Heimtar afsökunarbeiðni frá Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 13:30 Michael Jordan skorar á Isiah Thomas í frægu einvígi Chicago Bulls og Detroit Pistons í úrslitakeppninni 1991. Getty/Focus Isiah Thomas er ekki búinn að fyrirgefa Michael Jordan og þá erum við ekki bara að tala um Draumaliðið í Barcelona 1992. Thomas er mjög ósáttur með hvernig hann var látinn líta út í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem slógu svo eftirminnilega í gegn þegar kórónuveiran var alls ráðandi í heiminum vorið 2020. Jordan framleiddi „The Last Dance“ sjálfur og það er löngu vitað að hann og Isiah Thomas eru engir vinir frá því að Detriot Pistons og Chicago Bulls háðu harðar rimmur á níunda áratug síðustu aldar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Þekktast er þegar Isiah Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum áður en lokaflautið gall í leiknum þar Jordan og liðsfélögum hans tókst loksins að slá þá út í úrslitakeppninni. Það tímabil fór Jordan síðan alla leið með Bulls og vann sinn fyrsta af sex meistaratitlum. Almennt er talið að þetta hafi átt mikinn þátt í því að Jordan er sagður hafa komið í veg fyrir að Thomas fengi að spila með Draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ferill Thomas og Detroit Pistons var ekki merkilegur í framhaldinu eftir mikla sigurgöngu þar á undan en ekki hjálpaði mikið til að Thomas glímdi við erfið meiðsli síðasta hluta ferils síns. Hann er enn að tala um sig og Jordan. Kannski af því að menn eru alltaf að spyrja hann að þessu. „Þangað til að ég fæ afsökunarbeiðni þá mun þetta ósætti lifa mjög mjög lengi af því að ég er frá vesturhluta Chicago borgar,“ sagði Isiah Thomas aðspurður um það hvernig hann kom út í Last Dance þáttunum. Isiah Thomas varð tvisvar sinnum NBA meistari með Detriot Pistons (1989 og 1990) og var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í 979 NBA-leikjum á ferlinum. Hann skoraði síðan 20,4 stig að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni þar af 22,6 stig í leik í þremur úrslitaeinvígum Detroit Pistons 1988, 1989 og 1990. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira
Thomas er mjög ósáttur með hvernig hann var látinn líta út í heimildarþáttunum „The Last Dance“ sem slógu svo eftirminnilega í gegn þegar kórónuveiran var alls ráðandi í heiminum vorið 2020. Jordan framleiddi „The Last Dance“ sjálfur og það er löngu vitað að hann og Isiah Thomas eru engir vinir frá því að Detriot Pistons og Chicago Bulls háðu harðar rimmur á níunda áratug síðustu aldar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) Þekktast er þegar Isiah Thomas og félagar strunsuðu út úr salnum áður en lokaflautið gall í leiknum þar Jordan og liðsfélögum hans tókst loksins að slá þá út í úrslitakeppninni. Það tímabil fór Jordan síðan alla leið með Bulls og vann sinn fyrsta af sex meistaratitlum. Almennt er talið að þetta hafi átt mikinn þátt í því að Jordan er sagður hafa komið í veg fyrir að Thomas fengi að spila með Draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Ferill Thomas og Detroit Pistons var ekki merkilegur í framhaldinu eftir mikla sigurgöngu þar á undan en ekki hjálpaði mikið til að Thomas glímdi við erfið meiðsli síðasta hluta ferils síns. Hann er enn að tala um sig og Jordan. Kannski af því að menn eru alltaf að spyrja hann að þessu. „Þangað til að ég fæ afsökunarbeiðni þá mun þetta ósætti lifa mjög mjög lengi af því að ég er frá vesturhluta Chicago borgar,“ sagði Isiah Thomas aðspurður um það hvernig hann kom út í Last Dance þáttunum. Isiah Thomas varð tvisvar sinnum NBA meistari með Detriot Pistons (1989 og 1990) og var með 19,2 stig og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í leik í 979 NBA-leikjum á ferlinum. Hann skoraði síðan 20,4 stig að meðaltali í 111 leikjum sínum í úrslitakeppni þar af 22,6 stig í leik í þremur úrslitaeinvígum Detroit Pistons 1988, 1989 og 1990. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Sjá meira