Ljúfir nikkutónar Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2022 20:06 Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er alltaf líf og fjör hjá Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð en félagið æfir einu sinni í viku á Akureyri, auk þess að spila á tónleikum hér á þar. Konur frá Rússlandi og Búlgaríu spila meðal annars með stórsveitinni. Æfingarnar fara fram á mánudagskvöldum og þá er kátt á hjalla í húsnæði félagsins en stjórnandi er Roar Kvam. Konur og karlar spila á nikkurnar, þá er trommarinn á sínum stað og bassaleikarinn. „Já, þetta er alltaf jafn gaman, virkilega gaman. Þetta er nú bara fólk héðan af svæðinu og þaðan og héðan úr heiminum. Við erum hérna með spilara frá Búlgaríu og Rússlandi og svo bara við Íslendingarnir að reyna að gera eitthvað með þeim,“ segir Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitarinnar. Og þið hafið víða komið fram og spilað? „Já, við vorum á landsmóti í sumar þar sem við vorum að spila á tónleikum, stórum tónleikum í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, það var mikil stemning og mjög gaman. Svo reynum við alltaf að halda vortónleika og reynum að koma víða við, koma fram eins og við getum,“ bætir Agnes Harpa við. Stórsveitin æfir á hverju mánudagskvöldi yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að stjórnandinn standi sig einstaklega vel, haldi uppi góðum aga, sé skemmtilegur og lagavalið hjá honum sé fínt. „Hann er mjög flottur, þetta væri náttúrulega ekki hægt án hans. Hann er búin að stýra okkur frá 2012 og þessi sveit væri mun lakari ef að hann hefði ekki verið með okkur í allan þennan tíma.“ Agnes Harpa segir harmonikkuna ótrúlegt hljóðfæri. „Þetta er náttúrulega bara heillandi hljóðfæri, það er náttúrulega hægt að gera allt á það, það eru allar tegundir og stílar tónlistar hægt að spila á harmonikku og þú getur einn og sér verð heil hljómsveit út af fyrir sig af því að þú ert með bassann. Svo er það líka bara félagsskapurinn í kringum þetta, að spila með öðrum, það er alltaf gaman,“ segir formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Einbeittir félagar á æfingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Abba er alltaf í miklu uppáhaldi hjá hljóðfæraleikurunum og stjórnanda stórsveitarinnar. Bassaleikari og trommuleikari spila með Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Eyjafjarðarsveit Tónlist Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Æfingarnar fara fram á mánudagskvöldum og þá er kátt á hjalla í húsnæði félagsins en stjórnandi er Roar Kvam. Konur og karlar spila á nikkurnar, þá er trommarinn á sínum stað og bassaleikarinn. „Já, þetta er alltaf jafn gaman, virkilega gaman. Þetta er nú bara fólk héðan af svæðinu og þaðan og héðan úr heiminum. Við erum hérna með spilara frá Búlgaríu og Rússlandi og svo bara við Íslendingarnir að reyna að gera eitthvað með þeim,“ segir Agnes Harpa Jósavinsdótti, formaður Stórsveitarinnar. Og þið hafið víða komið fram og spilað? „Já, við vorum á landsmóti í sumar þar sem við vorum að spila á tónleikum, stórum tónleikum í íþróttahúsinu í Stykkishólmi, það var mikil stemning og mjög gaman. Svo reynum við alltaf að halda vortónleika og reynum að koma víða við, koma fram eins og við getum,“ bætir Agnes Harpa við. Stórsveitin æfir á hverju mánudagskvöldi yfir veturinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir að stjórnandinn standi sig einstaklega vel, haldi uppi góðum aga, sé skemmtilegur og lagavalið hjá honum sé fínt. „Hann er mjög flottur, þetta væri náttúrulega ekki hægt án hans. Hann er búin að stýra okkur frá 2012 og þessi sveit væri mun lakari ef að hann hefði ekki verið með okkur í allan þennan tíma.“ Agnes Harpa segir harmonikkuna ótrúlegt hljóðfæri. „Þetta er náttúrulega bara heillandi hljóðfæri, það er náttúrulega hægt að gera allt á það, það eru allar tegundir og stílar tónlistar hægt að spila á harmonikku og þú getur einn og sér verð heil hljómsveit út af fyrir sig af því að þú ert með bassann. Svo er það líka bara félagsskapurinn í kringum þetta, að spila með öðrum, það er alltaf gaman,“ segir formaður Stórsveitar Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð Einbeittir félagar á æfingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Abba er alltaf í miklu uppáhaldi hjá hljóðfæraleikurunum og stjórnanda stórsveitarinnar. Bassaleikari og trommuleikari spila með Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Eyjafjarðarsveit Tónlist Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira