Fátt sem fellur með krónunni Bjarki Sigurðsson skrifar 10. nóvember 2022 09:30 Arion banki spáir nýjum veruleika á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir. Ný hagspá Arion banka birtist á vef þeirra fyrr í dag. Þar segir að kröftug einkaneysla, hraður bati ferðaþjónustunnar og vaxandi fjárfesting valdi því að hagvöxtur verði mun meiri en búist var við. Hagvaxtarspáin er ekki svo góð á næsta ári og telur bankinn að fjárfestingar muni gefa eftir og hægja á eftirspurnarvexti, bæði innanlands sem og eftirspurn eftir íslenskum útflutningsafurðum. Veturinn verður sérstaklega erfiður fyrir ferðaþjónustuna en efnahagsþrengingar í Evrópu og hækkandi flugfargjöld gætu fregið úr eftirspurn eftir Íslandsferðum. Það spilar þó með Íslandi að auðvelt er að koma hingað til lands. Því spáir bankinn að komur ferðamanna til Íslands muni halda áfram að aukast og er búist við því að 1,9 milljón ferðamanna heimsæki landið á næsta ári. „Útlit er fyrir að aðstæður á vinnumarkaði muni styðja við einkaneysluna, þó nokkuð hægi á vexti hennar á næsta ári eftir metár í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi muni haldast nokkuð stöðugt út spátímann, á milli 3,7%-3,9%, og að fyrirtæki þurfi að mæta umtalsverðum launahækkunum á komandi misserum,“ segir í hagspánni. Bankinn spáir nýjum veruleika á húsnæðismarkaði, veruleika þar sem vísitala íbúðaverðs sveiflast milli mánaða, árstakturinn fellur hratt og dansar í kringum núllið. Þá verða raunverðslækkandi viðvarandi næstu þrjú ár. „Það er fátt sem fellur með krónunni um þessar mundir, vaxtamunur fer minnkandi og lífeyrissjóðir auka við erlendar fjárfestingar sínar, á sama tíma og viðskiptakjörin gefa eftir og Íslendingar fá ekki nóg af utanlandsferðum. Gengisspáin byggir á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldi áfram að gefa eftir fram á næsta ár, en að flæðið, og ekki síst væntingar um innflæði, leggist síðar á sveif með krónunni,“ segir í spánni. Arion banki Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ný hagspá Arion banka birtist á vef þeirra fyrr í dag. Þar segir að kröftug einkaneysla, hraður bati ferðaþjónustunnar og vaxandi fjárfesting valdi því að hagvöxtur verði mun meiri en búist var við. Hagvaxtarspáin er ekki svo góð á næsta ári og telur bankinn að fjárfestingar muni gefa eftir og hægja á eftirspurnarvexti, bæði innanlands sem og eftirspurn eftir íslenskum útflutningsafurðum. Veturinn verður sérstaklega erfiður fyrir ferðaþjónustuna en efnahagsþrengingar í Evrópu og hækkandi flugfargjöld gætu fregið úr eftirspurn eftir Íslandsferðum. Það spilar þó með Íslandi að auðvelt er að koma hingað til lands. Því spáir bankinn að komur ferðamanna til Íslands muni halda áfram að aukast og er búist við því að 1,9 milljón ferðamanna heimsæki landið á næsta ári. „Útlit er fyrir að aðstæður á vinnumarkaði muni styðja við einkaneysluna, þó nokkuð hægi á vexti hennar á næsta ári eftir metár í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi muni haldast nokkuð stöðugt út spátímann, á milli 3,7%-3,9%, og að fyrirtæki þurfi að mæta umtalsverðum launahækkunum á komandi misserum,“ segir í hagspánni. Bankinn spáir nýjum veruleika á húsnæðismarkaði, veruleika þar sem vísitala íbúðaverðs sveiflast milli mánaða, árstakturinn fellur hratt og dansar í kringum núllið. Þá verða raunverðslækkandi viðvarandi næstu þrjú ár. „Það er fátt sem fellur með krónunni um þessar mundir, vaxtamunur fer minnkandi og lífeyrissjóðir auka við erlendar fjárfestingar sínar, á sama tíma og viðskiptakjörin gefa eftir og Íslendingar fá ekki nóg af utanlandsferðum. Gengisspáin byggir á þeirri forsendu að gengi krónunnar haldi áfram að gefa eftir fram á næsta ár, en að flæðið, og ekki síst væntingar um innflæði, leggist síðar á sveif með krónunni,“ segir í spánni.
Arion banki Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira