Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2022 14:08 Hríseyjarferjan Sævar við landfestar í Hrísey. Ferjan siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. Vísir/Atli Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í bókun hverfisráðs Hríseyjar frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að vetraráætlun nú geri ráð fyrir sex til átta ferðum daglega en sumaráætlun átta til tíu ferðum, samtals 2.840 ferðir á ári. „Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningarviðburði svo eitthvað sé nefnt. Ferjan er okkar þjóðvegur sem þarf að vera opinn með tíðum og öruggum ferjusiglingum,“ segir í bókuninni. Úr Hrísey.Vísir/Vilhelm Vilja „+/-20%“ út úr útboðinu Hverfisráðið fer fram á að áætlunin muni standa óbreytt með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur. Er farið fram á að réttur Vegagerðarinnar til að fjölga eða fækka ferðum tuttugu prósent samningstímanum verði tekið úr útboðinu. Hverfisráðið vill meina að ef fækka ætti ferðum enn frekar liggi fyrir að lítill sparnaður fælist í því að fella út ferðir um miðjan dag. „Ef stytta ætti viðveru áhafnar ferjunnar og taka út fyrstu ferð að morgni [klukkan sjö] eða síðustu ferð að kvöldi [klukkan 23] útilokar það möguleika marga íbúa að sækja atvinnu í land. Við samþykkjum því ekki að í kjölfar þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í Hrísey undanfarin ár verði ferðum ferjunnar fækkað.“ „Starfsmenn í Garðabæ“ Í bókuninni er einnig fjallað um þátttöku Hríseyjar í Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar, á árunum 2015 til 2019. „Fækkun ferjuferða gerir okkur mun erfiðara fyrir að vinna að uppbyggingu eyjarinnar og er óskiljanlegt ef starfsmenn á skrifstofu Vegagerðarinnar í Garðabæ geta haft slíkt áhrif, þvert gegn fyrri velvilja ríkisins varðandi uppbyggingu í Hrísey,“ segir í bókuninni, þar sem vísað er til að höfuðstöðvar Vegagerðarinnar eru nú í Suðurhrauni í Garðabæ. Hrísey er í Eyjafirði.Vísir/Egill Þá er einnig gagnrýnt að í útboðsgögnum sé ferjuáætlunin ekki skilgreind heldur skulu hún unnin af rekstraraðila og samþykkt af Vegagerðinni. Vill hverfisráðið meina að það sé fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða hvaða ferðir séu farnar. Sömuleiðis þá sé ekki tekið skýrt fram í gögnunum að heimahöfn ferjunnar skuli ávallt vera í Hrísey sem sé afar mikilvægt vegna sjúkraflutninga og viðbragðstíma að koma sjúklingum frá eynni. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar segir að samningstíminn nú sé þrjú ár og með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum, eitt ár í senn. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og skal tilboðum skilað rafrænt í síðasta lagi þriðjudaginn 29. nóvember næstkomandi. Hríseyjarferjan Sævar siglir milli Hríseyjar og Árskógssands, en Andey ehf er núverandi rekstraraðili ferjunnar. Málið var tekið fyrir fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar á fimmtudaginn. Fer bæjarráð þar sem tekið er undir bókun hverfisráðs Hríseyjar og er bæjarstjóranum Ásthildi Sturludóttur falið að fylgja málinu eftir. Hrísey Akureyri Byggðamál Samgöngur Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í bókun hverfisráðs Hríseyjar frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að vetraráætlun nú geri ráð fyrir sex til átta ferðum daglega en sumaráætlun átta til tíu ferðum, samtals 2.840 ferðir á ári. „Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningarviðburði svo eitthvað sé nefnt. Ferjan er okkar þjóðvegur sem þarf að vera opinn með tíðum og öruggum ferjusiglingum,“ segir í bókuninni. Úr Hrísey.Vísir/Vilhelm Vilja „+/-20%“ út úr útboðinu Hverfisráðið fer fram á að áætlunin muni standa óbreytt með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur. Er farið fram á að réttur Vegagerðarinnar til að fjölga eða fækka ferðum tuttugu prósent samningstímanum verði tekið úr útboðinu. Hverfisráðið vill meina að ef fækka ætti ferðum enn frekar liggi fyrir að lítill sparnaður fælist í því að fella út ferðir um miðjan dag. „Ef stytta ætti viðveru áhafnar ferjunnar og taka út fyrstu ferð að morgni [klukkan sjö] eða síðustu ferð að kvöldi [klukkan 23] útilokar það möguleika marga íbúa að sækja atvinnu í land. Við samþykkjum því ekki að í kjölfar þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í Hrísey undanfarin ár verði ferðum ferjunnar fækkað.“ „Starfsmenn í Garðabæ“ Í bókuninni er einnig fjallað um þátttöku Hríseyjar í Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar, á árunum 2015 til 2019. „Fækkun ferjuferða gerir okkur mun erfiðara fyrir að vinna að uppbyggingu eyjarinnar og er óskiljanlegt ef starfsmenn á skrifstofu Vegagerðarinnar í Garðabæ geta haft slíkt áhrif, þvert gegn fyrri velvilja ríkisins varðandi uppbyggingu í Hrísey,“ segir í bókuninni, þar sem vísað er til að höfuðstöðvar Vegagerðarinnar eru nú í Suðurhrauni í Garðabæ. Hrísey er í Eyjafirði.Vísir/Egill Þá er einnig gagnrýnt að í útboðsgögnum sé ferjuáætlunin ekki skilgreind heldur skulu hún unnin af rekstraraðila og samþykkt af Vegagerðinni. Vill hverfisráðið meina að það sé fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða hvaða ferðir séu farnar. Sömuleiðis þá sé ekki tekið skýrt fram í gögnunum að heimahöfn ferjunnar skuli ávallt vera í Hrísey sem sé afar mikilvægt vegna sjúkraflutninga og viðbragðstíma að koma sjúklingum frá eynni. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar segir að samningstíminn nú sé þrjú ár og með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum, eitt ár í senn. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og skal tilboðum skilað rafrænt í síðasta lagi þriðjudaginn 29. nóvember næstkomandi. Hríseyjarferjan Sævar siglir milli Hríseyjar og Árskógssands, en Andey ehf er núverandi rekstraraðili ferjunnar. Málið var tekið fyrir fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar á fimmtudaginn. Fer bæjarráð þar sem tekið er undir bókun hverfisráðs Hríseyjar og er bæjarstjóranum Ásthildi Sturludóttur falið að fylgja málinu eftir.
Hrísey Akureyri Byggðamál Samgöngur Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira