Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2022 14:41 Kausea Natano, forsætisráðherra Túvalú, í pontu á COP27-loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Loftslagsváin er óvíða eins aðsteðjandi og í heimalandi hans en eyjurnar sökkva nú í sæ vegna hækkandi yfirborðs sjávar. AP/Peter Dejong Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. Kausea Natano, forsætisráðherra Kyrrahafseyríkisins Túvalú, boðaði í morgun að hann ætlaði að leggja til samning um takmörkun útbreiðslu kola, olíu og gass á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Plánetan brennur á meðan þeir græða,“ sagði Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem talaði fyrir hönd fleiri smárra eyríkja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Leiðtogar eyríkja hafa einnig farið fram á hnattrænan skatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja en hann er nú í hæstu hæðum á sama tíma og orkukreppa geisar víða um heim. Hugmyndin um hvalrekaskatt á fyrirtækin er sögð eiga vaxandi vinsældum að fagna. Bretar og Egyptar, gestgjafar loftslagsráðstefnunnar í fyrra og ár, kynntu í dag nýja skýrslu um fjárþörf þróunarríkja vegna loftslagsbreytinga. Þar er áætlað að ríkin þurfi að tryggja sér um biljón dollara, jafnvirði um 147 biljóna (milljón milljóna) íslenskra króna úr hendi fjárfesta, iðnríkja og þróunarbanka á ári í loftslagsaðgerðir fyrir lok þessa áratugs. Þau þurfi sjálf að leggja annað eins til. Þessa stundina fjárfesta þessir utanaðkomandi aðilar um fimm hundruð milljónir dollara á ári í að búa þróunarríki undir afleiðingar loftslagsbreytinga og aðstoða við orkuskipti, að því er segir í frétt Reuters. Mest þarf að auka fjárfestingu einkafyrirtækja, bæði innlendra og erlendra, í þróunarríkjunum en einnig þarf að þrefalda lánveitingar þróunarbanka. Mælt er með því að þeir bjóði upp á lán með ívilnunum í auknum mæli. „Að leysa verulega loftslagsfjárfestingu úr læðingi er lykillinn að áskorunum í þróunarmálum í samtímanum,“ segir Vera Songwe, einn höfunda skýrslunnar. Vill endurlífga viðræður um frjáls viðskipti með umhverfisvænar vörur Ngozi Okonjo-Iweala, forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), segist stefna að því að endurlífga samningaviðræður um grænan viðskiptasamning á heimsvísu. Slíkar umræður fóru út um þúfur árið 2016 vegna ágreinings Kínverja og fulltrúa vestrænna ríkja um hvaða vörur ættu að vera á lista yfir umhverfisvænan varning. Hugmyndir eru um að vörur eins og sólarsellur og snjallhitastýribúnaður gæti verið undanþeginn tollum og öðrum viðskiptahindrunum til þess að draga úr kostnaði við loftslagsaðgerðir. „Það verður að vera hagstæðara viðskiptaumhverfi fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðrar umhverfisvænar vörur,“ segir Okonjo-Iweala sem bendir á að tollar á jarðefnaeldsneytisvörur séu víða lægri en á endurnýjanlega orkugjafa. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Túvalú Antígva og Barbúda Tengdar fréttir Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Kausea Natano, forsætisráðherra Kyrrahafseyríkisins Túvalú, boðaði í morgun að hann ætlaði að leggja til samning um takmörkun útbreiðslu kola, olíu og gass á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Plánetan brennur á meðan þeir græða,“ sagði Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem talaði fyrir hönd fleiri smárra eyríkja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Leiðtogar eyríkja hafa einnig farið fram á hnattrænan skatt á hagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja en hann er nú í hæstu hæðum á sama tíma og orkukreppa geisar víða um heim. Hugmyndin um hvalrekaskatt á fyrirtækin er sögð eiga vaxandi vinsældum að fagna. Bretar og Egyptar, gestgjafar loftslagsráðstefnunnar í fyrra og ár, kynntu í dag nýja skýrslu um fjárþörf þróunarríkja vegna loftslagsbreytinga. Þar er áætlað að ríkin þurfi að tryggja sér um biljón dollara, jafnvirði um 147 biljóna (milljón milljóna) íslenskra króna úr hendi fjárfesta, iðnríkja og þróunarbanka á ári í loftslagsaðgerðir fyrir lok þessa áratugs. Þau þurfi sjálf að leggja annað eins til. Þessa stundina fjárfesta þessir utanaðkomandi aðilar um fimm hundruð milljónir dollara á ári í að búa þróunarríki undir afleiðingar loftslagsbreytinga og aðstoða við orkuskipti, að því er segir í frétt Reuters. Mest þarf að auka fjárfestingu einkafyrirtækja, bæði innlendra og erlendra, í þróunarríkjunum en einnig þarf að þrefalda lánveitingar þróunarbanka. Mælt er með því að þeir bjóði upp á lán með ívilnunum í auknum mæli. „Að leysa verulega loftslagsfjárfestingu úr læðingi er lykillinn að áskorunum í þróunarmálum í samtímanum,“ segir Vera Songwe, einn höfunda skýrslunnar. Vill endurlífga viðræður um frjáls viðskipti með umhverfisvænar vörur Ngozi Okonjo-Iweala, forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), segist stefna að því að endurlífga samningaviðræður um grænan viðskiptasamning á heimsvísu. Slíkar umræður fóru út um þúfur árið 2016 vegna ágreinings Kínverja og fulltrúa vestrænna ríkja um hvaða vörur ættu að vera á lista yfir umhverfisvænan varning. Hugmyndir eru um að vörur eins og sólarsellur og snjallhitastýribúnaður gæti verið undanþeginn tollum og öðrum viðskiptahindrunum til þess að draga úr kostnaði við loftslagsaðgerðir. „Það verður að vera hagstæðara viðskiptaumhverfi fyrir endurnýjanlega orkugjafa og aðrar umhverfisvænar vörur,“ segir Okonjo-Iweala sem bendir á að tollar á jarðefnaeldsneytisvörur séu víða lægri en á endurnýjanlega orkugjafa.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Bensín og olía Túvalú Antígva og Barbúda Tengdar fréttir Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“