Kynfræðsla – hver ætlar að redda málunum? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:31 Kynfræðslu þarf að auka, það þarf að gera stórátak í kynfræðslu á öllum skólastigum, kynfræðsla þarf að vera skyldufag, börn og unglingar þurfa kynfræðslu frá unga aldri. Þessar yfirlýsingar eru ekki nýjar af nálinni, heldur birtust þær fyrst í greinaskrifum um kynfræðslu árið 1986. Síðan þá höfum við oft lagt af stað í þá vegferð að raungera þessar yfirlýsingar. Stýrihópar, sérfræðingahópar, áætlanir og fréttatilkynningar um að nú eigi aldeilis að taka til hendinni, en enn bíða þau sem eiga að taka þátt í eflingunni eftir raunverulegum efndum. Fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum er þannig sett í þá ómögulegu stöðu að vera krafin um fræðslu frá samfélaginu, án nægjanlegs stuðnings eða fræðslu. Hópar sem hljóta öfluga kynfræðslu eru líklegri til að lifa góðu og heilbrigðara kynlífi og eru ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, það hlýtur því að vera til einhvers að vinna að sinna fræðslunni vel. Því miður er það enn of víða þannig að kennarar kasta málefninu á milli sín og of margir treysta sér ekki til að taka kynfræðsluna fyrir. Þó verður að taka það fram að víða er verið að gera vel þar sem margir koma að kennslunni og vonandi styður það fleiri til að takast á við málefnið. En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna leyfum við kynfræðslu að verða útundan með afsökunum um að hún sé siðferðislega flókin og vandræðaleg? Værum við sem samfélag sátt við að nemendur á grunnskólastigi myndu ekki læra neitt um fallbeygingar eða deilingu á þeim forsendum að hugtökin væru flókin og fáir kennarar treystu sér í að kenna þessa þætti? Eins og staðan er í dag fá kennaranemar og nemendur í tómstunda og félagsmálafræði, ekki kennslu tengda kynfræði en hægt er að taka diplómagráðu í kynfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það gefur því augaleið að við stöndum ekki nógu vel að því að mennta fagfólkið sem kemur að börnunum okkar á hinum ýmsu skeiðum ævinnar þegar kemur að kynfræðslu. Það er því ekki skrýtið að kennarar og annað fagfólk veigri sér við umræðunni þegar fræðsla til þeirra sjálfra er af skornum skammti. Við verðum, fræðasamfélagið, fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum og öll sem höfum áhuga og vilja á að búa til heilbrigt samfélag þar sem börn fá góða, heildstæða kynfræðslu, að taka okkur saman í andlitinu. Við verðum að styðja fagfólkið okkar betur til að veita kynfræðsluna og það verður að huga betur að endurnýjun námsefnis. Það má ekki láta enn eina kynslóðina detta á milli skips og bryggju því við fullorðna fólkið vorum upptekin í „pant ekki ég“ leiknum. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarkona í KynÍs, Kynfræðifélagi Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga, viðburðaröð KynÍs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Kynfræðslu þarf að auka, það þarf að gera stórátak í kynfræðslu á öllum skólastigum, kynfræðsla þarf að vera skyldufag, börn og unglingar þurfa kynfræðslu frá unga aldri. Þessar yfirlýsingar eru ekki nýjar af nálinni, heldur birtust þær fyrst í greinaskrifum um kynfræðslu árið 1986. Síðan þá höfum við oft lagt af stað í þá vegferð að raungera þessar yfirlýsingar. Stýrihópar, sérfræðingahópar, áætlanir og fréttatilkynningar um að nú eigi aldeilis að taka til hendinni, en enn bíða þau sem eiga að taka þátt í eflingunni eftir raunverulegum efndum. Fagfólk sem starfar með börnum og ungmennum er þannig sett í þá ómögulegu stöðu að vera krafin um fræðslu frá samfélaginu, án nægjanlegs stuðnings eða fræðslu. Hópar sem hljóta öfluga kynfræðslu eru líklegri til að lifa góðu og heilbrigðara kynlífi og eru ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, það hlýtur því að vera til einhvers að vinna að sinna fræðslunni vel. Því miður er það enn of víða þannig að kennarar kasta málefninu á milli sín og of margir treysta sér ekki til að taka kynfræðsluna fyrir. Þó verður að taka það fram að víða er verið að gera vel þar sem margir koma að kennslunni og vonandi styður það fleiri til að takast á við málefnið. En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna leyfum við kynfræðslu að verða útundan með afsökunum um að hún sé siðferðislega flókin og vandræðaleg? Værum við sem samfélag sátt við að nemendur á grunnskólastigi myndu ekki læra neitt um fallbeygingar eða deilingu á þeim forsendum að hugtökin væru flókin og fáir kennarar treystu sér í að kenna þessa þætti? Eins og staðan er í dag fá kennaranemar og nemendur í tómstunda og félagsmálafræði, ekki kennslu tengda kynfræði en hægt er að taka diplómagráðu í kynfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Það gefur því augaleið að við stöndum ekki nógu vel að því að mennta fagfólkið sem kemur að börnunum okkar á hinum ýmsu skeiðum ævinnar þegar kemur að kynfræðslu. Það er því ekki skrýtið að kennarar og annað fagfólk veigri sér við umræðunni þegar fræðsla til þeirra sjálfra er af skornum skammti. Við verðum, fræðasamfélagið, fagfólk sem vinnur með börnum og ungmennum og öll sem höfum áhuga og vilja á að búa til heilbrigt samfélag þar sem börn fá góða, heildstæða kynfræðslu, að taka okkur saman í andlitinu. Við verðum að styðja fagfólkið okkar betur til að veita kynfræðsluna og það verður að huga betur að endurnýjun námsefnis. Það má ekki láta enn eina kynslóðina detta á milli skips og bryggju því við fullorðna fólkið vorum upptekin í „pant ekki ég“ leiknum. Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarkona í KynÍs, Kynfræðifélagi Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga, viðburðaröð KynÍs.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun