Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 14:30 Kristófer Acox og félagar í íslenska landsliðinu hafa unnið sigra gegn Úkraínu og Ítalíu á heimavelli, í æsispennandi, framlengdum leikjum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM. Ísland á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki við Georgíu og Úkraínu, á næstu sex dögum, sem ráða miklu um möguleikana á HM-sæti. Leikurinn við Georgíu á föstudaginn er í Laugardalshöll en liðið mætir svo Úkraínu í Riga í Lettlandi á mánudaginn. Með sigri í báðum leikjum eru góðar líkur á að Ísland tryggi sig inn á HM, en liðið á svo einnig eftir heimaleik við Spán og útileik gegn Georgíu í febrúar. Ísland er sem stendur í 3. sæti síns riðils og komast þrjú efstu liðin á HM. Liðið hefur unnið frækna heimasigra gegn Ítalíu og Úkraínu í afar spennandi leikjum, og tvo sigra gegn Hollandi, en tapað á útivelli gegn Spáni og Ítalíu. Staðan í riðli Íslands eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA er Ísland í 12. sæti af liðunum í undankeppninni í Evrópu, og þar með síðasta liðið inn á HM. Um Ísland segir á vef sambandsins: „Draumur Íslands um að komast í fyrsta sinn á HM gæti ræst í þessum leikjaglugga en liðið á fyrir höndum rosalegt uppgjör við Georgíu í Reykjavík, þar sem sigur gæfi liðinu tveggja sigra forskot á Austur-Evrópubúana. Ísland lýkur glugganum með útileik við Úkraínu.“ Finnland er eina Evrópuliðið sem þegar hefur tryggt sig inn á HM, sem fram fer í Japan, Filippseyjum og Indónesíu frá 25. ágúst til 10. september á næsta ári. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánar, sem eru á toppi riðils Íslands, eru skiljanlega efstir í styrkleikaröðun FIBA og Ítalía, sem er í 2. sæti riðils Íslands, er í 7. sæti. Georgía er sagt í harðri baráttu við Ísland um að komast á HM en allt þarf að ganga upp hjá Úkraínu til að liðið nái 3. sæti og komist á HM. Draumurinn er úti hjá Hollendingum sem eru neðstir, án sigurs. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Ísland á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki við Georgíu og Úkraínu, á næstu sex dögum, sem ráða miklu um möguleikana á HM-sæti. Leikurinn við Georgíu á föstudaginn er í Laugardalshöll en liðið mætir svo Úkraínu í Riga í Lettlandi á mánudaginn. Með sigri í báðum leikjum eru góðar líkur á að Ísland tryggi sig inn á HM, en liðið á svo einnig eftir heimaleik við Spán og útileik gegn Georgíu í febrúar. Ísland er sem stendur í 3. sæti síns riðils og komast þrjú efstu liðin á HM. Liðið hefur unnið frækna heimasigra gegn Ítalíu og Úkraínu í afar spennandi leikjum, og tvo sigra gegn Hollandi, en tapað á útivelli gegn Spáni og Ítalíu. Staðan í riðli Íslands eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA er Ísland í 12. sæti af liðunum í undankeppninni í Evrópu, og þar með síðasta liðið inn á HM. Um Ísland segir á vef sambandsins: „Draumur Íslands um að komast í fyrsta sinn á HM gæti ræst í þessum leikjaglugga en liðið á fyrir höndum rosalegt uppgjör við Georgíu í Reykjavík, þar sem sigur gæfi liðinu tveggja sigra forskot á Austur-Evrópubúana. Ísland lýkur glugganum með útileik við Úkraínu.“ Finnland er eina Evrópuliðið sem þegar hefur tryggt sig inn á HM, sem fram fer í Japan, Filippseyjum og Indónesíu frá 25. ágúst til 10. september á næsta ári. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánar, sem eru á toppi riðils Íslands, eru skiljanlega efstir í styrkleikaröðun FIBA og Ítalía, sem er í 2. sæti riðils Íslands, er í 7. sæti. Georgía er sagt í harðri baráttu við Ísland um að komast á HM en allt þarf að ganga upp hjá Úkraínu til að liðið nái 3. sæti og komist á HM. Draumurinn er úti hjá Hollendingum sem eru neðstir, án sigurs. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira