Þrjátíu og tvær stundir eða fjögurra daga vinnuvika Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. nóvember 2022 09:30 Í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir fer VR fram með kröfu um 4-daga vinnuviku. Það þýðir einfaldlega að við viljum stytta vinnuvikuna í 32 stundir, án skerðingar á launum. Þessi krafa er orðin æ háværari, ekki bara hér á landi heldur víða erlendis. Hugmyndin um 32 stunda vinnuviku felur að okkar mati í sér sveigjanleika og mismunandi útfærslur. Hún felur í sér loforð um breytt viðhorf og breytingar á vinnufyrirkomulagi. Styttri vinnuvika getur til dæmis verið fimm styttri vinnudagar, nú eða fjórir venjulegir vinnudagar í fjögurra daga vinnuviku, svo fremi að heildarvinnutíminn sé 32 stundir á viku. Árið 1955, árið sem VR varð félag launafólks eingöngu, var samið um 48 klst. vinnuviku í verslun og 39 til 41 klst. á skrifstofu - vinnuvikan á skrifstofum var styttri að sumarlagi og laugardagar töldust með dagvinnutíma. Vinnuvikan styttist smám saman á næstu árum og árið 1971 voru samþykkt lög um 40 stunda vinnuviku. Vinnuvika skrifstofufólks innan VR var þá orðin styttri en þessu nemur, og hélst áfram styttri. Frá aldamótum hefur VR tvívegis samið um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum, um hálftíma árið 2000 og um þrjú korter í Lífskjarasamningnum árið 2019. Krafa VR um að stytta vinnuvikuna í 32 vinnustundir er ekki svo stórt stökk frá því sem félagsfólk býr við í dag. Virkur vinnutími afgreiðslufólks innan VR er 35 klst. og 50 mínútur á viku og 35 og hálf stund hjá skrifstofufólki. Stytting vinnuvikunnar sem samið var um í síðustu kjarasamningum hefur tekist vel til hjá VR og er mikil ánægja með hana. Frekari stytting fékk mikinn stuðning í aðdraganda þeirra viðræðna sem nú eru hafnar. Stytting vinnuvikunnar er eðlileg krafa í framsæknu samfélagi og að starfsfólk eigi raunverulegt val um það hvernig það hagar vinnutíma sínum. Kannanir hafa sýnt að launafólk vill meiri sveigjanleika og starf sem kemur til móts við óskir þess um meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs, um meiri frítíma. Covid kenndi okkur líka að við getum unnið öðruvísi. Það er alveg ljóst að það þarf að breyta vinnufyrirkomulagi til að stytta vinnuvikuna. Það þarf að breyta skipulagningunni, mætingum og viðveru, jafnvel opnunartíma. Það þarf að breyta vaktafyrirkomulagi hjá þeim sem vinna vaktavinnu. Átta tíma vakt er ekki meitluð í stein, ekki frekar en 40 stunda vinnuvika. Þessu er öllu hægt að breyta. VR stendur fyrir fundi um styttingu vinnuvikunnar þann 15. nóvember. Við stefnum á 32 stundir. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í þeim kjarasamningaviðræðum sem nú standa yfir fer VR fram með kröfu um 4-daga vinnuviku. Það þýðir einfaldlega að við viljum stytta vinnuvikuna í 32 stundir, án skerðingar á launum. Þessi krafa er orðin æ háværari, ekki bara hér á landi heldur víða erlendis. Hugmyndin um 32 stunda vinnuviku felur að okkar mati í sér sveigjanleika og mismunandi útfærslur. Hún felur í sér loforð um breytt viðhorf og breytingar á vinnufyrirkomulagi. Styttri vinnuvika getur til dæmis verið fimm styttri vinnudagar, nú eða fjórir venjulegir vinnudagar í fjögurra daga vinnuviku, svo fremi að heildarvinnutíminn sé 32 stundir á viku. Árið 1955, árið sem VR varð félag launafólks eingöngu, var samið um 48 klst. vinnuviku í verslun og 39 til 41 klst. á skrifstofu - vinnuvikan á skrifstofum var styttri að sumarlagi og laugardagar töldust með dagvinnutíma. Vinnuvikan styttist smám saman á næstu árum og árið 1971 voru samþykkt lög um 40 stunda vinnuviku. Vinnuvika skrifstofufólks innan VR var þá orðin styttri en þessu nemur, og hélst áfram styttri. Frá aldamótum hefur VR tvívegis samið um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum, um hálftíma árið 2000 og um þrjú korter í Lífskjarasamningnum árið 2019. Krafa VR um að stytta vinnuvikuna í 32 vinnustundir er ekki svo stórt stökk frá því sem félagsfólk býr við í dag. Virkur vinnutími afgreiðslufólks innan VR er 35 klst. og 50 mínútur á viku og 35 og hálf stund hjá skrifstofufólki. Stytting vinnuvikunnar sem samið var um í síðustu kjarasamningum hefur tekist vel til hjá VR og er mikil ánægja með hana. Frekari stytting fékk mikinn stuðning í aðdraganda þeirra viðræðna sem nú eru hafnar. Stytting vinnuvikunnar er eðlileg krafa í framsæknu samfélagi og að starfsfólk eigi raunverulegt val um það hvernig það hagar vinnutíma sínum. Kannanir hafa sýnt að launafólk vill meiri sveigjanleika og starf sem kemur til móts við óskir þess um meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs, um meiri frítíma. Covid kenndi okkur líka að við getum unnið öðruvísi. Það er alveg ljóst að það þarf að breyta vinnufyrirkomulagi til að stytta vinnuvikuna. Það þarf að breyta skipulagningunni, mætingum og viðveru, jafnvel opnunartíma. Það þarf að breyta vaktafyrirkomulagi hjá þeim sem vinna vaktavinnu. Átta tíma vakt er ekki meitluð í stein, ekki frekar en 40 stunda vinnuvika. Þessu er öllu hægt að breyta. VR stendur fyrir fundi um styttingu vinnuvikunnar þann 15. nóvember. Við stefnum á 32 stundir. Höfundur er formaður VR.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun