Þjóðadeild skera úr um það hvaða lið komast á EM og HM, sem og það hvaða lið komast á Ólympíuleikana en hingað til hefur árangur á HM ráðið sætum Evrópuliða á Ólympíuleikum. Skýringarmynd vegna Þjóðadeildar kvenna. Í fyrstu útgáfu keppninnar verður spilað um Þjóðadeildarmeistaratitil, og sæti í efri deild, en í næstu útgáfu verður spilað um sæti á EM 2025.UEFA Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem hefst næsta haust og lýkur vorið 2024, verður ekki leikið um sæti á EM eða HM. Tvö efstu liðin í keppninni komast á Ólympíuleikana í París (og liðið í 3. sæti ef að Frakkland endar í fyrsta eða öðru sæti). Ísland verður eitt af sextán liðum í A-deildinni, sextán lið verða í B-deildinni og restin (líklega 19 lið) í C-deildinni. Í A-deildinni verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum. Efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram í úrslitin þar sem leikið verður um Þjóðadeildarmeistaratitilinn (og sæti á ÓL). Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í A-deild halda sæti í deildinni, liðin sem enda í 4. sæti falla í B-deildina en liðin í 3. sæti fara í umspil við lið úr 2. sæti í B-deild. Mikilvægt fyrir Ísland að halda sér uppi Það er nokkuð mikilvægt fyrir Ísland að standa sig vel í A-deildinni og forðast að minnsta kosti fall úr B-deild. Í annarri útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem leikin verður frá vori til hausts 2024, verður nefnilega spilað um sæti í lokakeppni EM 2025. Liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deildinni í þeirri keppni komast beint á EM. Liðin sem enda í 3. og 4. sæti síns riðils í A-deild fara í umspil og leika þar í fyrstu umferð gegn liðum sem enda í 1. og 2. sæti í C-deild. Í seinni umferð umspilsins leika sigurliðin svo við sigurlið úr einvígum liða úr B-deildinni. Alls komast því átta lið beint á EM með stöðu sinni í A-deild og sjö lið í gegnum umspil, auk gestgjafa. Þjóðadeildin ræður einnig sætum á HM Sams konar fyrirkomulag verður svo fyrir HM 2027 en þá verða þó færri sæti í boði en á EM. Fyrir HM 2023 átti Evrópa 11 örugg sæti og möguleika á einu sæti í gegnum alþjóðlegt umspil. Ísland var grátlega nálægt því að komast á það HM en tapaði 1-0 gegn Hollandi í lokaumferð undankeppninnar í haust og svo gegn Portúgal í framlengdum leik í umspili. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Um sannkallaða byltingu er að ræða varðandi keppni evrópskra kvennalandsliða í fótbolta sem hingað til hafa leikið í undankeppnum Evrópumóta og heimsmeistaramóta, í riðlum með liðum úr mismunandi styrkleikaflokkum. Þessar undankeppnir hafa nú verið aflagðar og mun hin nýja Þjóðadeild skera úr um það hvaða lið komast á EM og HM, sem og það hvaða lið komast á Ólympíuleikana en hingað til hefur árangur á HM ráðið sætum Evrópuliða á Ólympíuleikum. Skýringarmynd vegna Þjóðadeildar kvenna. Í fyrstu útgáfu keppninnar verður spilað um Þjóðadeildarmeistaratitil, og sæti í efri deild, en í næstu útgáfu verður spilað um sæti á EM 2025.UEFA Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem hefst næsta haust og lýkur vorið 2024, verður ekki leikið um sæti á EM eða HM. Tvö efstu liðin í keppninni komast á Ólympíuleikana í París (og liðið í 3. sæti ef að Frakkland endar í fyrsta eða öðru sæti). Ísland verður eitt af sextán liðum í A-deildinni, sextán lið verða í B-deildinni og restin (líklega 19 lið) í C-deildinni. Í A-deildinni verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum. Efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram í úrslitin þar sem leikið verður um Þjóðadeildarmeistaratitilinn (og sæti á ÓL). Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í A-deild halda sæti í deildinni, liðin sem enda í 4. sæti falla í B-deildina en liðin í 3. sæti fara í umspil við lið úr 2. sæti í B-deild. Mikilvægt fyrir Ísland að halda sér uppi Það er nokkuð mikilvægt fyrir Ísland að standa sig vel í A-deildinni og forðast að minnsta kosti fall úr B-deild. Í annarri útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem leikin verður frá vori til hausts 2024, verður nefnilega spilað um sæti í lokakeppni EM 2025. Liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deildinni í þeirri keppni komast beint á EM. Liðin sem enda í 3. og 4. sæti síns riðils í A-deild fara í umspil og leika þar í fyrstu umferð gegn liðum sem enda í 1. og 2. sæti í C-deild. Í seinni umferð umspilsins leika sigurliðin svo við sigurlið úr einvígum liða úr B-deildinni. Alls komast því átta lið beint á EM með stöðu sinni í A-deild og sjö lið í gegnum umspil, auk gestgjafa. Þjóðadeildin ræður einnig sætum á HM Sams konar fyrirkomulag verður svo fyrir HM 2027 en þá verða þó færri sæti í boði en á EM. Fyrir HM 2023 átti Evrópa 11 örugg sæti og möguleika á einu sæti í gegnum alþjóðlegt umspil. Ísland var grátlega nálægt því að komast á það HM en tapaði 1-0 gegn Hollandi í lokaumferð undankeppninnar í haust og svo gegn Portúgal í framlengdum leik í umspili.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira