Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2022 07:45 Vísindamenn hafa um árabil sagt að mannkynið þurfi að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti ef það ætlar að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Hagsmunaverðir olíufyrirtækja eru fjölmennir á COP27-ráðstefnunni. Vísir/EPA Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. Séu tölurnar sem breska ríkisútvarpið BBC fékk frá félagasamtökunum Global Witness réttar eru fulltrúar olíu-, kola- og gasfyrirtækja fjölmennari en sendinefndar þeirra tíu ríkja sem verða fyrir mestum áhrifum af völdum loftslagsbreytinga samanlagt. Hagsmunaverðir iðnaðarins hafa alltaf sótt ráðstefnuna en í fyrra er áætlað að þeir hafi verið rétt um fimm hundruð talsins. Global Witness telur að þeir séu 636 í ár, þar á meðal um tvö hundruð í sendinefndum ríkja. Aðrir tilheyra hagsmunasamtökum, alþjóðastofnunum eða félagasamtökum. Af sendinefndum einstakra ríkja eru hagsmunaverðirnir fjölmennastir í föruneyti Sameinuðu arabísku furstadæmisins eða sjötíu talsins. Í rússnesku sendinefndinni eru taldir 33 fulltrúar hagsmunaaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði. „COP27 lítur út eins og kaupstefna jarðefnaeldsneytisiðnaðarins,“ hefur BBC eftir Rachel Rose Jackson frá samtökunum Corporate Accountabilty sem tók þátt í að birta tölurnar. „Þeir eru drifnir áfram af hagnaði og græðgi. Þeim er ekki alvara með loftslagsaðgerðum. Þeim hefur aldrei verið það og verða það aldrei,“ segir hún. Fjöldi hagsmunavarða iðnaðarins er þó aðeins dropi í hafið á ráðstefnunni. Áætlað er að um 35.000 manns sæki ráðstefnuna í ár. Einn hagsmunavarðanna á ráðstefnunni er Omar Farouk Ibrahim, forstjóri Samtaka afrískra olíuframleiðsluríkja. Hann segist reyna að hafa áhrif á samningamenn á ráðstefnunni til að reyna að afla stuðnings við olíu- og gasvinnslu í Afríku og vísar til þess að um 600 milljónir manna hafi ekki aðgang að rafmagni í álfunni. „Ef þú ert ekki við borðið þá verður þú á matseðlinum,“ segir Ibrahim. Í aðdraganda ráðstefnunnar í ár hefur sú hugmynd að leggja sérstakan hvalrekaskatt á methagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja átt auknum vinsældum að fagna. Slíkur skattur yrði notaður til þess að fjármagna aðstoð við þróunarríki vegna loftslagsvárinnar. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Egyptaland Bensín og olía Tengdar fréttir Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9. nóvember 2022 13:49 Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Séu tölurnar sem breska ríkisútvarpið BBC fékk frá félagasamtökunum Global Witness réttar eru fulltrúar olíu-, kola- og gasfyrirtækja fjölmennari en sendinefndar þeirra tíu ríkja sem verða fyrir mestum áhrifum af völdum loftslagsbreytinga samanlagt. Hagsmunaverðir iðnaðarins hafa alltaf sótt ráðstefnuna en í fyrra er áætlað að þeir hafi verið rétt um fimm hundruð talsins. Global Witness telur að þeir séu 636 í ár, þar á meðal um tvö hundruð í sendinefndum ríkja. Aðrir tilheyra hagsmunasamtökum, alþjóðastofnunum eða félagasamtökum. Af sendinefndum einstakra ríkja eru hagsmunaverðirnir fjölmennastir í föruneyti Sameinuðu arabísku furstadæmisins eða sjötíu talsins. Í rússnesku sendinefndinni eru taldir 33 fulltrúar hagsmunaaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði. „COP27 lítur út eins og kaupstefna jarðefnaeldsneytisiðnaðarins,“ hefur BBC eftir Rachel Rose Jackson frá samtökunum Corporate Accountabilty sem tók þátt í að birta tölurnar. „Þeir eru drifnir áfram af hagnaði og græðgi. Þeim er ekki alvara með loftslagsaðgerðum. Þeim hefur aldrei verið það og verða það aldrei,“ segir hún. Fjöldi hagsmunavarða iðnaðarins er þó aðeins dropi í hafið á ráðstefnunni. Áætlað er að um 35.000 manns sæki ráðstefnuna í ár. Einn hagsmunavarðanna á ráðstefnunni er Omar Farouk Ibrahim, forstjóri Samtaka afrískra olíuframleiðsluríkja. Hann segist reyna að hafa áhrif á samningamenn á ráðstefnunni til að reyna að afla stuðnings við olíu- og gasvinnslu í Afríku og vísar til þess að um 600 milljónir manna hafi ekki aðgang að rafmagni í álfunni. „Ef þú ert ekki við borðið þá verður þú á matseðlinum,“ segir Ibrahim. Í aðdraganda ráðstefnunnar í ár hefur sú hugmynd að leggja sérstakan hvalrekaskatt á methagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja átt auknum vinsældum að fagna. Slíkur skattur yrði notaður til þess að fjármagna aðstoð við þróunarríki vegna loftslagsvárinnar.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Egyptaland Bensín og olía Tengdar fréttir Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9. nóvember 2022 13:49 Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9. nóvember 2022 13:49
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08