Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2022 22:44 Þorstein Sigmundsson er bóndi í Elliðahvammi. Arnar Halldórsson Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var Þorsteinn Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi, heimsóttur. Það voru bara nokkrir sumarbústaðir við sunnanvert Elliðavatn þegar Þorsteinn og eiginkona hans, Guðrún Alísa Hansen, hófu þar búskap árið 1964. Þorsteinn segir að þá hafi allt snúist um sauðkindina. Elliðavatn árið 1963. Húsið Elliðahvammur til hægri. Það stendur enn.Arnar Halldórsson „Ég var með kindur hérna, átti nokkrar kindur. Ég nennti því nú ekki of lengi. Það var svo mikið vesen í kringum þetta að smala þessu hérna uppi á Hellisheiði,“ segir Þorsteinn. Þau ákváðu í staðinn að fara í eggja- og kjúklingaframleiðslu. Núna er byggðin í Kópavogi komin þétt upp að lögbýlinu Elliðahvammi. Þorsteinn segist samt ennþá teljast bóndi. „Já, ég er bóndi í borg. Í Kópavogi. Þetta er eiginlega eina starfandi býlið í Kópavogi. Vatnsendi líka,“ segir Þorsteinn. Bóndabærinn Elliðahvammur stendur við sunnanvert Elliðavatn. Gamla íbúðarhúsið til vinstri.Arnar Halldórsson Í Elliðahvammi eru seld egg beint frá býli en varphænurnar eru hátt í tíu þúsund talsins, að sögn Þorsteins, en einnig segist hann framleiða einhver hundruð tonn af kjúklingakjöti á ári. -Er hægt að vera bóndi í borg? „Já, já, já. Sko, meirihlutinn af öllum matvælum Íslendinga er framleiddur í Reykjavík. Menn gleyma því. Á Kjalarnesinu er stærsta eggjabúið og stærsta svínabúið. Og í Mosfellssveit. Kjúklingaræktin er þar meira og minna. Þetta er allt meira og minna í Reykjavík. Og svo garðyrkjustöðvarnar. Uppi á Lambhaga. Þetta er allt í Reykjavík. Þetta er ekki allt bara úti á landi. Ég held að það sé stór hluti af matvælum, landbúnaðarvörunum, framleiddur hérna á stór-höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorsteinn Sigmundsson, bóndi við Elliðavatn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þátturinn Um land allt um Elliðavatn verður endursýndur á Stöð 2 á sunnudag klukkan 15:05. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Síðari þátturinn um Elliðavatn og vatnasvið þess er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. 14. september 2022 21:42 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var Þorsteinn Sigmundsson, bóndi í Elliðahvammi, heimsóttur. Það voru bara nokkrir sumarbústaðir við sunnanvert Elliðavatn þegar Þorsteinn og eiginkona hans, Guðrún Alísa Hansen, hófu þar búskap árið 1964. Þorsteinn segir að þá hafi allt snúist um sauðkindina. Elliðavatn árið 1963. Húsið Elliðahvammur til hægri. Það stendur enn.Arnar Halldórsson „Ég var með kindur hérna, átti nokkrar kindur. Ég nennti því nú ekki of lengi. Það var svo mikið vesen í kringum þetta að smala þessu hérna uppi á Hellisheiði,“ segir Þorsteinn. Þau ákváðu í staðinn að fara í eggja- og kjúklingaframleiðslu. Núna er byggðin í Kópavogi komin þétt upp að lögbýlinu Elliðahvammi. Þorsteinn segist samt ennþá teljast bóndi. „Já, ég er bóndi í borg. Í Kópavogi. Þetta er eiginlega eina starfandi býlið í Kópavogi. Vatnsendi líka,“ segir Þorsteinn. Bóndabærinn Elliðahvammur stendur við sunnanvert Elliðavatn. Gamla íbúðarhúsið til vinstri.Arnar Halldórsson Í Elliðahvammi eru seld egg beint frá býli en varphænurnar eru hátt í tíu þúsund talsins, að sögn Þorsteins, en einnig segist hann framleiða einhver hundruð tonn af kjúklingakjöti á ári. -Er hægt að vera bóndi í borg? „Já, já, já. Sko, meirihlutinn af öllum matvælum Íslendinga er framleiddur í Reykjavík. Menn gleyma því. Á Kjalarnesinu er stærsta eggjabúið og stærsta svínabúið. Og í Mosfellssveit. Kjúklingaræktin er þar meira og minna. Þetta er allt meira og minna í Reykjavík. Og svo garðyrkjustöðvarnar. Uppi á Lambhaga. Þetta er allt í Reykjavík. Þetta er ekki allt bara úti á landi. Ég held að það sé stór hluti af matvælum, landbúnaðarvörunum, framleiddur hérna á stór-höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorsteinn Sigmundsson, bóndi við Elliðavatn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þátturinn Um land allt um Elliðavatn verður endursýndur á Stöð 2 á sunnudag klukkan 15:05. Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum: Síðari þátturinn um Elliðavatn og vatnasvið þess er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. 14. september 2022 21:42 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53
Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21
Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. 14. september 2022 21:42