Tölum um skólamáltíðir á réttum forsendum Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og Birgir Jónsson skrifa 12. nóvember 2022 08:01 Á fundi fræðslunefndar þann 26. október sl. báru fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks upp tillögu að því að hefja á ný gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar. Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans höfnuðu tillögunni og bókuðu við það tilefni að með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar sé öllum börnum á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð tryggt aðgengi að heitri máltíð óháð efnahag og félagslegri stöðu. Það sé mikilvægur liður í þeirri stefnu að Fjarðabyggð sé barnvænt samfélag. Tillagan ein og sér er góðra gjalda verð og lýsir afstöðu og stefnu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sýnir hver þeirra helstu áherslumál eru. Í kosningabaráttunni fór það eftir stað og stund hvort einstaka fulltrúar ætluðu að leggja gjaldfrelsið af eða ekki. Tillagan gerir ráð fyrir því að um 50 milljónir fáist í tekjur á ári við að taka upp 300 króna gjald fyrir máltíðina. Þegar dæmið er reiknað kemur hins vegar í ljós að þessar 50 milljónir rýrna ansi hratt. Það eru 715 börn í grunnskólum Fjarðabyggðar og skóladagarnir þar sem matast er, eru að hámarki 180. Hámarkstekjur við gjaldtökuna yrðu því um 38 milljónir. Þegar gjaldtaka var, voru ekki öll börn í mat og því væri hægt að gera ráð fyrir að þessar 38 milljónir yrðu enn færri þegar til kastanna kæmi. Enda kom fram í umræðu hjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn þann 8. nóvember sl. að dæmið hefði ekki verið reiknað í þaula sem er í besta falli óheppilegt. En af hverju skipta gjaldfrjálsar skólamáltíðir máli? Skólarnir eru vinnustaðir nemenda og góð næring skiptir höfuðmáli varðandi heilsu barna til lengri og skemmri tíma, og hefur þar af leiðandi góð áhrif á nám og vellíðan nemenda. Með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar er öllum börnum tryggt aðgengi að góðri næringu og öll börn sitja við sama borð. Heitur matur í hádeginu, grænmeti og ávexti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferðar. Börnin bera það ekki utan á sér hverjar aðstæður þeirra eru og ýmsar ástæður geta verið fyrir því að þau höfðu ekki aðgengi að skólamáltíðum þegar gjaldtaka var viðhöfð. Í þeim tilvikum sem ástæðurnar eru fjárhagslegar getur verið vandkvæðum bundið að ná til fólks þannig að það sæki aðstoðina. Þá þurfa ekki að vera fjárhagslegar ástæður að baki því að börn fái ekki máltíðir heldur geta þær einnig verið félagslegar. Í umræðunni hefur verið bent á að málið snúist um forgangsröðun sem er alveg rétt. Meirihluti Framsóknar og Fjarðalistans forgangsraðar meðal annars í þágu fjölskyldufólks og barna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig bent á að flestir foreldrar hafi efni á því að kaupa mat í skólanum handa börnunum sínum. Flestir er hér lykilatriði og því augljóst að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins huga ekki að öllum foreldrum og börnum, heldur aðeins flestum. Barnvænt sveitarfélag byggir á fimm grunnþáttum og einn af þeim er jafnræði, að horft sé til réttinda allra barna. En til þess að vera barnvænt sveitarfélag þarf að skoða mismunun út frá efnahagslegri stöðu foreldra t.d. í samhengi við skólamáltíðir eða leikskólagjöld. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eiga sinn þátt í því að gjöld fyrir grunnskólaþjónustu eru þau lægstu á Íslandi samkvæmt úttekt ASÍ á dögunum. Einnig eru leikskólagjöld og gjöld fyrir tónskóla með þeim lægstu á landinu. Markmiðið með því er að Fjarðabyggð sé barnvænt sveitarfélag og börnin okkar geti notið ákveðinna gæða óháð aðstæðum. Aðgerðir eins og þessar koma sér hvað best fyrir ungt fólk sem flest er með börn á sínu framfæri og á kannski hvað erfiðast í því efnahagsumhverfi sem nú er hér á landi. Með ódýrri skólaþjónustu er því róðurinn léttari og þannig sköpum við eftirsóknarvert samfélag til að búa í. Við viljum að Fjarðabyggð sé vænlegur kostur til búsetu fyrir okkur öll, líka fyrir fjölskyldufólk og börn. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar Fjarðabyggðar. Birgir Jónsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Á fundi fræðslunefndar þann 26. október sl. báru fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks upp tillögu að því að hefja á ný gjaldtöku fyrir skólamáltíðir í grunnskólum Fjarðabyggðar. Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Fjarðalistans höfnuðu tillögunni og bókuðu við það tilefni að með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar sé öllum börnum á grunnskólaaldri í Fjarðabyggð tryggt aðgengi að heitri máltíð óháð efnahag og félagslegri stöðu. Það sé mikilvægur liður í þeirri stefnu að Fjarðabyggð sé barnvænt samfélag. Tillagan ein og sér er góðra gjalda verð og lýsir afstöðu og stefnu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og sýnir hver þeirra helstu áherslumál eru. Í kosningabaráttunni fór það eftir stað og stund hvort einstaka fulltrúar ætluðu að leggja gjaldfrelsið af eða ekki. Tillagan gerir ráð fyrir því að um 50 milljónir fáist í tekjur á ári við að taka upp 300 króna gjald fyrir máltíðina. Þegar dæmið er reiknað kemur hins vegar í ljós að þessar 50 milljónir rýrna ansi hratt. Það eru 715 börn í grunnskólum Fjarðabyggðar og skóladagarnir þar sem matast er, eru að hámarki 180. Hámarkstekjur við gjaldtökuna yrðu því um 38 milljónir. Þegar gjaldtaka var, voru ekki öll börn í mat og því væri hægt að gera ráð fyrir að þessar 38 milljónir yrðu enn færri þegar til kastanna kæmi. Enda kom fram í umræðu hjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn þann 8. nóvember sl. að dæmið hefði ekki verið reiknað í þaula sem er í besta falli óheppilegt. En af hverju skipta gjaldfrjálsar skólamáltíðir máli? Skólarnir eru vinnustaðir nemenda og góð næring skiptir höfuðmáli varðandi heilsu barna til lengri og skemmri tíma, og hefur þar af leiðandi góð áhrif á nám og vellíðan nemenda. Með því að skólamáltíðir séu gjaldfrjálsar er öllum börnum tryggt aðgengi að góðri næringu og öll börn sitja við sama borð. Heitur matur í hádeginu, grænmeti og ávexti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferðar. Börnin bera það ekki utan á sér hverjar aðstæður þeirra eru og ýmsar ástæður geta verið fyrir því að þau höfðu ekki aðgengi að skólamáltíðum þegar gjaldtaka var viðhöfð. Í þeim tilvikum sem ástæðurnar eru fjárhagslegar getur verið vandkvæðum bundið að ná til fólks þannig að það sæki aðstoðina. Þá þurfa ekki að vera fjárhagslegar ástæður að baki því að börn fái ekki máltíðir heldur geta þær einnig verið félagslegar. Í umræðunni hefur verið bent á að málið snúist um forgangsröðun sem er alveg rétt. Meirihluti Framsóknar og Fjarðalistans forgangsraðar meðal annars í þágu fjölskyldufólks og barna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig bent á að flestir foreldrar hafi efni á því að kaupa mat í skólanum handa börnunum sínum. Flestir er hér lykilatriði og því augljóst að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins huga ekki að öllum foreldrum og börnum, heldur aðeins flestum. Barnvænt sveitarfélag byggir á fimm grunnþáttum og einn af þeim er jafnræði, að horft sé til réttinda allra barna. En til þess að vera barnvænt sveitarfélag þarf að skoða mismunun út frá efnahagslegri stöðu foreldra t.d. í samhengi við skólamáltíðir eða leikskólagjöld. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eiga sinn þátt í því að gjöld fyrir grunnskólaþjónustu eru þau lægstu á Íslandi samkvæmt úttekt ASÍ á dögunum. Einnig eru leikskólagjöld og gjöld fyrir tónskóla með þeim lægstu á landinu. Markmiðið með því er að Fjarðabyggð sé barnvænt sveitarfélag og börnin okkar geti notið ákveðinna gæða óháð aðstæðum. Aðgerðir eins og þessar koma sér hvað best fyrir ungt fólk sem flest er með börn á sínu framfæri og á kannski hvað erfiðast í því efnahagsumhverfi sem nú er hér á landi. Með ódýrri skólaþjónustu er því róðurinn léttari og þannig sköpum við eftirsóknarvert samfélag til að búa í. Við viljum að Fjarðabyggð sé vænlegur kostur til búsetu fyrir okkur öll, líka fyrir fjölskyldufólk og börn. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður félagsmálanefndar Fjarðabyggðar. Birgir Jónsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun