Flensan farin að láta á sér kræla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2022 13:01 Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert um veikindi þessa dagana. Vísir/Sigurjón Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Inflúensa gengur að jafnaði árlega yfir hér á landi. Kórónuveirufaraldurinn hafði þó nokkur áhrif á hana en veturinn 2020-2021 greindist engin inflúensa hér á landi. Síðasta vetur var hún svo seinna á ferðinni en venjulega. Nú hefur flensan hins vegar stungið sér niður hér á landi. „Hún er aðeins farin að greinast. Það er ekki komið mjög mikið en það er búið að greina hérna flensu alveg þannig að hún er komin þó það sé ekki flensufaraldur,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir töluvert álag á heilsugæslugæslunni þessa dagana. „Það er náttúrulega bara mjög mikið af haustpestum. Bara kvefpestum og efri loftvegasýkingum ýmsum sem að við erum að sjá og svo eru alltaf einstaka magapestir í gangi. Þannig að það er alveg nóg af verkefnum.“ Landsmenn hafi að miklu leyti hafa sloppið við þessar pestar á meðan að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir „Við höfum passað okkur svo vel síðustu tvö þrjú árin. Það er þannig að þessar venjulegu umgangspestir við urðum minna vör við þær í Covidtímanum. Þannig að þá eru margir ekki varðir og eru móttækilegri fyrir sýkingum nú í ár.“ Ekki sé of seint að bólusetja sig gegn inflúensunni en erfitt sé að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. „Það fer eftir því hvaða stofnar eru og svona en vissulega erum við búin að passa okkur vel síðustu tvö árin. Þannig það er ekkert ólíklegt að við finnum fyrir henni í vetur. Þannig það skiptir máli að þessar hefðbundu sóttvarnir sem við tileinkuðum okkur í Covidinu, þær gilda alveg áfram.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Inflúensa gengur að jafnaði árlega yfir hér á landi. Kórónuveirufaraldurinn hafði þó nokkur áhrif á hana en veturinn 2020-2021 greindist engin inflúensa hér á landi. Síðasta vetur var hún svo seinna á ferðinni en venjulega. Nú hefur flensan hins vegar stungið sér niður hér á landi. „Hún er aðeins farin að greinast. Það er ekki komið mjög mikið en það er búið að greina hérna flensu alveg þannig að hún er komin þó það sé ekki flensufaraldur,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir töluvert álag á heilsugæslugæslunni þessa dagana. „Það er náttúrulega bara mjög mikið af haustpestum. Bara kvefpestum og efri loftvegasýkingum ýmsum sem að við erum að sjá og svo eru alltaf einstaka magapestir í gangi. Þannig að það er alveg nóg af verkefnum.“ Landsmenn hafi að miklu leyti hafa sloppið við þessar pestar á meðan að kórónuveirufaraldurinn gekk yfir „Við höfum passað okkur svo vel síðustu tvö þrjú árin. Það er þannig að þessar venjulegu umgangspestir við urðum minna vör við þær í Covidtímanum. Þannig að þá eru margir ekki varðir og eru móttækilegri fyrir sýkingum nú í ár.“ Ekki sé of seint að bólusetja sig gegn inflúensunni en erfitt sé að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. „Það fer eftir því hvaða stofnar eru og svona en vissulega erum við búin að passa okkur vel síðustu tvö árin. Þannig það er ekkert ólíklegt að við finnum fyrir henni í vetur. Þannig það skiptir máli að þessar hefðbundu sóttvarnir sem við tileinkuðum okkur í Covidinu, þær gilda alveg áfram.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira