Jón Gunnarsson segist ekki hafa haft í hótunum við Unni Berglindi Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 15:16 Kópavogsbúinn og ráðherrann Jón segist hafa bent Unni á að ekki væri staðið rétt að listum landsfundafulltrúa úr Kópavoginum. Það hafi hann gert í stuttu símtali. Jón vísar því alfarið á bug að hafa haft í hótunum vegna þessa. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt pistil þar sem hann svarar ásökunum sem Unnur Berglind Friðriksdóttir setti fram í morgun. Hann vísar því alfarið á bug að hafa haft í hótunum við hana. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag þá segir Unnur Berglind, sem er formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, hún hafa verið tekin í einskonar þriðju gráðu yfirheyrslu af kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins. Hún metur það sem svo að kjörbréfanefnd, sem lögmennirnir Brynjar Níelsson, Davíð Þorláksson og Arnar Þór Stefánsson skipa, hafi verið að ganga erinda Bjarna Benediktssonar í harðvítugum formannsslag við Guðlaug Þór Þórðarson. Þar segir hún meðal annars að hún hafi „fengið „hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns.“ Í samtali við DV segir Unnur að Jón Gunnarsson sé einn þessara jakkafataklæddu manna, umræddur háttsettur sem vildi reka erindi Bjarna formanns og hún sé ekki eina manneskjan sem hafi fengið slík símtöl frá Jóni. Við að sjóða uppúr innan vébanda Sjálfstæðisflokksins Svo virðist sem það sé við að sjóða uppúr innan flokksins vegna komandi Landsfundar, sem haldinn verður um helgina. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er mönnum í innsta hring orðið um og ó vegna hinna hatrömu átaka sem sá formannsslagur hefur kallað fram. Fjögur ár eru síðan Landsfundur var haldinn og mönnum greinilega orðið mál og virðast margir meta það sem svo að miklir hagsmunir séu undir, hver verði formaður flokksins. Landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kjósa á milli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns og ráðherra í formannskosningum á landsfundi á sunnudag. Svo virðist sem stuðningsmenn þeirra séu að láta kappið hlaupa með sig í gönur.AP/Vilhelm Jón Gunnarsson hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þess sem að sér snýr sem og störfum kjörbréfanefndar. „Ég hafna því eindregið að hafa beitt nokkurn mann hótunum í tengslum við framangreint. Ég átti eitt stutt símtal við formann Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi sunnudaginn 30. október þar sem ég benti henni á ólögmæti listanna. Ég lýsti áhyggjum mínum af því að ef ekki yrði brugðist við væri hætta á að fáir hefðu heimild til setu á landsfundi fyrir hönd Kópavogs.“ Segir ekki réttilega staðið að lista úr Kópavoginum Jón Gunnarsson, sem býr í Kópavogi, segir að upp hafi verið komin alvarleg staða við val á landsfundarfulltrúum. Hann vísar í lög flokksins þess efnis að halda beri félagsfund sérstaklega til að staðfesta val á fulltrúum. En það hafi farist fyrir í Kópavogi heldur hafi stjórn fulltrúaráðsins látið duga að samþykkja listana. „Að loknum stjórnarfundi þess ágæta ráðs, en áður en listinn var sendur til skrifstofu Valhallar, var þó fjölda aðila einhliða bætt á listann án þess að það hefði verið borið undir stjórn eða félagsfund. Ekki þarf að fjölyrða um lögmæti þessara vinnubragða.“ Jón segir að hann hafi því meðal annarra hvatt formann Sjálfstæðisfélagsins og formann fulltrúaráðsins í Kópavogi til að halda þar til bæra fundi til að afgreiða lögmæta lista. Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3. nóvember 2022 13:17 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag þá segir Unnur Berglind, sem er formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, hún hafa verið tekin í einskonar þriðju gráðu yfirheyrslu af kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins. Hún metur það sem svo að kjörbréfanefnd, sem lögmennirnir Brynjar Níelsson, Davíð Þorláksson og Arnar Þór Stefánsson skipa, hafi verið að ganga erinda Bjarna Benediktssonar í harðvítugum formannsslag við Guðlaug Þór Þórðarson. Þar segir hún meðal annars að hún hafi „fengið „hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns.“ Í samtali við DV segir Unnur að Jón Gunnarsson sé einn þessara jakkafataklæddu manna, umræddur háttsettur sem vildi reka erindi Bjarna formanns og hún sé ekki eina manneskjan sem hafi fengið slík símtöl frá Jóni. Við að sjóða uppúr innan vébanda Sjálfstæðisflokksins Svo virðist sem það sé við að sjóða uppúr innan flokksins vegna komandi Landsfundar, sem haldinn verður um helgina. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er mönnum í innsta hring orðið um og ó vegna hinna hatrömu átaka sem sá formannsslagur hefur kallað fram. Fjögur ár eru síðan Landsfundur var haldinn og mönnum greinilega orðið mál og virðast margir meta það sem svo að miklir hagsmunir séu undir, hver verði formaður flokksins. Landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kjósa á milli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns og ráðherra í formannskosningum á landsfundi á sunnudag. Svo virðist sem stuðningsmenn þeirra séu að láta kappið hlaupa með sig í gönur.AP/Vilhelm Jón Gunnarsson hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna þess sem að sér snýr sem og störfum kjörbréfanefndar. „Ég hafna því eindregið að hafa beitt nokkurn mann hótunum í tengslum við framangreint. Ég átti eitt stutt símtal við formann Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi sunnudaginn 30. október þar sem ég benti henni á ólögmæti listanna. Ég lýsti áhyggjum mínum af því að ef ekki yrði brugðist við væri hætta á að fáir hefðu heimild til setu á landsfundi fyrir hönd Kópavogs.“ Segir ekki réttilega staðið að lista úr Kópavoginum Jón Gunnarsson, sem býr í Kópavogi, segir að upp hafi verið komin alvarleg staða við val á landsfundarfulltrúum. Hann vísar í lög flokksins þess efnis að halda beri félagsfund sérstaklega til að staðfesta val á fulltrúum. En það hafi farist fyrir í Kópavogi heldur hafi stjórn fulltrúaráðsins látið duga að samþykkja listana. „Að loknum stjórnarfundi þess ágæta ráðs, en áður en listinn var sendur til skrifstofu Valhallar, var þó fjölda aðila einhliða bætt á listann án þess að það hefði verið borið undir stjórn eða félagsfund. Ekki þarf að fjölyrða um lögmæti þessara vinnubragða.“ Jón segir að hann hafi því meðal annarra hvatt formann Sjálfstæðisfélagsins og formann fulltrúaráðsins í Kópavogi til að halda þar til bæra fundi til að afgreiða lögmæta lista.
Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3. nóvember 2022 13:17 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3. nóvember 2022 13:17