Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2022 07:45 Vísindamenn hafa um árabil sagt að mannkynið þurfi að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti ef það ætlar að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Hagsmunaverðir olíufyrirtækja eru fjölmennir á COP27-ráðstefnunni. Vísir/EPA Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. Séu tölurnar sem breska ríkisútvarpið BBC fékk frá félagasamtökunum Global Witness réttar eru fulltrúar olíu-, kola- og gasfyrirtækja fjölmennari en sendinefndar þeirra tíu ríkja sem verða fyrir mestum áhrifum af völdum loftslagsbreytinga samanlagt. Hagsmunaverðir iðnaðarins hafa alltaf sótt ráðstefnuna en í fyrra er áætlað að þeir hafi verið rétt um fimm hundruð talsins. Global Witness telur að þeir séu 636 í ár, þar á meðal um tvö hundruð í sendinefndum ríkja. Aðrir tilheyra hagsmunasamtökum, alþjóðastofnunum eða félagasamtökum. Af sendinefndum einstakra ríkja eru hagsmunaverðirnir fjölmennastir í föruneyti Sameinuðu arabísku furstadæmisins eða sjötíu talsins. Í rússnesku sendinefndinni eru taldir 33 fulltrúar hagsmunaaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði. „COP27 lítur út eins og kaupstefna jarðefnaeldsneytisiðnaðarins,“ hefur BBC eftir Rachel Rose Jackson frá samtökunum Corporate Accountabilty sem tók þátt í að birta tölurnar. „Þeir eru drifnir áfram af hagnaði og græðgi. Þeim er ekki alvara með loftslagsaðgerðum. Þeim hefur aldrei verið það og verða það aldrei,“ segir hún. Fjöldi hagsmunavarða iðnaðarins er þó aðeins dropi í hafið á ráðstefnunni. Áætlað er að um 35.000 manns sæki ráðstefnuna í ár. Einn hagsmunavarðanna á ráðstefnunni er Omar Farouk Ibrahim, forstjóri Samtaka afrískra olíuframleiðsluríkja. Hann segist reyna að hafa áhrif á samningamenn á ráðstefnunni til að reyna að afla stuðnings við olíu- og gasvinnslu í Afríku og vísar til þess að um 600 milljónir manna hafi ekki aðgang að rafmagni í álfunni. „Ef þú ert ekki við borðið þá verður þú á matseðlinum,“ segir Ibrahim. Í aðdraganda ráðstefnunnar í ár hefur sú hugmynd að leggja sérstakan hvalrekaskatt á methagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja átt auknum vinsældum að fagna. Slíkur skattur yrði notaður til þess að fjármagna aðstoð við þróunarríki vegna loftslagsvárinnar. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Egyptaland Bensín og olía Tengdar fréttir Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9. nóvember 2022 13:49 Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Séu tölurnar sem breska ríkisútvarpið BBC fékk frá félagasamtökunum Global Witness réttar eru fulltrúar olíu-, kola- og gasfyrirtækja fjölmennari en sendinefndar þeirra tíu ríkja sem verða fyrir mestum áhrifum af völdum loftslagsbreytinga samanlagt. Hagsmunaverðir iðnaðarins hafa alltaf sótt ráðstefnuna en í fyrra er áætlað að þeir hafi verið rétt um fimm hundruð talsins. Global Witness telur að þeir séu 636 í ár, þar á meðal um tvö hundruð í sendinefndum ríkja. Aðrir tilheyra hagsmunasamtökum, alþjóðastofnunum eða félagasamtökum. Af sendinefndum einstakra ríkja eru hagsmunaverðirnir fjölmennastir í föruneyti Sameinuðu arabísku furstadæmisins eða sjötíu talsins. Í rússnesku sendinefndinni eru taldir 33 fulltrúar hagsmunaaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði. „COP27 lítur út eins og kaupstefna jarðefnaeldsneytisiðnaðarins,“ hefur BBC eftir Rachel Rose Jackson frá samtökunum Corporate Accountabilty sem tók þátt í að birta tölurnar. „Þeir eru drifnir áfram af hagnaði og græðgi. Þeim er ekki alvara með loftslagsaðgerðum. Þeim hefur aldrei verið það og verða það aldrei,“ segir hún. Fjöldi hagsmunavarða iðnaðarins er þó aðeins dropi í hafið á ráðstefnunni. Áætlað er að um 35.000 manns sæki ráðstefnuna í ár. Einn hagsmunavarðanna á ráðstefnunni er Omar Farouk Ibrahim, forstjóri Samtaka afrískra olíuframleiðsluríkja. Hann segist reyna að hafa áhrif á samningamenn á ráðstefnunni til að reyna að afla stuðnings við olíu- og gasvinnslu í Afríku og vísar til þess að um 600 milljónir manna hafi ekki aðgang að rafmagni í álfunni. „Ef þú ert ekki við borðið þá verður þú á matseðlinum,“ segir Ibrahim. Í aðdraganda ráðstefnunnar í ár hefur sú hugmynd að leggja sérstakan hvalrekaskatt á methagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja átt auknum vinsældum að fagna. Slíkur skattur yrði notaður til þess að fjármagna aðstoð við þróunarríki vegna loftslagsvárinnar.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Egyptaland Bensín og olía Tengdar fréttir Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9. nóvember 2022 13:49 Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9. nóvember 2022 13:49
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08