Svandís ávarpar aðildarríkjafund í Egyptalandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 15:19 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra verður fulltrúi Íslands á tuttugasta og sjöunda aðildarríkjafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP27). Fundurinn stendur nú yfir í Sharm El Sheikh í Egyptalandi. Svandís kemur til með að ávarpa ráðherrafund og taka þátt í hliðarviðburðum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytur ávarp á viðburði á vegum Hringborðs Norðurslóða í gegnum streymi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. „Sendinefnd Íslands er skipuð 17 fulltrúum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, matvælaráðuneytinu, Umhverfisstofnun og Orkustofnun. Þá styrkir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fulltrúa ungmenna til þátttöku á fundinum og er þetta í annað sinn sem fulltrúi ungmenna er í opinberu sendinefndinn,“ segir í tilkynningunni. Ekki verði vikið frá markmiði Parísarsamningsins Áherslur Íslands eru að ekki verði vikið frá markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun jarðar frá iðnbyltingu innan við 1,5 °C. Samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna duga núverandi loforð ríkja um samdrátt í losun ekki til að markmiðið náist. Í tilkynningunni frá Matvælaráðuneytinu kemur fram að Ísland styðji nú í fyrsta sinn Aðlögunarsjóðinn með framlögum og framlög til Græna loftslagssjóðsins hafa verið aukin. Ísland eigi nú varamann í stjórn sjóðsins og geti því betur fylgst með og haft áhrif á ákvarðanatökur innan sjóðsins. 50 þátttakendur frá Íslandi „Auk hinnar formlegu sendinefndar sækja þingmenn og fulltrúar frá félagasamtökum og fyrirtækjum viðburði sem tengjast loftslagsráðstefnunni beint eða óbeint, en um 50 þátttakendur frá Íslandi eru skráð á COP27 og tengda viðburði. Áætlað er að í kringum 20 þúsund manns taki þátt í loftslagsráðstefnunni og tengdum viðburðum í Sharm El Sheikh,“ segir í tilkynningunni. Nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu COP27. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Svandís kemur til með að ávarpa ráðherrafund og taka þátt í hliðarviðburðum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytur ávarp á viðburði á vegum Hringborðs Norðurslóða í gegnum streymi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. „Sendinefnd Íslands er skipuð 17 fulltrúum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, matvælaráðuneytinu, Umhverfisstofnun og Orkustofnun. Þá styrkir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fulltrúa ungmenna til þátttöku á fundinum og er þetta í annað sinn sem fulltrúi ungmenna er í opinberu sendinefndinn,“ segir í tilkynningunni. Ekki verði vikið frá markmiði Parísarsamningsins Áherslur Íslands eru að ekki verði vikið frá markmiði Parísarsamningsins um að halda hlýnun jarðar frá iðnbyltingu innan við 1,5 °C. Samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna duga núverandi loforð ríkja um samdrátt í losun ekki til að markmiðið náist. Í tilkynningunni frá Matvælaráðuneytinu kemur fram að Ísland styðji nú í fyrsta sinn Aðlögunarsjóðinn með framlögum og framlög til Græna loftslagssjóðsins hafa verið aukin. Ísland eigi nú varamann í stjórn sjóðsins og geti því betur fylgst með og haft áhrif á ákvarðanatökur innan sjóðsins. 50 þátttakendur frá Íslandi „Auk hinnar formlegu sendinefndar sækja þingmenn og fulltrúar frá félagasamtökum og fyrirtækjum viðburði sem tengjast loftslagsráðstefnunni beint eða óbeint, en um 50 þátttakendur frá Íslandi eru skráð á COP27 og tengda viðburði. Áætlað er að í kringum 20 þúsund manns taki þátt í loftslagsráðstefnunni og tengdum viðburðum í Sharm El Sheikh,“ segir í tilkynningunni. Nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu COP27.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira