Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Snorri Másson skrifar 3. nóvember 2022 19:33 Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. Lögregla fór víða um Reykjavík í gær í leit að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél um morguninn. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir úr landi. Á meðal þeirra var Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, sem hefur dvalið á Íslandi í meira en eitt og hálft ár. Myndband þar sem honum er lyft úr hjólastól sínum til að vera fluttur á brott hefur vakið nokkra hneykslan á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Aðrir tveir í þessum fimmtán manna hópi eru systur Hussein, þær Yasameen og Zahra Hussein, sem hafa verið við nám við Fjölbrautarskólann við Ármúlann undanfarið eitt og hálft ár. Þær voru teknar höndum af lögreglu á leið úr skóla um miðjan dag í gær. Systurnar sendu kennurum sínum myndband af Hótel Völlum, þar sem þær báðu lögreglu að lofa sér að vera, sem má sjá í fréttabrotinu hér að ofan. „Þetta voru miklir fyrirmyndarnemendur, búnir að vera hér í eitt og hálft ár. Búnar að ná þokkalegum tökum á íslensku, voru til algerrar fyrirmyndar, mættu 100% og komu aldrei seint eða neitt. Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari í samtali við fréttastofu. „Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari um mál hælisleitenda sem sendir hafa verið úr landi.Vísir Vildu sjá hvort þau fengju efnislega meðferð síns máls Öll hefur fjölskyldan fengið hæli í Grikklandi en áttu von á því 18. nóvember að úr því yrði skorið á Íslandi hvort þau fengju samt efnislega meðferð hér. Allt kom fyrir ekki og nú er Hussein-fjölskyldan komin til Grikklands, þar sem Magnús segir systurnar hafa verið sendar af grísku lögreglunni útaf flugstöðinni allslausar og vita ekki hvar þær sofa í nótt. Þá hafi þær aðeins náð að taka með sér það sem þær höfðu meðferðis í skólanum í gær. „Það er alveg sama hvað fólki finnst um hælisleitendur og hversu lengi þeir eiga að vera á Íslandi, þær voru búnar að vera í eitt og hálft ár. Þetta er svo ómannúðleg framkoma að það er bara engu lagi líkt,“ segir Magnús skólastjóri. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Reykjavík Mál Hussein Hussein Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Lögregla fór víða um Reykjavík í gær í leit að 28 hælisleitendum sem vísa átti úr landi með flugvél um morguninn. Þrettán úr hópnum fundust ekki og að lokum voru fimmtán sendir úr landi. Á meðal þeirra var Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, sem hefur dvalið á Íslandi í meira en eitt og hálft ár. Myndband þar sem honum er lyft úr hjólastól sínum til að vera fluttur á brott hefur vakið nokkra hneykslan á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Aðrir tveir í þessum fimmtán manna hópi eru systur Hussein, þær Yasameen og Zahra Hussein, sem hafa verið við nám við Fjölbrautarskólann við Ármúlann undanfarið eitt og hálft ár. Þær voru teknar höndum af lögreglu á leið úr skóla um miðjan dag í gær. Systurnar sendu kennurum sínum myndband af Hótel Völlum, þar sem þær báðu lögreglu að lofa sér að vera, sem má sjá í fréttabrotinu hér að ofan. „Þetta voru miklir fyrirmyndarnemendur, búnir að vera hér í eitt og hálft ár. Búnar að ná þokkalegum tökum á íslensku, voru til algerrar fyrirmyndar, mættu 100% og komu aldrei seint eða neitt. Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari í samtali við fréttastofu. „Skólasamfélagið hér og kennararnir sérstaklega sem hafa kennt þessum stúlkum eru bara slegnir og skilja ekki í þessum aðförum,“ segir Magnús Ingvarsson skólameistari um mál hælisleitenda sem sendir hafa verið úr landi.Vísir Vildu sjá hvort þau fengju efnislega meðferð síns máls Öll hefur fjölskyldan fengið hæli í Grikklandi en áttu von á því 18. nóvember að úr því yrði skorið á Íslandi hvort þau fengju samt efnislega meðferð hér. Allt kom fyrir ekki og nú er Hussein-fjölskyldan komin til Grikklands, þar sem Magnús segir systurnar hafa verið sendar af grísku lögreglunni útaf flugstöðinni allslausar og vita ekki hvar þær sofa í nótt. Þá hafi þær aðeins náð að taka með sér það sem þær höfðu meðferðis í skólanum í gær. „Það er alveg sama hvað fólki finnst um hælisleitendur og hversu lengi þeir eiga að vera á Íslandi, þær voru búnar að vera í eitt og hálft ár. Þetta er svo ómannúðleg framkoma að það er bara engu lagi líkt,“ segir Magnús skólastjóri.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Reykjavík Mál Hussein Hussein Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira