Tölvuflaga í boltanum að trufla stelpurnar á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 11:00 Nora Mörk er ein af þeim leikmönnum sem hefur kvartað yfir boltanum og þá aðallega tölvuflögunni sem er á honum. Getty/Sanjin Strukic Leikmenn á Evrópumóti kvenna í handbolta kvarta yfir tölvuflögu sem er í boltanum sem þær spila með á mótinu sem stendur yfir í Norður Makedóníu. Evrópumótið hófst fyrir helgi og klárast um aðra helgi en það fer nú fram fyrr en oft áður vegna komandi heimsmeistaramóti í fótbolta karla. Ein nýjung á mótinu í ár er ekki beint að slá í gegnum sjá sumum leikmönnum. Alþjóða handboltasambandið er að auka upplýsingaöflun sína um leiki á stórmótum með því að setja tölvuflögu í boltann. Þessi tölvuflaga á að auðvelda að mæla hraðann á boltanum í sendingum, skotum sem og að vita nákvæmlega stöðu hans á vellinum. Hergeirsson advarer mot for mye «overvåking»: Det er jo inngripende https://t.co/wCBHsgBNhP— VG (@vgnett) November 6, 2022 Boltinn er hins vegar ekki sá sami og áður og leikmenn finna fyrir því. Í leik Noregs og Frakklands þá losnaði flagan og samkvæmt norsku stórstjörnunni Noru Mörk þá hagaði boltinn sé skringilega í framhaldinu. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska liðsins, var spurður út í þetta líka. „Þetta er allt önnur umræða þegar við förum að ræða þessa tækniþróun í íþróttum. Allt er nú mælt. Spurningin er bara hvenær þú ferð að setja mælitæki á fólk til að fylgjast með hvað þau gera utan íþróttsalsins,“ sagði Þórir Hergeirsson. Hann hefur gagnrýnt breytingar á boltanum, bæði þessa flögu sem og áætlun um að taka harpix út úr leiknum. Þórir bendir líka á það að leikmenn eru með flögu í kraga keppnistreyjunnar sem er líka skylda. Hann er hins vegar fylgjandi því. „Tölvuflagan er þarna til að komast að einhverju um íþróttina og ég styð það. Það eru samt mörk. Það er allt í lagi að vera með flögu í boltanum og það getur verið skemmtilegt og áhugavert ekki síst fyrir þá sem eru áhugafólk um tölfræði og rannsóknir. Ég styð rannsóknir á íþróttinni okkar en það er bara farið að rannsaka allt og ekkert í dag,“ sagði Þórir. Nora er ekki sú eina af leikmönnum Evrópumótsins sem kvartar því það gerði hin danska Simone Petersen líka. „Ef þú dripplar boltanum og hittir staðinn þar sem flagan er þá getur boltinn breitt um stefnu og það er auðvitað mjög krefjandi,“ sagði Simone Petersen. „Það getur skipt miklu máli að eiga við svona óútreiknanlega bolta og það er mjög pirrandi,“ sagði Simone. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Evrópumótið hófst fyrir helgi og klárast um aðra helgi en það fer nú fram fyrr en oft áður vegna komandi heimsmeistaramóti í fótbolta karla. Ein nýjung á mótinu í ár er ekki beint að slá í gegnum sjá sumum leikmönnum. Alþjóða handboltasambandið er að auka upplýsingaöflun sína um leiki á stórmótum með því að setja tölvuflögu í boltann. Þessi tölvuflaga á að auðvelda að mæla hraðann á boltanum í sendingum, skotum sem og að vita nákvæmlega stöðu hans á vellinum. Hergeirsson advarer mot for mye «overvåking»: Det er jo inngripende https://t.co/wCBHsgBNhP— VG (@vgnett) November 6, 2022 Boltinn er hins vegar ekki sá sami og áður og leikmenn finna fyrir því. Í leik Noregs og Frakklands þá losnaði flagan og samkvæmt norsku stórstjörnunni Noru Mörk þá hagaði boltinn sé skringilega í framhaldinu. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska liðsins, var spurður út í þetta líka. „Þetta er allt önnur umræða þegar við förum að ræða þessa tækniþróun í íþróttum. Allt er nú mælt. Spurningin er bara hvenær þú ferð að setja mælitæki á fólk til að fylgjast með hvað þau gera utan íþróttsalsins,“ sagði Þórir Hergeirsson. Hann hefur gagnrýnt breytingar á boltanum, bæði þessa flögu sem og áætlun um að taka harpix út úr leiknum. Þórir bendir líka á það að leikmenn eru með flögu í kraga keppnistreyjunnar sem er líka skylda. Hann er hins vegar fylgjandi því. „Tölvuflagan er þarna til að komast að einhverju um íþróttina og ég styð það. Það eru samt mörk. Það er allt í lagi að vera með flögu í boltanum og það getur verið skemmtilegt og áhugavert ekki síst fyrir þá sem eru áhugafólk um tölfræði og rannsóknir. Ég styð rannsóknir á íþróttinni okkar en það er bara farið að rannsaka allt og ekkert í dag,“ sagði Þórir. Nora er ekki sú eina af leikmönnum Evrópumótsins sem kvartar því það gerði hin danska Simone Petersen líka. „Ef þú dripplar boltanum og hittir staðinn þar sem flagan er þá getur boltinn breitt um stefnu og það er auðvitað mjög krefjandi,“ sagði Simone Petersen. „Það getur skipt miklu máli að eiga við svona óútreiknanlega bolta og það er mjög pirrandi,“ sagði Simone.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira