„Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. nóvember 2022 17:32 „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ræðu sinni. Vísir/Steingrímur Dúi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra tókust á í framboðsræðum sínum á landsflundi flokksins. Þetta var þeirra síðasti séns til að sannfæra flokksfulltrúa um að greiða sér atkvæði. Guðlaugur Þór reið á vaðið og hóf ræðu sína á því að ítreka að ekki sé verið að berjast innbyrðis í flokknum heldur sé verið að berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni. Í hálftímalangri ræðu Guðlaugs heyrðist kunnulegt stef hans í þessari kosningabaráttu; lagði hann áherslu á grunngildi, stétt með stétt og að sækja þurfi til sigurs nú eftir eintóma varnarsiga. „Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna,“ sagði Guðlaugur og bætti við að allir þjóðfélagshópar þyrftu rödd. Þá sagðist hann aldrei myndu skýla sér á bak við embættisstörf sín þegar það kæmi ákall um að sinna grasrótinni og efla og styrkja starf flokksins. „Heldur þvert á móti sinntu þeir hvoru tveggja jöfnum höndum með glæsibrag,“ sagði Guðlaugur og vísaði þar til verka fyrri formanna. „Náum fyrri styrk á ný“ Þá nefndi hann afskipti annarra stjórnmálamanna í öðrum flokkum af formannskjörinu. „Einhverjir hafa haldið því fram að andstæðingar okkar í stjórnmálum eigi að ráða því hver sé formaður Sjálfstæðisflokksins. En höfum það alveg á hreinu að það eruð þið, landsfundarfulltrúar sem ráðið því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Guðlaugur og uppskar fögnuð í salnum. Bætti hann við að afsakanir líkt og að flokkakerfið sé breytt séu notaðar og markmiðin smækka með hverjum kosningum. Hægt sé að breyta því, segir Guðlaugur. „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt.“ Sagðist hann vilja endurheimta gamla félaga úr flokknum sem hann saknar í salnum. „Ég vil verða formaður Sjálfstæðisflokksins, af því ég trúi því af öllum mætti, að við getum endurheimt fyrri styrk. Virkjað fleira fólk, staðið þétt saman landi og þjóð til heilla, með grunngildi flokksins í fyrirrúmi. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega of mikilvægur fyrir þjóðina til að leyfa sér litla drauma. Stöndum saman, sýnum hugrekki, verum óhrædd við breytingar og náum fyrri styrk á ný,“ sagði Guðlaugur í lok ræðu sinnar sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Guðlaugur Þór reið á vaðið og hóf ræðu sína á því að ítreka að ekki sé verið að berjast innbyrðis í flokknum heldur sé verið að berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni. Í hálftímalangri ræðu Guðlaugs heyrðist kunnulegt stef hans í þessari kosningabaráttu; lagði hann áherslu á grunngildi, stétt með stétt og að sækja þurfi til sigurs nú eftir eintóma varnarsiga. „Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna,“ sagði Guðlaugur og bætti við að allir þjóðfélagshópar þyrftu rödd. Þá sagðist hann aldrei myndu skýla sér á bak við embættisstörf sín þegar það kæmi ákall um að sinna grasrótinni og efla og styrkja starf flokksins. „Heldur þvert á móti sinntu þeir hvoru tveggja jöfnum höndum með glæsibrag,“ sagði Guðlaugur og vísaði þar til verka fyrri formanna. „Náum fyrri styrk á ný“ Þá nefndi hann afskipti annarra stjórnmálamanna í öðrum flokkum af formannskjörinu. „Einhverjir hafa haldið því fram að andstæðingar okkar í stjórnmálum eigi að ráða því hver sé formaður Sjálfstæðisflokksins. En höfum það alveg á hreinu að það eruð þið, landsfundarfulltrúar sem ráðið því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Guðlaugur og uppskar fögnuð í salnum. Bætti hann við að afsakanir líkt og að flokkakerfið sé breytt séu notaðar og markmiðin smækka með hverjum kosningum. Hægt sé að breyta því, segir Guðlaugur. „Ef það er hægt að gera Ásmund Einar Daðason vin minn hipp og kúl í Reykjavík er allt hægt.“ Sagðist hann vilja endurheimta gamla félaga úr flokknum sem hann saknar í salnum. „Ég vil verða formaður Sjálfstæðisflokksins, af því ég trúi því af öllum mætti, að við getum endurheimt fyrri styrk. Virkjað fleira fólk, staðið þétt saman landi og þjóð til heilla, með grunngildi flokksins í fyrirrúmi. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega of mikilvægur fyrir þjóðina til að leyfa sér litla drauma. Stöndum saman, sýnum hugrekki, verum óhrædd við breytingar og náum fyrri styrk á ný,“ sagði Guðlaugur í lok ræðu sinnar sem má sjá í heild sinni hér að neðan.
Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira