Umfjöllun,viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 34-26 | Öruggur sigur og umspil blasir við Íslandi Andri Már Eggertsson skrifar 5. nóvember 2022 17:15 Stelpurnar fögnuðu sigri í leikslok Vísir/Hulda Margrét Ísland vann sannfærandi sigur gegn Ísrael í fyrri leik liðanna í forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta 2023. Ísland spilaði afar vel í seinni hálfleik sem skilaði átta marka sigri 34-26. Liðin skiptust á mörkum fyrsta korterið í fyrri hálfleik. Ísland náði síðan betri tökum á leiknum og Sandra Erlingsdóttir gerði þrjú mörk á tæplega tveimur mínútum. Gestirnir tóku leikhlé þremur mörkum undir 11-8. Stelpurnar að fara yfir hlutinaVísir/Hulda Margrét Ísland komst mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik en Ísrael gerði vel í að komast aftur inn í leikinn og þrátt fyrir að Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, hafi tekið leikhlé þá hélt áhlaup Ísraels áfram. Ísland gerði hins vegar þrjú mörk í röð rétt fyrir hálfleik en Mor Shaul gerði síðasta mark fyrri hálfleiks þegar hún skoraði úr aukakasti. Staðan í hálfleik var 18-15. Þrátt fyrir að hafa skorað átján mörk í fyrri hálfleik þá hefðu mörk Íslands getað verið töluvert fleiri þar sem markvarslan hjá Ísrael var nánast engin en það voru aðalega tapaðir boltar og skot í stangirnar sem sáu til þess að mörk Íslands urðu ekki fleiri. Það var mikið fagnað á Ásvöllum í dagVísir/Hulda Margrét Mor Shaul og Shira Eden Vakrat sáu algjörlega um sóknarleik Ísraels en þær gerðu 12 af 15 mörkum gestanna. Aðeins fjórir leikmenn Ísraels komust á blað í fyrri hálfleik. Ísland setti tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks með því að gera fjögur mörk í röð. Gestirnir brugðust við með því að taka leikhlé sjö mörkum undir og eftir það kom fyrsta mark Ísraels í síðari hálfleik þegar tæplega átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Sara Sif Helgadóttir kom í markið þegar Hafdís fékk boltann í höfuðiðVísir/Hulda Margrét Varnarleikur Íslands var töluvert betri í seinni hálfleik sem skilaði auðveldum mörkum. Ísrael skoraði aðeins ellefu mörk í síðari hálfleik. Sóknarleikur Íslands var afar vel útfærður þar sem Sandra Erlingsdóttir var allt í öllu. Ísland vann á endanum átta marka sigur 34-26. Andrea og Sunna að gefa fimmuVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Ísland? Eftir að íslensku stelpurnar hristu úr sér hrollinn sem var fyrsta korterið í fyrri hálfleik var bara spurning hversu stór sigur Íslands yrði. Seinni hálfleikurinn gerði útslagið þar sem Ísland byrjaði á að gera fjögur mörk í röð. Hverjar stóðu upp úr? Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og gerði ellefu mörk úr jafn mörgum skotum. Þórey Rósa Stefánsdóttir átti einnig öflugan leik í hægra horninu þar sem hún skoraði sjö mörk úr níu skotum. Hvað gekk illa? Markvarsla Ísraels var engin. Mörk Íslands hefðu getað verið töluvert fleiri því nánast alltaf þegar það kom skot á markið þá var það inni. Ef það væri ekki fyrir tæknifeila Íslands og hávörn Ísraels þá hefðu mörkin verið fleiri. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á morgun á klukkan 15:00 á Ásvöllum og það er frítt inn í boði Arion banka. „Átta marka sigur gott nesti fyrir morgundaginn“ Arnar Pétursson á hliðarlínunni í dagVísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn. „Átta mörk er gott nesti inn í morgundaginn. Við gerðum fullt af hlutum vel og síðan eru fullt af hlutum sem við hefðum mátt gera betur,“ sagði Arnar Pétursson í viðtali eftir leik. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með en síðan tókst Íslandi að sigla fram úr þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. „Til að byrja með vorum við að mæta þeim ágætlega en ég hefði verið til í að sjá Hafdísi taka nokkra bolta. Um miðjan fyrri hálfleik náðum við að byggja upp forskot sem við gáfum full auðveldlega en ég var ánægður með hvernig við svöruðum því í seinni hálfleik.“ „Við getum bætt fullt af hlutum fyrir leikinn á morgun en heilt yfir var ég mjög ánægður með stelpurnar.“ Hafdís Renötudóttir fékk boltann í höfuðið í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu. Arnar sagði að Hafdís var orðin góð í hálfleik og hefði getað komið inn á en hann tók ekki áhættuna á því. „Hún var alveg í lagi í hálfleik og var tilbúin að koma inn á í seinni hálfleik en við vildum ekki taka neina áhættu á því. Þetta lítur ágætlega út núna eins illa og þetta leit út þegar hún fékk skotið í höfuðið,“ sagði Arnar Pétursson að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023
Ísland vann sannfærandi sigur gegn Ísrael í fyrri leik liðanna í forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta 2023. Ísland spilaði afar vel í seinni hálfleik sem skilaði átta marka sigri 34-26. Liðin skiptust á mörkum fyrsta korterið í fyrri hálfleik. Ísland náði síðan betri tökum á leiknum og Sandra Erlingsdóttir gerði þrjú mörk á tæplega tveimur mínútum. Gestirnir tóku leikhlé þremur mörkum undir 11-8. Stelpurnar að fara yfir hlutinaVísir/Hulda Margrét Ísland komst mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik en Ísrael gerði vel í að komast aftur inn í leikinn og þrátt fyrir að Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, hafi tekið leikhlé þá hélt áhlaup Ísraels áfram. Ísland gerði hins vegar þrjú mörk í röð rétt fyrir hálfleik en Mor Shaul gerði síðasta mark fyrri hálfleiks þegar hún skoraði úr aukakasti. Staðan í hálfleik var 18-15. Þrátt fyrir að hafa skorað átján mörk í fyrri hálfleik þá hefðu mörk Íslands getað verið töluvert fleiri þar sem markvarslan hjá Ísrael var nánast engin en það voru aðalega tapaðir boltar og skot í stangirnar sem sáu til þess að mörk Íslands urðu ekki fleiri. Það var mikið fagnað á Ásvöllum í dagVísir/Hulda Margrét Mor Shaul og Shira Eden Vakrat sáu algjörlega um sóknarleik Ísraels en þær gerðu 12 af 15 mörkum gestanna. Aðeins fjórir leikmenn Ísraels komust á blað í fyrri hálfleik. Ísland setti tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks með því að gera fjögur mörk í röð. Gestirnir brugðust við með því að taka leikhlé sjö mörkum undir og eftir það kom fyrsta mark Ísraels í síðari hálfleik þegar tæplega átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Sara Sif Helgadóttir kom í markið þegar Hafdís fékk boltann í höfuðiðVísir/Hulda Margrét Varnarleikur Íslands var töluvert betri í seinni hálfleik sem skilaði auðveldum mörkum. Ísrael skoraði aðeins ellefu mörk í síðari hálfleik. Sóknarleikur Íslands var afar vel útfærður þar sem Sandra Erlingsdóttir var allt í öllu. Ísland vann á endanum átta marka sigur 34-26. Andrea og Sunna að gefa fimmuVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Ísland? Eftir að íslensku stelpurnar hristu úr sér hrollinn sem var fyrsta korterið í fyrri hálfleik var bara spurning hversu stór sigur Íslands yrði. Seinni hálfleikurinn gerði útslagið þar sem Ísland byrjaði á að gera fjögur mörk í röð. Hverjar stóðu upp úr? Sandra Erlingsdóttir fór á kostum og gerði ellefu mörk úr jafn mörgum skotum. Þórey Rósa Stefánsdóttir átti einnig öflugan leik í hægra horninu þar sem hún skoraði sjö mörk úr níu skotum. Hvað gekk illa? Markvarsla Ísraels var engin. Mörk Íslands hefðu getað verið töluvert fleiri því nánast alltaf þegar það kom skot á markið þá var það inni. Ef það væri ekki fyrir tæknifeila Íslands og hávörn Ísraels þá hefðu mörkin verið fleiri. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á morgun á klukkan 15:00 á Ásvöllum og það er frítt inn í boði Arion banka. „Átta marka sigur gott nesti fyrir morgundaginn“ Arnar Pétursson á hliðarlínunni í dagVísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn. „Átta mörk er gott nesti inn í morgundaginn. Við gerðum fullt af hlutum vel og síðan eru fullt af hlutum sem við hefðum mátt gera betur,“ sagði Arnar Pétursson í viðtali eftir leik. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með en síðan tókst Íslandi að sigla fram úr þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. „Til að byrja með vorum við að mæta þeim ágætlega en ég hefði verið til í að sjá Hafdísi taka nokkra bolta. Um miðjan fyrri hálfleik náðum við að byggja upp forskot sem við gáfum full auðveldlega en ég var ánægður með hvernig við svöruðum því í seinni hálfleik.“ „Við getum bætt fullt af hlutum fyrir leikinn á morgun en heilt yfir var ég mjög ánægður með stelpurnar.“ Hafdís Renötudóttir fékk boltann í höfuðið í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu. Arnar sagði að Hafdís var orðin góð í hálfleik og hefði getað komið inn á en hann tók ekki áhættuna á því. „Hún var alveg í lagi í hálfleik og var tilbúin að koma inn á í seinni hálfleik en við vildum ekki taka neina áhættu á því. Þetta lítur ágætlega út núna eins illa og þetta leit út þegar hún fékk skotið í höfuðið,“ sagði Arnar Pétursson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti